Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 37
BÓKMENNTIR
83
Einn dag er regnið fellur
mun þjóð mín koma til mín;
einn dag er regnið fellur.
Kvæði þetta er engan veginn hið bezta í
bók Jóns, en hér koma skýrt fram sum
helztu einkennin á skáldskap hans, léttur
háttur tvíliða með áherzlulitlum forlið, berg-
mál hugsana og mynda, mýkt í orðum og
hugsunum. Hér kemur fram fyrirbæri, sem
oftar verður vart hjá skáldinu, kvæðinu lýk-
ur með sömu orðum og það hefzt á, lokatónn-
inn er hinn sami og hinn fyrsti. Eg minnist
þess lengi, hve mér þótti gaman að kynnast
þessu hjá írskum skáldum, en fornskáld á
trlandi og raunar skáld fram eftir öldum
beita svipaðri aðferð, síðasta ljóðlínan er hin
sama og hin fyrsta. Þótt Vorkvœði til ls-
lands sé persónulegt kvæði, og ort með öðr-
um hætti en löngum hefur tíðkazt um ís-
lenzk ættjarðarljóð, þá getur engum dulizt
lýsing skáldsins á hinum regnfagra vordegi
1944 og þeim fyrirheitum, sem okkur öllum
voru svo hugstæð í þann mund. Ef kvæði
þetta fyrnist, er einhvern annan en skáldið
um að saka. í kvæðinu er ekki einungis minn-
ingin um frelsisheitin á lýðveldisdaginn snar-
asti þátturinn, í því stafar birta af voninni
um íslenzka endurreisn. Hvorki skáldi né
lesanda er neinn greiði með því gerður, að
ritdæmandi tæti ljóð í sundur mcð skýring-
um og bollaleggingum, og því mun ég ekki
reyna að lýsa þeim margslungnu töfrum,
sem ljóð þetta býr yfir. Ég get þá ekki stillt
mig um að benda á, að undir liinu slétta yfir-
borði er mikil dýpt í ljóðinu, það leynir á
sér, þaðan liggja þræðir um ýmsa vegu.
Ljóð Jóns Óskars eru stílhrein, eins og sést
af dæminu, sem ég hef tilfært. Sjaldan ber
við, að í ljóðum hans verði vart annarlegra
tóna. Undantekning af þessu er kvæðið Leit
að fegurð, sem mér virðist ekki vera full-
unnið. t því endurtekur hann hið óskáld-
lega orð ,.fengitími“, sem á lítið skylt við
fegurðarleit og á í rauninni ekki heima í
Ijóði. og svipað má segja um aðrar hugmynd-
ir í þessu kvæði.
Jón Óskar er Ivrískt skáld. sem vrkir mæta-
vel, þegar hann vill. í bók hans eru nokkur
Prýðileg kvæði, sem njóta þess, hve skynjun
skáldsins er næm og máltilfinning örugg. Ljóð
hans eru engin bylting í íslenzkri Ijóðagerð,
en þau eru unnin af mikilli hjartahlýju og
smekkvísi, þau eru umfram allt íslenzk að
uppruna, þótt kynni Jóns af erlendum skáld-
skap liafi aukið á dirfsku hans. Það er í raun-
inni undarlegt, að ljóðskáld á borð við Jón
Óskar þurfi að skrifa þætti í óbundnu máli
til að fylla svo litla bók. Slíkir þættir eru
tízkufyrirbæri, skammlífar tilraunir ungra
skálda, sem reyna að fitja upp á nýungum til
að verða ekki sekir um þann glæp, sem
þykir einna verstur, en það er að vera gamal-
dags. En ljóðlistin er í eðli sínu hefðbundin
og íhaldssöm. Skáld geta komið fram með
ýmis nýmæli, en hið bezta í ljóðlistinni og
það, sem mestu máli skiptir, er oftast nær
sprottið af fornum stofni. Þannig hefur Jón
Óskar í Ijóðum sínum lagt áherzlu á tvennt,
annars vegar á fagra hrynjandi og hins veg-
ar á skáldlegt orðaval og fágaðan stíl. Þótt
hann noti hvorki stuðla né endarím og beiti
öðrum aðferðum til að gefa kvæðum sínum
festu, þá eru ljóð hans skilgetin afkvæmi þeirr-
ar listar, sem stunduð hefur verið á íslandi,
síðan land var byggt. Mér hefur þótt gott
að kynnast kvæðum þessa skálds, og vænti
ég þess, að mörgum muni eins fara. Sum ljóð-
in eru scintekin, en verða lesanda þeim mun
dýrmætari og hugþekkari sem kynnin verða
lengri.
IJess verður oft vart, að menn séu uggandi
um framtíð íslenzkrar ljóðlistar. Sá ótti mun
þó stafa af misskilningi að verulegu leyti.
Beztu ljóðin í bók Jóns Óskars sýna það,
hve vel er hægt að yrkja, þótt sumum hefð-
bundnum venjum sé ekki hlítt. Þar mun
enginn sakna stuðla né ríms. Tær skáldskap-
ur þarfnast ekki fornra farvega.
Hermann Pálsson
Tvö ekaftfellsk rit
Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli: Merkir
Mýrdœlingar . Með œviágripi höfundar eftir
Jón Aðalstein Jónsson. Skaftfellingafélagið
gaf út. Reykjavik 1957.
Þórarinn Helgason: Lárus á Klaustri. Skaft-
fellingafélagið gaf út. Reykjavík 1957.
A undanförnum áratugum hafa ýmis átt-
hagafélög sinnt bókaútgáfu af töluverðum
dugnaði. Þótt okkur finnist sjálfsagt að þakka
slíka viðleitni til menningar og margt hafi
verið vel unnið, þá fer ekki hjá því, að sum