Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 28
óhann Páll Valdimarsson, útgáfu- stjóri bókaútgáfunnar JPV og útgef- andi hins nýja Forlags, segist tvímælalaust vera eyra-maður þegar hann er spurður hvort hann geri allt annaðhvort í ökkla eða eyra. Hann byrjar vinnu snemma dags og vinnur þangað til hann leggst á koddann á kvöldin og helgar eru ekki undanskild- ar. Hann hefur lagt áfengi á hilluna, snert- ir ekki tóbak og borðar eintóma hollustu. Hann er einn af þeim sem gerir ekkert í hófi. „Ég er bara svona. Ég er manískur í vinnu og hafi ég gaman af verkefnunum er ég í þeim af lífi og sál. Ef ég dett niður dauður út af vinnuálagi datt ég að minnsta kosti niður dauður við að gera eitthvað sem ég hef gaman af,“ segir hann. „And- látsorðin gætu þá verið: Mission Impossible Accomplished.“ Aðspurður segist hann manískur í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. „Það lýsir sér til dæmis ágætlega í því að ég hef oft horft á ná- granna mína moka snjó af tröppunum hjá sér og ég hef dáðst að því að þeir moka bara í róleg- heitum og njóta þess að vera úti á köldum vetr- ardegi. Ég hef iðulega farið sjálfur út á tröpp- ur með skófluna staðráðinn í því að gera þetta svona, njóta þess í stóískri ró að moka snjóinn en svo um leið og ég byrja, efst á pallinum og mér er litið niður tröppurnar sem eru ómokaðar gleymi ég hinum góða ásetningi um leið og verð eins og brjálæðingur þegar ég sé hve miklu er ólokið. Þegar ég kem inn berst hjartað út úr brjóstinu á mér, ég er í svitabaði og með svima af ofreynslu. Ég get ekki unnið rólega. Það er alveg eins með snjóinn og tröppurnar að þegar ég labba niður í vinnuna á morgnana staðráðinn í því að taka því hæfilega rólega eru ekki liðnar tíu mínútur þang- að til ég er kominn á kaf í allt það sem ég á eftir að gera.“ Bara Kastró getur frestað jólunum Hann segir að sér líði best þegar hlutirn- ir eru vel skipulagðir. „Ég verð mjög órólegur ef ég er ekki með þræðina í höndunum og sé ekki að hlutirnir séu að ganga upp. Þá verð ég mjög áhyggjufullur. Það er líka ástæðan fyrir því að ég vinn svona. Á sumrin er til að mynda iðulega mikill álagstími því ég veit að jólin eru í desem- ber. Það þýðir ekkert og láta eins og það hafi komið sér eitthvað á óvart í desember að jólin séu komin. Það er bara Kastró sem hefur getað frestað jólunum.“ Hann segir að umsvifin hjá JPV séu miklu meiri en hann hafi ætlað sér í upphafi. „Það var ekki hugmyndin þegar við stofnuðum fyrirtæk- ið að það myndi vaxa svona mikið. Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og notalegt og hafa gaman af þessu. En svo gengur þetta svona vel og við höfum svo gaman af þessu og það er svo margt sem okkur langar til að gera að fyrr en var- ir fór þetta að vinda upp á sig.“ Aldrei verið með plön Jóhann Páll segist aldrei á ævinni hafa verið með nein plön. „Ég hef oft haldið að það væri eitthvað að mér því allir nema ég virðast vera með einhvern draum, eitthvað takmark sem þeir stefna að í lífinu. Ég hef aldrei átt svona draum eða takmark, ég bara tek lífinu eins og það kem- ur og því sem það færir mér upp í hendurnar. En auðvitað reyni ég að sinna vel því sem ég fæst við hverju sinni og standa mig.“ Hann segist alls ekki hafa séð sig fyrir sér í þessu starfi þrátt fyrir að hafa alist upp í bókaútgáfu því faðir hans, Valdimar Jóhannsson, stofnaði Bókaútgáfuna Iðunni árið 1945 sem var lengi vel ein öflugasta bókaútgáfa landsins. „Ég fæddist auðvitað inn í þetta. Öll mín æska og allt mitt líf er auðvitað litað af bókaútgáfu. Ég byrjaði strax sem smábarn að þvælast inn í bókaútgáfu með einum eða öðrum hætti og byrjaði að hjálpa til um leið og ég hafði aldur til. En þetta gerðist algerlega af sjálfu sér – ég hafði alls ekkert ætlað mér að feta í fótspor föður míns. Auðvitað var það ekki tilviljun, en þetta var alls ekki meðvitað.“ Hann segist hafa lært bókmenntir í Háskól- anum í einn vetur en atvikin hefðu hagað því þannig að hann hafi þurft að hjálpa pabba sín- um í Iðunni þegar starfsmaður hjá honum hætti. „Og svo bara vatt þetta upp á sig.“ Hefði viljað mennta sig Hann segist samt sakna þess að hafa ekki menntað sig. Hann hafi haft gaman af því að læra og honum finnist gaman að vita meira í dag en í gær. „Bókaútgáfa er svo skemmtileg af því að hún snertir svo óendanlega marga fleti og samskipti við svo mikið af kreatívu fólki á öllum sviðum samfélagsins. Hún er í raun stórkostleg- ur háskóli.“ Hann segist hafa lesið mikið sem barn þótt hann hafi ekkert verið óvenjulegur bókaormur. Hann hafi legið í þessum hefðbundndu ævintýrabókum sem ungir drengir hrífast svo af. Nánast allt af því sem hann les nú um stundir er í tengslum við starfið og kemst hann ekki yfir nálægt því allt sem hann vildi lesa. „Hingað berast daglega að minnsta kosti þrjár til fjórar hugmyndir frá fólki sem vill skrifa bók eða er jafnvel með tilbúið handrit. Við komumst ekki föstudagur 14. september 200728 Helgarblað DV Jóhann Páll Valdimarsson hjá JPV tekur engar stórar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við köttinn sinn, Randver, sem jafnframt er óformlegur stjórnar- formaður fyrirtækisins. Hann er manískur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, hefur mikla skipulagsþörf, en hefur aldrei átt draum eða takmark í lífinu. Hann botnar ekkert í sjálfum sér en reynir fyrst og fremst að vera góður strákur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.