Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 11
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 11 Hvers vegna að kála krónunni? Hvað ávinnst með evrunni? Almenningur spyr sig eðlilega hvað evran þýði fyrir matarútgjöldin, hús- næðiskostnaðinn og annað sem snýr að rekstri heimilis. Er hægt að svara því á vitrænan og skiljanlegan hátt? Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur: Krónan kostar heimilin 500 þúsund í vaxtaálag „Að mati Samtaka iðnaðarins hefur evran ótvíræða kosti í för með sér fyrir íslenskt at- vinnu- og efnahagslíf en við bendum jafn- framt á að evra og aðild að ESB verða ekki skilin í sundur. Það er mikið hagsmunamál okkar að koma hér á stöðugu efnahagsum- hverfi með stöðugu gengi, lítilli verðbólgu og lægri vöxtum sem eru hér með því hæsta sem þekkist í heiminum. Með upptöku evru þurfum við ekki leng- ur að greiða þann ógnar fórnarkostnað sem notkun á krónunni hefur í för með sér. Lang- stærsti hluti skulda íslenskra heimila er í ís- lenskum krónum og ekki er óvarlegt að áætla að vaxtamunur að jafnaði sé um 3% en í dag er munurinn raunar mun meiri. Miðað við skuldir okkar má gróflega gera ráð fyrir því að heimilin greiði um 37 milljarða árlega í vaxta- álag vegna krónu eða sem svarar 500 þúsund krónum á hverja fjölskyldu. Þá mun geng- isóvissa við erlendar eignir og skuldir verða úr sögunni, að minnsta kosti gagnvart evru. Gengið verður mun stöðugra þó vissulega sveiflist gengi evru gagnvart öðrum gjald- miðlum. Hagsmunir fyrirtækja og heimila fara algerlega saman í þessum efnum. Ekki skiptir minna máli að öll viðskipti milli landa verða gegnsærri og samkeppni við erlenda keppinauta auðveldari. Við inn- göngu í ESB og upptöku evru væri hagkerfi okkar að ganga í eina sæng með því evr- ópska. Hagvaxtargrunnur okkar mun stækka og verða hluti af mun stærri heild. Vissulega erum við þátttakendur í EES-samningnum en hafa ber í huga að krónan er talsverð við- skiptahindrun. Útlendingar þekkja ekki þessa örmynt okkar. Óhætt er að fullyrða að utan- ríkisviðskipti geti aukist verulega sem þýðir einfaldlega meiri og betri atvinna handa Ís- lendingum en einnig aukin samkeppni og þar með lægra verð á neysluvörum. Íslenskt efnahagslíf getur sjálfsagt þrauk- að með krónunni en málið snýst um að fara þá leið sem er farsælust til lengdar. Að okk- ar mati er aðild að ESB og upptaka evru sú leið.“ Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent: Stöðugra hagkerfi – minni viðskiptakostnaður „Svarið við því hvaða áhrif upptaka evru hefði fyrir almenning á Íslandi er hvort tveggja í senn einfalt og flókið. Fyrir þjóðar- búið í heild er stutta svarið nokkuð skýrt: Í fyrsta lagi verður hagkerfið stöðugra, vextir lægri og viðskiptakostnaður minni. Þá má gera ráð fyrir að viðskipti aukist verulega þegar gengisáhætta minnkar. Íslenska krón- an dregur nefnilega úr umfangi utanríkis- viðskipta og fjárfestingum útlendinga í ís- lenskum fyrirtækjum. Helsti ókosturinn er á móti sá að Seðlabanki Íslands missir úr eig- in hendi ákvörðun um innlenda stýrivexti. Þótt meginlínurnar séu nokkuð ljósar eru eigi að síður fjöldamörg álitaefni. Ef við skoðum aðeins það sem snýr að almenningi og látum vera að meta áhrifin fyrir fyrirtækin og þjóðfélagið almennt, sem auðvitað er ekki hægt að gera því áhrifin á þessa þætti skipta almenning líka máli, getum við greint á milli þriggja þátta. Í fyrsta lagi myndi gengisáhætta við að taka erlend lán hverfa. Ef fólk fær greidd laun í evrum hverfur áhættan af því að taka húsnæðislán í evrum. Menn geta því valið að taka lán þar sem vextir eru lágir. Vextir á evrusvæðinu eru mun lægri en á Íslandi svo fólk ætti að geta sparað sér háar upphæðir í vaxtagreiðslur. Í öðru lagi myndi verðtrygging á lánum hverfa af sömu ástæðu því fólk gæti einfaldlega tekið lán í evrópskum bönkum sem ekki krefjast verðtryggingar. Í þriðja lagi verður allur samanburður við vöruverð í Evrópu mun einfaldari sem hefur orðið til þess að verðlag hefur leitað jafnvægis. Með því að hafa verð í evrum verður erf- iðara fyrir verlsunina að halda vöruverði á Íslandi hátt yfir það sem þekkist á sams kon- ar vörum erlendis. Einnig hverfur kostnaður við gjaldmiðlaskipti. Á móti kemur að með evru verður erfiðara að stunda þá ramm- íslensku íþrótt að hækka krónutölu launa en taka hækkunina jafnharðan til baka í gegn- um verðbólgu og gengislækkun. Í þeim efn- um yrðu menn að beita mun strangara að- haldi.“ Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri: Evran lækkar vöruverð og eykur tekjur í ríkissjóð „Það sem fyrst kemur upp í hugann er aukinn stöðugleiki gjaldmiðils, lægri við- skiptakostnaður og líklega aukin við- skipti við evrusvæðið, sem samt eru mikil fyrir. Vitnisburður þeirra sem hafa tekið upp evru í stað eigin gjaldmiðils bendir til að viðskiptakostnaður fyrir- tækja geti lækkað verulega við það að leggja niður eigin mynt og taka í staðinn upp mynt þess svæðis sem mest milliríkjavið- skipti eru við. Þetta getur numið verulegum upphæðum. Á Íslandi eru um 30% allra dag- vara innflutt og mest frá Evrópska efna- hags- svæð- inu. Allur kostnaður í aðfangakeðjunni leggst á upp- runalegt kaupverð vörunnar þannig að lækkun þess kostnaðar kemur fram í lægra vöruverði eða dregur úr hækkunarþörf af öðrum ástæð- um. Ýmis aðföng innlendr- ar framleiðslu, hvort sem er vörur eða þjónusta, eru inn- flutt þannig að þar mun loka- verð líka lækka og stuðla að lægra verði ef viðskiptakostn- aður minnkar. Skattar til ríkisins munu líklega aukast vegna þess að lægra verð stuðlar að aukn- um viðskiptum á milli landa.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga: Stöðugleikinn skiptir mestu máli „Segja má að heimilin hafi notið þess að krónan hefur verið sterk undanfarin miss- eri. Sterk króna eykur kaupmátt þjóðarinn- ar, þar sem innflutningur er í raun ódýrari. Þetta er gott fyrir heimilin á meðan á því stendur, þar sem ráðstöfunartekjur nýtast betur til kaupa á innfluttum vörum. Snörp veiking krónunnar og þær miklu sveiflur sem hún verður fyrir hefur á sama hátt nei- kvæð áhrif á útgjöld heimilanna. Varðandi matarútgjöldin hefur geng- ið mismikil áhrif á hina ýmsu vöruflokka. Tæplega helmingur af innkaupakörfu heim- ilanna í matvöru er íslenskar landbúnaðar- vörur, eða um 45%. Gengisáhrif eru líklega minnst á verðlag þeirra vara. Gengisáhrifin eru meiri á innlenda iðnaðarframleiðslu, sem er um 25% af innkaupakörfu heimil- anna. Innlend framleiðsla verður fyrir bein- um gengisáhrifum af innkaupum á hrá- efni og tækjum, sem eru stærri þáttur en í landbúnaðarframleiðslunni. Hins vegar eru vinnulaun og húsnæðiskostnaður stór þáttur í þeirri framleiðslu. Mest eru áhrif- in á innfluttar matvörur, sem að mestu eru svokallaðar nýlenduvörur. Gengisbreyting- ar hafa bein áhrif á þær vörur og bein fylgni er á milli gengisbreytinga og verðbreytinga á innfluttum matvörum. Almennt má segja að sterk króna sé góð fyrir innflutning en slæm fyrir útflutning. Miklu máli skiptir hins vegar fyrir fyrirtækin í landinu að það sé stöðugleiki. Það er mun auðveldara að reka fyrirtæki í stöðugleika, en að þurfa að takast á við stórar, óvæntar breytingar á gengi og vöxtum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.