Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 42
88
HELGAFELL
við höfum fengið frá Danmörku. Þessi elskulegu
og dugmiklu hjón hafa komizt hátt í list sinni,
og Reykvíkingar fá þeim hiklaust börn sín til
þess að ala þau upp við þá listögun, sem heimtar
intímasta tjáningu, og einna mesta alhliða ein-
beitingu huga og tauga, allra lista. Þau hafa
leiðbeint hér hóp unglinga, sem er á góðri leið
að fylla skarð í listmennt okkar. En við eigum
eftir sem áður engar dansmeyjar (Showgirls),
en það er jafn fjarstætt að láta börnin í ballett-
skóla Þjóðleikhússins hlaupa þar í skarðið og að
skjóta Hauki Morthens inn í hlutverk Stefáns
íslandi, og vita þó allir að hinn fyrrnefndi er
miklu frægari söngvari hér.
Ráðinn var hingað ásamt hljómsveitarstjóra og
leikstjóra, danskur ballettmeistari, Sven Bunch,
minniháttar spámaður úr hámenningu Evrópu,
sem með líkum hætti og ballettfólk Þjóðleikhúss-
ins var mjög fjarri því að falla inní þann ramma,
sem leikurinn krafðist. Hin ýmsu menningar-
tímabil sögunnar hafa, hvert með sínum hætti,
fært okkur dýrmæta andlega fjársjóði úr reynslu
sinni. Úrkynjunarskeiðin, dauðateygjur ofvaxinna
menningarhátta, sem látið hafa undan síga fyrir
stórbylgjum nýrra andlegra byltinga, engu síð-
ur en gönuhlaup tillitslausra nýstrauma. Og ef
til vill hafa fegurstu blóm menningarinnar vax-
ið á leiði hennar. Þó hinn danski ballettmeistari
væri ekki úr flokki hinna allra fremstu, var
hann góður listamaður, er heimtingu átti á betra
hlutverki en því, að vera leiddur eins og villu-
ráfandi sauður um þetta annarlega svið, sem
hann skildi ekki og ekki skildi hann, og það var
beinlínis átakanlegt að horfa uppá hinar óþrosk-
uðu meyjar ballettskóla Bistedhjónanna, í leit
að þeim grófu gervihreyfingum, sem samdar eru
fyrir hjólliðugar revíupiur til augnayndis nátt-
úrutregum stórborgarbúum, Æ, mikið skelfing
var þetta allt ómusterislegt á að líta. En það var
hin sviflétta álfamær, Bryndís Schram, sem
bjargaði sóma okkar í þetta sinn. Með andblæ
þýðra vinda í brosmildu fasi og víkivakaspor í
mjúkum og stoltum hreyfingum, leiddi hún hinn
bleika sendiboða hámenningarinnar eins og
strokufanga útaf sviðinu, og fékk okkur á þeirri
stundu til að fyrirgefa það að við höfðum verið
hrapallega göbbuð.
Þetta átti aldrei að verða leikdómur, heldur
almennt rabb um efnisval Þjóðleikhúss og með-
ferð þess í stórum dráttum, og ábyrgðartilfinn-
ingu á hæstu stöðum. Hér verður því ekki sagt
frá ýmsu því sem var stórvel gert bæði af gest-
um og heimamönnum og heldur ekki öðru, sem
beinlínis var fyrir neðan allar hellur.
Þegar stofnað er til fjáröflunar af slíku fyrir-
hyggjuleysi, verður útkoman að jafnaði öfug við
FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM
»ANDLIT í
SPEGLI
DROPANS"
eftir Thor Vilhjálmsson
Höt'uð-stílsnilling hinnar nýju
kynslóðar
HELGAFELLSBÓK
f----------------------------
FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM
„NÓTTIN Á HERDUM
OKKAR"
Nýtt ljóðasafn myndskreytt af
Kristjáni Davíðssyni
eftir Jón Óskar
HELGAFELLSBÓK
tilganginn. Eins fer þegar andstæðum þeirrar
tegundar, sem hér hafði verið hópað saman, er
ætlað að búa undir einu þaki, íslenzkri álfamey
í víkivakadansi, amerískri breiðgöturevíu og
evrópískri hámenningu í dauðateygjum. Á slíkri
samkundu skipta allir um hlutverk: Hálistin
verður að viðundri, revían að ófimlegu sveita-
skralli og álfkonan utangátta ásamt lífi og anda.