Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 25
HIN HLIÐIN Langar að hitta Jesú og JoLie haLLóra geirharðsdóttir, Leikkona n Nafn og kyn? „Halldóra Geirharðsdóttir, kvenkyn.“ n Atvinna? „Leikkona.“ n Hjúskaparstaða? „Gift Nikko.“ n Fjöldi barna? „Fimm; Stebbi, Steiney, Kolfí, Flóki og Margrét Vilhelmína.“ n Áttu gæludýr? „Kött.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildir þú vera og hvers vegna? „Rússajeppi. Ætli það sé ekki vegna þess að ég er að æfa leikrit þar sem ég leik Rússa og tala bullrúss- nesku.“ n Hefurðu komist í kast við lögin? „Já, fyrir nagladekk og of hraðan akstur.“ n Borðar þú þorramat? „Ekkert sérstaklega, alveg eins.“ n Hefur þú farið í megrun? „Já... oft.“ n Grætur þú yfir minningargreinum um ókunnuga? „Já.“ n Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, það byrjaði með Ísland úr Nató herinn burt. Síðustu mótmælin sem ég tók þátt í voru í þágu hálendisbaráttu. Í millitíðinni mótmælti ég svo ýmsu.“ n Lestu blogg? „Aðallega blogg dóttur minnar sem er skiptinemi í Ástralíu.“ n Trúir þú á framhaldslíf? „Já.“ n Er líf á öðrum hnöttum? „Örugglega.“ n Kanntu dónabrandara? „Marga.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Já, ætli ég muni hann ekki. Ég hef kunnað hann.“ n Kanntu trúarjátninguna? „Hana hef ég aldrei alveg lært. Ég kann hana svona nokkurn veginn.“ n Spilar þú á hljóðfæri? „Ég spila á þverflautu, saxófón og blokkflautu.“ n Styður þú ríkisstjórnina? „Atkvæði mitt studdi ekki þessa ríkisstjórn. En ég er samt spennt að sjá hverju Samfylkingunni tekst að hreyfa.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Kærleikurinn.“ n Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ef hann er dáinn, þá er það Jesús. Ég held að hann hafi verið alveg magnaður og tær kærleikur. Ef það er einhver sem er á lífi, þá er það Angelina Jolie. Ég skil alveg að hún vilji ættleiða börn en ég er hissa á því hvað hún ættleiðir mörg börn á stuttum tíma. Ég á tvö lítil börn og veit hvað þetta er mikil vinna.“ n Hefur þú eytt peningum í vitleysu – þá hvaða? „Blái rúskinnsjakkinn með kögrinu sem ég keypti í London þegar ég var átján ára. Þegar ég fór í honum til Berlínar voru allar hórurnar í alveg eins jakka. Mér tókst nú samt að selja hann í Kolaportinu fimm árum seinna fyrir sex þúsund kall.“ n Heldur þú með einhverju íþróttafélagi? „Nei, en ég er samt Víkingur.“ n Hefur þú ort ljóð? „Já, ég hef ort nokkur sem ég skrifaði í iBook-tölvuna mína en var svo heppin að henni var stolið.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Nei.“ n Eru briddsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Ja, ef skákmenn eru það.“ n Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Stórum egóum og hatri; af fólki sem heldur að það viti betur.“ n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ n Stundar þú íþróttir? „Nei.“ n Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, oft. Ég geri það nokkuð reglulega og hef mjög gaman af. Ég hef nú aðeins batnað en þegar ég var yngri beið ég alltaf eftir því að spádómurinn rættist.“ DV Helgarblað FöSTudAGur 14. SEpTEmBEr 2007 25 DV-MYND ÁSGEIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.