Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 19

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 19
BROT ÚR ÓPRENTUÐUM SAMTÖLUM VIÐ STEIN 65 óg' væri þetta yngri og hann var alltaf ákaf- lega almennilegur við mig. Þegar ég hitti hann síðast, skömmu áður en hann dó, höfðu birzt eftir mig þrjú kvæði í einhverju tímariti og Stefán hafði séð þau og virtist ánægður. Eg man hann sagði við mig: Eg vissi það alltaf, að það býr eitthvað í þér, hvað sem helvítis karlarnir segja. En svo bætti hann nefnilega e.nu við: En mikill bölvaður bjáni gaztu verið að hafa þau svona mörg! Það var nokkuð gott hjá honum. Iíann kunni sitt fag. Stefán bóndi gat talað svo um algengustu hluti við fólk, að það gleymdi þeim aldrei. Hann gat sagt frá af svo mikilli kúnst, að fólk tárfeldi yfir sögum hans. Það var alveg ótrúlegt. En hann þótti alltaf hættulegur maður, hættu- legur móralnum og friðnum í sveitinni. Hann var merkismaður og eitt af okkar fínustu skáldum á þessari öld. — En nú ætlarðu að fara að tala um minn eigin skáldskap. Það kemur ekki til mála. Ég hef aldrei tekið liann alvarlega, ég hef aldrei ort af ástríðu. Það væri miklu nær að tala um önnur skáld eða kreppuárin, þú getur spurt mig eitthvað um þau. Svo geturðu líka talað við mig um skáldastyrk. Ég hef alltaf verið í sama flokki og Elínborg, ég mundi ekki kunna við mig í öðrum flokki. Þegar ég fékk skáldalaun í fyrsta skifti 1935, var varpað hlutkesti um það, hvort okkar Elínborgar skyldi hljóta styrkinn. Ég vann, en átti það alls ekki skilið. — Ilvort ég hafi ekki orðið fyrir aðkasti á kreppuárunum? Onei — ég hef aldrei vitað til þess að menn hefðu neitt á móti mér. Ég hef ekkert sótt til þjóðfélagsins og mér vit- anlega hefur það aldrei sótt neitt til mín. En við erum góðir kunningjar samt. — Þó held ég, að skáld og listamenn séu ævin- lega dálítið illa séðir, að minnsta kosti fyrst framan af. Þannig var það í mínu ungdæmi, það er rétt. Við vorum dálítið illa séðir. Og á ég að segja þér eitt, ég held ég viti hvers vegna: Þetta er eiginlega fjölskylduvandamál, skáld eru að vísu menn, en allra manna aum- astir, geta ekki neitt, kunna ekki neitt. Fröding hefur lýst þessu snilldarlega í „Draumamanninum“. Æ, hvernig er það nú? Ég er víst búinn að gleyma því, get aldrei lært neitt utanbókar. En við vorum að tala um kreppuárin. Við sem þá vorum ungir, vorum miklir hugsjónamenn, eins og ungir menn eiga að vera. Nei, það kom ekkert „Rauðum pennum“ við. Þeir höfðu engin áhr’f á mig. En ég lield við höfum verið í nánara sambandi við þjóðfélagshræringar tímabilsins en ungt fólk nú á dögum og þær liafi haft meiri áhrif á okkur. Þegar Hitler var að taka við völdum veturinn 1933, kom okkur aldrei dúr á auga. Við settum upp ímyndaðan front á móti honum og okkar menn Thálmann, Neumann og hvað þeir nú hétu, báru sigur úr býtum. Og þegar Spánar- styrjöldin skall á vorið 1936, vildum við gjarna fara til Spánar, þessa fagra umkomu- lausa lands, og berjast með öðrum sjálfboða- liðum, cn áttum ekki fyrir fargjöldum; átt- um sem sagt ekki peninga til að fórna líf- inu og deyja hetjudauða fyrir hugsjónir okkar. Þetta voru erfiðir tímar — og afskaplega slæmar fjárreiður, eða finnst þér það ekki? — En þú ert að spyrja um líðan mína. Mér leið aldrei illa. Af einhverjum dularfullum ástæðum hafa svokallaðar líkamlegar þarfir mínar komið af sjálfu sér. Ég veit ekki hvað veldur því, ég hef aldrei hugsað um það. Ég hef ævinlega haft nóga peninga. Suma vantar alltaf allt, en aðra skortir aldrei neitt, en samt eru þeir jafnilla staddir. Það er eins og sumir menn séu jafnfátækir, livað mikla peninga, sem þeir eiga. — En segðu mér eitt, Steinn, stjórnmála- baráttan hefur verið ákaflega hörð á þessum árum. — Já, ákaflega hörð, eins og alltaf á kreppuárum. Ég man vel eftir því, þegar borgarastyrjöldin á Spáni hófst. Ég var á gangi niðri í miðbæ að morgni dags. Þá sá ég marga verkamenn lesa Morgunblaðið og þeir voru afskaplega glaðir og upprifnir yfir þess- um fréttum. Þegar ég gekk fram hjá, heyrði ég þá segja: Svona á að taka þá, þessa fanta! Þeir voru nefnilega á móti ríkisstjórninni, ástandið erfitt og atvinnuleysi. A þessum ár- um var kommúnisminn að koma upp með

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.