Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 10
föstudagur 14. september 200710 Helgarblað DV Hvers vegna að kála krónunni? Þeim fjölgar sem vilja gömlu íslensku krónuna feiga og taka upp evru. Ástæðurnar sem eru gefnar upp eru ýmsar en öllu flóknara er að segja nákvæmlega til um ávinninginn, eins og Kristján Þorvaldsson komst að. Aldrei hefur umræða um tilivist íslensku krónunnar rist jafndjúpt og nú. Sérfræðing- ar, áhrifamenn í atvinnulífinu og ráðamenn ræða af fullri alvöru um hvort komið sé að endalokum krónunnar sem sjálfstæðs gjald- miðils og evran hljóti að vera á næsta leiti. En hvað kostar krónan okkur og hvað myndi upptaka evru hafa í för með sér? Þessu verð- ur líklega ekki hægt að svara fyllilega fyrr en á reynir. Víst er að margir eru óþolinmóðir og safna rökum í málinu. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins, og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, hafa í blaðagreinum fjall- að um stöðu krónunnar og kostnaðinn við að halda henni úti. Þeir benda á að í fyrsta lagi skapi íslenska krónan, sem er minnsta sjálfstæða mynt í heimi, vernd fyrir banka- kerfið gegn erlendri samkeppni. Þeir spyrja einfaldlega: Hvaða erlendur banki tæki þá áhættu að lána peninga í þessari óstöðugu mynt? Baggi á heimilunum Það virðist sama hvar borið er niður. Það eru lántakendur og neytend- ur sem bera þær þungu byrðar sem fylgja krónunni. Vaxtamunur við útlönd er gríðarlegur. Hag- fræðingarnir tveir telja að ekki sé óvarlegt að áætla að um 3 prósentustig þess vaxtamunar megi rekja til áhættuálags í viðskiptum með krónuna vegna þess hve lítil og óstöðug hún er. Samkvæmt þessum útreikningum og kenningum er ljóst að krónan kostar heimil- in í landinu gríðarlega mikið. Skuldir heim- ilanna námu 1.324 milljörðum um síðustu áramót og þar af voru 94% í íslenskum krón- um. Miðað við forsendurnar sem hagfræð- ingar gefa sér þýðir þetta að heimilin greiði 37 milljarða í vaxtaálag vegna krónunnar, um 500 þúsund krónur á hverja fjölskyldu. Þar með er ekki allt talið. Við bætist kostn- aður fyrirtækjanna, sem nemur að líkindum 35 milljörðum, og því greiða íslensk fyrirtæki og heimili um 72 milljarða á ári í sérstakt vaxtaálag vegna krónunnar. Eins og gefur að skilja eru ekki allir sem bera þennan bagga. Sumir njóta vaxtateknanna og þannig felur því krónan líka í sér tilfærslu tekna frá skuld- urum til lánardrottna. Neytendasamtökin rýna í málið Kostnaði vegna krónunnar er að sjálf- sögðu velt út í verðlagið en það er ill- framkvæmanlegt að meta áhrifin á einstaka vörutegundir og þjón- ustu. Enn fremur vefst fyr- ir mönnum að rök- styðja upptöku evru með því að benda á ávinn- ing hvað einstaka þætti varðar. Það er því eðli- legt að margir spyrji hvað Sigurður Einars- son, stjórnarformaður Kaupþings, eigi við þegar hann segir að það þjóni hvorki hags- munum Kaupþings né þjóðarinnar að halda lengur í krónuna. Almennir launamenn hljóta að spyrja sig hvað evran muni þá þýða fyrir matarútgjöldin, húsnæðiskostnaðinn og rekstur heimilanna almennt. Lækkar mjólkin í verði? Bíómiðinn? Ölkrúsin? „Evrópufræðasetrið á Bifröst er langt komið með skýrslu fyrir Neytendasamtök- in um hverjir séu kostir og gallar fyrir neyt- endur ef við göngum inn í ESB. Þangað til, allavega, tjái ég mig ekki um þetta,” segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður samtak- anna. Stærsta lífskjaramálið Gagnrýnendur evru benda á að með tilkomu hennar verði stjórnvöld búin að afsala sér mikilvægu tæki til að takast á við hagsveiflur sem væru ekki í samræmi við þær sem í gangi væru í evru- löndunum. Þótt tals- menn evrunnar taki undir það telja þeir ávinninginn hins vega mun meiri en gallana, ekki síst ef gengið yrði alla leið með inngöngu í Evr- ópu-samband- ið. Þannig er full-yrt að ekk- ert eitt atriði geti haft jafn- mikil áhrif á lífskjör al- mennings og starfsskilyrði fyrirtækja og upptaka evru. Mörgum er tíðrætt um að sums staðar hafi upptaka evru leitt til verð- hækkana. Til- hneiginga hafi gætt til þess að rúnna tölur af til hækkunar vöru- verðs í stað lækk- unar. Menn minn- ast líka reynslunnar af myntkerfisbreytin- unni hér á landi. Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðu- maður Evrópufræðasetursins, hefur ekki áhyggjur af þessu. Hann bendir á reynslu Slóvena sem tóku upp evru um síðustu áramót. Þar var farin sú leið að binda í lög tvöfaldar verðmerkingar, verðið miðað við gjaldmiðilinn sem var og nýupptekna evru. Þetta tryggir að neytandinn er meðvitaður um verðlagninguna og framkvæmdin kostar óverulegar fjárhæðir, að sögn Eiríks. Einum höfuðverk færra Eðlilega spyrja menn um reynslu ann- arra þjóða af evrunni og hvort ekki sé hægt að bera Ísland saman við eitthvert evru- landanna. Auðvitað er ekki hægt að nefna eitthvert eitt módel í þessu sambandi því aðstæður eru misjafnar í löndunum og at- vinnugreinar ólíkar. Mönnum verður hins vegar tíðrætt um þá velgengni sem Finnar hafa notið á síðustu árum og telja að ýmis- legt megi af þeim læra. Þá horfa margir til inngöngu Möltu í evrusamstarfið. Um miðjan júlí birtist grein í The Economist þar sem fjallað er um mál- ið. Vitnað er í seðlabankastjóra Möltu, Mi- chael Bonello, sem segir að fyrir land eins og Möltu, sem eigi í miklum viðskiptum, þýði evran einum höfuðverknum minna. Bent er á að þrír fjórðu hlutar viðskipta Möltu séu við Evrópusambandið og evran einfaldi við- skiptin stórlega. Fleiri rök eru tilgreind, svo sem akkur fyr- ir túrisma og aukið aðdráttarafl fyrir erlend fyrirtæki og fjárfesta. Þá hafi aðlögunin, ein og sér, verið besta ástæðan fyrir upptöku evrunnar. Malta varð að beita sparnaðarráð- stöfunum, sem ella hefðu verið óhugsandi, til þess að uppfylla inngönguskilyði í evru- samfélagið. Stjórnmálaflokkar tala í kross Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ítrekað sagt að hann vilji taka Evrópu- sambandsaðild og evruupptöku á dagskrá. Hann hefur einnig lýst þeirri skoðun sinni að langfarsælast væri að taka upp evruna og þrýsta á stjórnvöld að skoða alvarlega stöðu íslensku krónunnar. Ummæli Björgvins í sumar hafa vakið mismikla hrifningu hjá áhrifamönnum í samstarfsflokknum, þar á meðal þingmönnum. Forysta Sjálfstæð- isflokksins virðist reyndar ekki sammála meirihluta flokksmanna. Samkvæmt könn- uninni eru 50 prósent sjálfstæðismanna hlynnt aðildarviðræðum að ESB en 33 pró- sent andvíg. Capacent Gallup gerir kannanir um viðhorf til Evrópumála. Samkvæmt könnun í ágúst segjast um 48% hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu en 33% eru andvíg. Þeir sem segjast hlynntir því að taka upp evru eru nú um 53% en voru 50% í febrúar. MeiriHluti vill esB-viðræður 63% StuðNiNgSmaNNa FramSóKNarFloKKSiNS, EN 28% aNdvíg 50% StuðNiNgSmaNNa SjálFStæðiSFloKKSiNS, EN 33% aNdvíg 80% StuðNiNgSmaNNa SamFylKiNgariNNar, EN 11% aNdvíg 52% StuðNiNgSmaNNa viNStri græNNa, EN 36% aNdvíg Samkvæmt könnun Capacent í ágúst er meirihluti fyrir því í fjórum stærstu stjórnmálaflokkunum að taka upp aðildarviðræður að ESB. fiJÓ‹VAKI Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.