Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 59
Aftur á hvíta
tjaldið
Eftir að hafa farið á kostum í
kvikmyndinni Johnny English frá
árinu 2002, er söngkonan Natalie
Imbruglia aftur farin á fullt í að
undirbúa sig fyrir annað kvikmynda-
hlutverk. Hlutverkið sem um ræðir er
í kvikmynd sem byggð er á skáldsögu
Georgia Blain, Closed for Winter, og
verður leikstýrt af James Bogle. „Þetta
er dramamynd um mjög sorglega
sögu fjölskyldu sem glímir við
erfiðleika úr æsku,“ sagði Natalie í
nýlegu viðtali. Annars er það að frétta
af söngkonunni að safndiskurinn
Glorius með lögum hennar frá
árunum 1997 til 2007 verður gefinn
út næsta mánudag.
Hairspray
Myndin fjallar um
hina bústnu Tracy
Turnblad sem
kemst í uppáhalds-
danssjónvarpsþátt-
inn sinn. Þar berst
hún gegn ýmsu
óréttlæti með hjálp
móður sinnar Ednu
sem er leikin af
John Travolta.
iMDb: 8,0/10
rottentomatoes.com: 93%/100%
Metacritic: 81/100
Vacancy
Hjónin David og
amy Fox þurfa að
gista á móteli
þegar bíll þeirra
bilar. Fljótlega
komast þau að því
að ekki er allt með
felldu og einhver er
að fylgjast með
þeim í herbergi
þeirra.
iMDb: 6,5/10
rottentomatoes.com: 54%/100%
Metacritic: 54/100
Mr. Brooks
kevin costner leik-
ur mann sem er
ekki allur þar sem
hann er séður.
Hann er valinn
maður ársins en á
sér myrka hlið.
Hann er kaldrifj-
aður morðingi
sem svífst einskis.
iMDb: 7,7/10
rottentomatoes.com: 56%/100%
Metacritic: 45/100
sTarDusT
stardust býður
upp á leikara eins
og Michelle
pfeiffer, robert De
niro og claire
Danes. Fjallar um
ungan mann sem
fer inn í ævintýra-
heim til þess að
bjarga fallinni
stjörnu.
iMDb: 8,2/10
rottentomatoes.com: 74%/100%
Metacritic: 66/10
Frumsýningar helgarinnar
frumsýnd hefur hún trónað á toppi
aðsóknarlista þrjár vikur í röð.
Rúmlega 32.000 manns hafa þegar
lagt leið sína á myndina.
Astrópía er fyrst og fremst gam-
anmynd þó svo að hún hafi verið
kynnt sem ævintýramynd. Hún
segir sögu Hildar sem er leikin
af Kastljósdrottningunni Ragn-
hildi Steinunni. Hún kemst í
hann krappan þegar kærast-
inn er fangelsaður. Í kjölfarið
fer hún að vinna í svokallaðri
„nördabúð“ og fjörugt hug-
myndaflug hennar spinnur
af sér mikið ævintýri.
VEÐraMÓT/QuiET
sTorM
Leikstjóri: Guðný Halldórs-
dóttir
aðalhlutverk: Hilmir Snær
Guðnason, Tinna Hrafnsdóttir,
Atli Rafn Sigurðarson, Hera
Hilmarsdóttir
Handrit: Guðný Halldórsdóttir
Lítið hefur reynt á Veðramót
eins og er en myndin hefur að-
eins verið tæpa viku í sýningu.
Á fyrstu helginni sáu rúmlega
3.000 manns myndina. Gagnrýn-
endur eru þó allir á sama máli og
hefur myndin fengið frábæra dóma.
Hún hefur fengið umsagnir eins og
„Besta íslenska myndin síðan Með
allt á hreinu“.
Guðný Halldórsdóttir leikstýrir
myndinni og skrifar handrit henn-
ar en myndin er lauslega byggð á
reynslu hennar frá því að hún starf-
aði á Breiðavíkurheimilinu í kring-
um 1970.
Veðramót segir sögu þriggja
ungmenna sem ráða sig til starfa á
unglingaheimili. Þau eru frjálslegir
hippar og ætla að breyta starfshátt-
um heimilisins í samræmi við þá
hugmyndafræði. Þau átta sig fljótt á
því að það gengur ekki alltaf og vandi
barnanna er mun meiri og dýpri en
þau grunaði.
asgeir@dv.is
Segir fyrstu
lygina
Grínarinn Ricky Gervais mun koma
til með að taka að sér aðalhlutverkið í
grínmyndinni This Side of the Truth.
Myndin á að gerast í sambærilegum
heimi við okkar nema í þeim heimi
hefur enginn nokkurn tímann logið.
Gervais mun leika skemmtikraft sem
segir fyrstu lygina í heiminum.
„Karakterinn minn vinnur í
kvikmyndabransanum og er við það
að missa vinnuna. En um leið og
hann lýgur því að hann hafi fundið
týndar sögur verður hann besti
sögumaður í heiminum,“ sagði
Gervais um hlutverk sitt.
Stewart kynn-
ir Óskarinn
Sjónvarpsgrínistinn Jon stewart
kemur til með að snúa aftur á sviðið í
Kodak-leikhúsinu 24. febrúar
næstkomandi til að kynna óskars-
verðlaunin. Stewart, sem er
stjórnandi The Daily Show, sá um að
kynna óskarsveðlaunin í fyrsta skipti
í fyrra og voru allir sammála um að
hann hefði staðið sig alveg gríðarlega
vel. Í ár var það hins vegar Ellen
DeGeneres sem fékk að spreyta sig
og stóð sig með prýði. Stewart hefur
einnig verið kynnir á Emmy-
verðlaunahátíðinni árin 2001 og
2002.
föSTudAGuR 14. SepTembeR 2007DV Bíó 59
Foreldrar önnur myndin sem
leikstjórinn Ragnar bragason
sendir frá sér í samstarfi við
kröftuga leikhópinn Vesturport.
BESTU ÍSLENSKU MYNDIRNAR