Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 6
Kínverjar sviptu hulunni af stærstu flugstöð í heimi í gær. Í samanburði mun Heathrow-flugvöllurinn í Lond- on blikna í öllu tilliti. Flugvöllurinn sem um ræðir er í Peking, höfuðborg Kína, og hefur einungis verið þrjú og hálft ár í smíðum og verður tekinn í notkun í febrúar á næsta ári. Gólfflötur flugstöðvarinnar er níutíu og níu hekt- ararar, sem svarar til níu hundruð og níutíu þúsund fermetra. Kínverjar gera ráð fyrir að flugvöllurinn verði þriðji annasamasti flugvöllur í heimi þegar hann verður tekinn í notkun. Áætlanir varðandi bygginguna virðast standast, hvort heldur sem er kostnaðar- eða framkvæmdaáætlun. Reiknað er með að sextíu og sex milljónir farþega fari gegnum völlinn á næsta ári, en það er vel að merkja ár Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Ótrúlegur framkvæmdahraði Framkvæmdir við byggingu flug- vallarins hófust þann 7. ágúst árið 2004 og reiknað er með að þeim ljúki fyrir árslok í ár. Slík afköst er erfitt að gera sér í hugarlund í flestum öðrum löndum og ástæðan er einföld. „Það er svo mikið framboð á vinnuafli. Ef við segjumst þurfa fimm hundr- uð verkamenn í viðbót á morgun, þá fáum við þá. Í Bandaríkjunum þyrftum við að vara í gegnum verkalýðsfélög og þetta tæki miklu lengri tíma,“ sagði Jeff Martin, verkefnisstjóri hjá Siem- ens, einu aðalverktakafyrirtækinu sem kemur að framkvæmdunum. Í vikunni voru ýmsir þættir prufukeyrðir, þar á meðal færiböndin, en heildarlengd þeirra er rúmlega þrjátíu og tveir kíló- metrar og á að anna tuttugu þúsund töskum á klukkustund. Fórnarkostnaður Ekki er loku fyrir það skotið að þakka megi hinn mikla framkvæmda- hraða aðferðum kínverskra yfirvalda við að taka á vandamálum. Ef stjórn- völd kjósa að flytja tugi þúsunda borg- ara frá einum stað á annan, þá gera þau það bara. Og sú varð raunin í þessu til- felli. Tíu þúsund óbreyttir borgarar voru neyddir til að flytja búferlum svo framkvæmdir gætu hafist. Kínversk stjórnvöld gáfu út myndband þar sem þau státa af því að engrar óánægju hafi gætt vegna nauðungarflutninganna eða þess að land var tekið eignarnámi. Samkvæmt frétt í breska blaðinu Guardian er það ekki alveg sannleik- anum samkvæmt og það ætti ekki að koma neinum á óvart. Betur má ef duga skal Sem dæmi um stærð flugstöðvar- innar má nefna að í henni verða fjögur hundruð fjörutíu og fimm fólkslyftur, færibönd fyrir farang- ur eru, eins og fyrr sagði, rúmlega þrjátíu og tveir kílómetrar, þar eru bílastæði fyrir sjö þúsund bifreiðar og undir byggingunni er vegakerfi og lestarkerfi. Þegar mest lét unnu fimmtíu þúsund manns við fram- kvæmdirnar. Til samanburðar má geta þess að Leifsstöð er um fimm- tíu og fimm þúsund fermetrar. En þrátt fyrir allt þetta og nauðungar- flutninga tíu þúsunda borgara telja stjórnvöld í Peking að nýja flug- stöðin muni ekki duga til. Nú þeg- ar er búið að skipa starfshóp sem á að finna staðsetningu annarrar stöðvar. föstudagur 14. september 20076 Fréttir DV Færri börn deyja Færri börn undir fimm ára aldri deyja nú en nokkru sinni fyrr. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna þakkar þetta viða- miklu og áhrifaríku starfi í bólu- setningum barna. Á síðasta ári létust færri en tíu milljón- ir barna í heiminum og er það í fyrsta skipti sem fjöldinn fer niður fyrir þá tölu. Talið er að bólusetning gegn mislingum, notkun neta gegn moskítóflug- um og aukin brjóstagjöf hafi haft veruleg áhrif á árangurinn. Sér- fræðingar álíta þó að hægt hefði verið að koma í veg fyrir stóran hluta dauðsfallanna. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Bann við útflutningi Aðeins viku eftir að bresk stjórnvöld lýstu því yfir að landið væri laust við gin- og klaufaveiki skýtur sjúkdómurinn upp kollin- um aftur. Staðfest er að nautgrip- ir á bóndabýli í Egham í Surrey voru sýktir og þeim fargað. Á nálægu býli var nautgripum og svínum fargað vegna gruns um sjúkdóminn. Yfirvöld hafa bann- að allan flutning gripa í landinu og Evrópusambandið hefur sett á útflutningsbann. Gordon Brown forsætisráðherra var ánægður með aðgerðir yfirvalda og sagði þau hafa brugðist skjótt við. Ekkert kossaflens Angela Merkel kanslari Þýska- lands er búin að fá sig fullsadda af kossa- flensi forseta Frakklands, Nicolas Sark- ozy. Í kjölfar stormasams fundar þeirra í Berlín á mánudaginn lýsti Merkel því yfir að þessi eilífu faðmlög hans í hvert sinn sem þau hittust færu í taugarnar á henni. Angela Merkel er, að sögn þýskra emb- ættismanna, mjög hlédræg og kann ekki að meta þetta tilfinn- ingaflóð af hans hálfu. Að hennar mati er nú nóg komið. Pintinu bjargað Evrópusambandið hefur heimilað að Bretar geti áfram not- ast við sínar hefðbundu mæliein- ingar til dæmis pund, únsur og mílur. Undanþágan hefur engin áhrif á reglur sambandsins ein- ungis er heimilt að nota hvort tveggja breskar mælieiningar og metrakerfið þar í landi. Evrópu- sambandið var orðið langþreytt á hve Bretar drógu lappirnar við að uppfylla reglur sambandsins og hafa sí og æ framlengt frest þeim til handa, nú síðast til árs- ins 2010. Almenn andstaða er í Bretlandi við reglum Evrópusam- bandsins í þessu máli enda Bretar með eindæmum íhaldssöm þjóð. Bretar geta því áfram fengið sér pint af bjór í stað 0,567 millilítra af honum. Bresku þjóðinni finnst nóg komið af morðum á ungmennum þar í landi: Barátta gegn byssueign Bresk lögregluyfirvöld hafa, í samvinnu við stjórnvöld, ákveðið að skera upp herör gegn byssuglæpum á Bretlandi. Til átaksins verður veitt einni milljón punda og sérsveit verð- ur stofnuð til að taka á vandamálinu í helstu borgum landsins, Lundúnum, Manchester, Birmingham og Liver- pool. Jacqui Smith innanríkisráð- herra lýsti áhyggjum sínum af því að byssuglæpir tengdust í æ ríkari mæli ungu fólki og lofaði að með viðameiri aðgerðum sértækra lögregluaðgerða yrði glæpagengjum komið af götun- um. Að sögn Smiths er helmingur byssutengdra glæpa í landinu fram- inn í þremur lögregluumdæmum. Þrátt fyrir að líkur á að verða fórn- arlamb skotárásar séu minni nú en fyrir tíu árum hafi nýliðnir atburðir vakið upp þá spurningu hvort nóg sé gert til að takast á við alvarlega byssuglæpi og gengi. Framboð á skotvopnum Að sögn Jacqui Smith er stærsta vandamálið að komast fyrir aukið framboð á skotvopnum. Byssutengd- ir glæpir í Bretlandi tengjast í æ rík- ari mæli ungu fólki, sagði Smith. En bætti við að þó væri alrangt að göt- urnar væru fullar af ungu fólki veif- andi skotvopnum. Hún sagði að erf- itt verk væri fram undan, að sameina krafta rannsóknarlögreglunnar og eftirlitsstöðva við strendur landsins til að koma í veg fyrir að skotvopn kæmust inn í landið. Morðum þar sem skotvopn koma við sögu hef- ur fjölgað á Bretlandi og það sem af er árinu átta ungmenni látið lífið af völdum skotárása. Jacqui Smith Innanríkisráðherra bretlands hyggst taka á ólöglegri byssueign. tíu þúsund óbreyttir borgarar voru neydd- ir til að flytja búferlum svo framkvæmdir gætu hafist. KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Í Kína er óþrjótandi vinnuafl og ef kínverskum yfirvöldum dettur í hug að ráðast í framkvæmdir af einhverjum toga og hvaða stærðargráðu sem er, þá er ráðist í verk- ið. Nú hafa Kínverjar svipt hulunni af stærstu flugstöð í heimi. NÆRRI EIN MILLJÓN FERMETRAR AÐ STÆRÐ Gríðarlegt gólfflötur Níu hundruð og níutíu þúsund fermetrar. þriðji annasamasti flugvöllur í heimi reiknað er með sextíu og sex milljónum farþega árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.