Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 35
DV Sport föstudagur 14. september 2007 35 eru eins og ég var. Lífið var bara handbolti og það eru fáar þannig í dag. Maður var að mæta á kannski þrjár æfingar á dag. Þannig var það og þannig er það hjá sumum en það vantar fleiri. Það er erfitt að keppa við aðrar afþreyingar. Það er svo mikið í boði. Maður miðar kannski við KSÍ. Það er erfitt að keppa við KSÍ, það er allt önnur umgjörð. Þar eru svo miklu miklu meiri peningar. HSÍ er svo ofboðslega fátækt samband miðað við KSÍ og sem dæmi þegar ég fer með stelpurnar í landsliðsferðir borga þær ferðirnar alveg sjálfar. KSÍ fer í ferðir og þær þurfa að taka takkaskóna með sér. Það er erfitt að keppa við KSÍ því það eru komnir svo miklir peningar í knattspyrnuna. HSÍ fær hvergi neina peninga erlendis frá. En ég held samt að það sé verið að gera góða hluti. Þjálfarar kvenna- landsliðanna vinna mjög vel saman. Við hitt- umst reglulega og ræðum málin. Við erum að leggja upp ákveðin leikkerfi upp í 17 ára liðinu, sem er líka í 19 ára liðinu og A-liðinu. Svo bætir maður aðeins við, en við erum öll að gera það sama, öll með sömu áherslurnar sem ég tel vera alveg nauðsynlegt. Því þegar yngri leikmenn koma í eldri liðin kunna stelpurnar á allt. Þá þarf ekki að kenna allt frá byrjun. Þarna er verið að búa til ákveðinn tröppugang. Það verður samt að segjast alveg eins og er að yngri flokkarnir hafa ekki verið að huga að styrktarþjálfun og öðru yfir sumartíman. Mörg félög eru bara að boða á æfingar í fjórða flokki í lok ágúst, byrjun september. Mótið hjá þeim er búið í maí. Við unnum mjög vel í yngri lands- liðunum í sumar og ég tel að það sé búið að skila miklum árangri. Þannig að framtíðin er björt og það er fullt af flottum stelpum. Nú er verið að fara að setja á laggirnar verkefni fyr- ir stelpur í níunda og tíunda bekk. Bara til að sýna stelpunum að það sé verið að gera eitt- hvað því mér finnst við missa of margar stelpur í fótboltann.“ Yngist bara Framtíðin hjá hinni 46 ára gömlu Guðríði er björt. Með bros í hjarta hlakkar hún til að takast á við verkefni morgundagsins og segist vera bara að yngjast. „Eins og staðan er núna er ég með tveggja ára samning við Fylki, þar sem ég er með ungar og bráðefnilegar stelpur í unglingaflokki en eru að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. Fylkir endurreisti meistara- flokk kvenna fyrir þetta tímabil og við hlökkum til að takast á við verkefni vetrarins. Svo er ég með tveggja ára samning við HSÍ með 17 ára liðið þannig að ég sé fram á tvö skemmtileg ár í boltanum með bros á vör. Þetta er öðru- vísi núna því börnin mín eru orðin það göm- ul. Þá er þetta miklu minna mál. Þetta var mun meira mál í gamla daga þegar maður var með lítil börn. Það þarf að hugsa um þessi börn og þótt mér hafi boðist það áður að þjálfa landslið kom það ekki til greina út af ferðalögunum og öðrum slíkum fjarvistum. Það var ekki grund- völlur fyrir því. Maður er núna að fara svolítið mikið út. Því að auki með 17 ára liðið er ég að- stoðarmaður í 19 ára liðinu þannig að það eru búin að vera svolítið mikil ferðalög á mér. Aðal- málið er að börnin mín eru orðin eldri. Maður var með smá samviskubit, hvernig gengi heima og allt þannig. Ég er líka nánast alltaf „heima“ hjá mér hérna í Framhúsinu. Ég er búin að vera kennari í Ármúla í 22 ár og vera hér frá því hús- ið var opnað. Og mér líður rosalega vel hérna þótt ég hafi ekki spilað rosalega lengi hér. Ég er ánægð í kennslunni og að vinna með þessum krökkum gefur manni margt. Þetta er fram- haldsskóli og agavandamál því lítil. Ég held bara svei mér þá að þetta yngi mann upp. Það er bara gaman og þótt maður sé orðinn pínu gamall finn ég það ekki. Þegar maður hefur svona gaman líður manni vel og maður yngist bara,“ segir hin eiturhressa Guðríður að lokum. benni@dv.is „Krakkar í dag verða núna að fara að velja annað hvort handbolta eða fótbolta í unglingaflokki. Þetta eru orðin svo mikil heilsárssport, það er ekkert flóknara. Ég sem unglingalandsliðsþjálfari geri þær kröfur á stelp- urnar að þær æfi um sumarið lyftingar, hlaup og styrki sig og séu ekki í fótbolta. Ekki þegar þær eru orðnar þetta gamlar.“ d V m yn d st ef án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.