Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 30
föstudagur 14. september 200730 Sport DV Handboltavertíðin er að hefjast og í kvöld byrjar N1-deild karla með tveimur leikjum. Spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna átta sem í deildinni eru var birt nýverið og þar er nýliðunum Aftureldingu og ÍBV spáð falli. STJÖRNUNNI SPÁÐ SIGRI Ólafur Víðir Ólafsson varafyrirliði „Þetta er mjög raunhæft. Það er engin pressa, við setjum okkar pressu og okkar markmið. Við erum kannski með stærsta og breiðasta hópinn. Við erum mjög vel staddir. Það eru allir með hlutverk í liðinu og ef einhver dettur út kemur bara næsti inn. Við erum með tvo rosalega góða markmenn. Svo erum við með þrjá, fjóra leikmenn sem eru vel á annan metra og getum spilað mjög sterka 6-0 vörn. Við erum mjög fljótir fram á við. Ég sé enga veikleika eins og staðan er í dag. Eigum við ekki að slá því föstu að Stjarnan verði Íslandsmeistari?“ STJARNAN Ólafur Haukur Gíslason fyrirliði „Við erum búnir að missa Markús og Sigga og Stjarnan er búin að styrkja sig mikið. Þetta er mjög eðlileg spá að mínu mati en við hlustum ekkert á svona spár. Við förum í hvern einasta leik til að vinna. Við erum með mikla keppnismenn, menn sem hafa lært það á Hlíðarenda að það kemur ekkert annað til greina. Menn eru að tala um að þeir finni andann sem var í gamla húsinu og það veit bara á gott. Það þýðir bara að við eigum eftir að spila eins og englar í nýja húsinu í vetur.“ VALUR Aron Kristjánsson þjálfari „Þessi spá er eftir bókinni, held ég að megi segja. Stjarnan er búin að styrkja sig mikið og kannski er eðlilegt að spá þeim Íslandsmeistaratitli. Hvað okkur í Haukunum varðar þurfum við að snúa við skipinu. Eftir margra ára velgengni kom lélegt tímabil í fyrra. Nú er bara að snúa því við. Við erum komnir ágætlega af stað, erum búnir að fá helling af ungum leikmönnum upp í hópinn og nokkra nýja leikmenn inn í félagið. Við ætlum að vera í 1.–4. sæti. Við ætlum að vera í baráttunni á öllum vígstöðum.“ HAUKAR Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari „Þetta er svipað og reiknað var með. Við erum veikari á pappírunum í dag heldur en í fyrra. Við höfum verið að fylla skörðin með ungum leikmönnum, við gefum þeim meiri ábyrgð og treystum þeim fullkomlega í þetta hlutverk. Svo er bara að sjá hvernig þetta gengur þegar deildin byrjar og ég hef fulla trú á mínum mönnum. Draumurinn er að gera betur en í fyrra. Það væri hálfasnalegt að lenda í öðru sæti og stefna svo á þriðja sætið árið eftir. En við gerum okkur grein fyrir að þetta verður erfiðara en í fyrra.“ HK Hjörtur Hinriksson fyrirliði „Ég tel þetta bara vera mjög góða spá fyrir okkur. Fólk hefur verið að einblína svolítið á vesenið sem hefur verið í kringum liðið en hópurinn er samstilltur og ætlar sér að berjast á toppnum í vetur. Ég er sannfærður um að deildin verður jafnari í vetur. Liðin eru orðin sterkari heilt yfir, þó það hafi verið blóðtökur á ýmsum stöðum. Ég held að liðin muni tína stig af hvort öðru. Við verðum þarna í titilbaráttunni.“ FRAM Rúnar Sigtryggsson þjálfari „Ég tel spána vera raunhæfa þegar maður skoðar liðin á pappírnum og hvernig liðin hafa verið að styrkja sig í sumar. Ég er sáttur við þá leikmenn sem við erum með. Auðvitað hefði maður viljað fá fleiri leikmenn svo það væri auðveldara að ná betri árangri. En menn hafa lagt sig mikið fram og meira á sig en áður. Vonandi að menn uppskeri. Við ætlum að gera betur en í fyrra, það er okkar markmið. Reyna að bæta okkur. Ég á von á því að toppliðin verði ekki eins afgerandi og í fyrra. Það var mikill missir fyrir HK að missa Valdimar og Val að missa Markús Mána. Það er spurningarmerki hvernig liðin ná að fylla þessi skörð.“ AKUREYRI Bjarki Sigurðsson þjálfari „Ég átti svo sem alveg von á þessu (að vera spáð 7. sæti). Við erum með ungt lið og erum að koma upp úr 1. deildinni. Liðin þurfa að hafa góða breidd til að halda þetta út. Ég er nokkuð sannfærður um að þetta verði frekar jöfn deild í ár, jafnari en hún hefur verið undanfarin ár. Við ætlum að styrkja okkur um einhverja tvo leikmenn í viðbót. Við höfum verið að spila æfingaleiki og standa í þessum liðum. Ég tel okkur alveg geta gert það í vetur. Við erum með ungt lið en samt reynslumikið lið. Ég hef þá trú að þessir drengir hafi mikið keppnisskap og getu til að ná langt. Við þurfum bara að sýna það inni á vellinum. Við ætlum að skáka þeim bestu í vetur.“ AFTURELDING UMF SELFOSS 1936 IHF ÍBA 1 1 . A P R ÍL 1 9 0 9 ÍSLA ND kn at ts py rn ud ei ld Íþróttafélag Hafnar fja rð a Sigurður Bragason fyrirliði „Það kemur mér ekkert á óvart (að ÍBV sé spáð neðsta sæti). Við erum það lið sem var fyrir neðan af þeim liðum sem komu upp og munurinn á þessum deildum er talsverður. Við misstum fjóra byrjunarliðsmenn í fyrra og höfum eiginlega bætt það með þremur mönnum, það eru þrír útlendingar. Þeir hafa komið ágætlega út. Það er einn Lithái, hann er klassaspilari sem á eftir að vera áberandi í vetur. Þetta á kannski eftir að ganga illa hjá okkur í byrjun, við erum með nýja leikmenn og erum ungir. En þá reynir bara á mannskapinn. Við bara berjumst, það er ekkert annað sem við getum gert.“ ÍBV N1-deild karla í handbolta hefst í kvöld með tveim-ur leikjum, þegar HK tekur á móti Stjörnunni í Digranesi og Valur fær Hauka í heimsókn í Vodafone-höllina. Á morgun fara fram tveir. Afturelding og Akureyri mætast á Varmá og Fram fer til Vestmannaeyja og spilar við ÍBV. Árleg spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna átta var birt á dögunum. Þar er Stjörunni spáð sigri og nýliðum Aftureldingar og ÍBV spáð falli. Stjarnan hefur bætt töluvert við sig frá síðustu leiktíð. Hlynur Morthens og Heimir Árnason komu til Stjörnunnar frá Fylki og Björgvin Hólmgeirsson frá ÍR, svo einhverjir séu nefndir. HK, sem endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð, mætir með töluvert breytt lið til leiks. Valdimar Þórsson, marka-hæsti leikmaður síðasta tímabils, fór til Fram og skömmu síðar til Malmö í Svíþjóð. Valur varð einnig fyrir blóðtöku. Markús Máni Mikaelsson mun lítið sem ekkert spila með Val í vetur vegna anna í vinnu. Þjálfarar liðanna gunnar magnússon, aðstoðarþjálfari HK, bjarki sigurðsson , þjálfari aftureldingar, ferenc buday, þjálfari fram, rúnar sigtryggsson, þjálfari akureyrar, aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, og Óskar bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Á m yndina vantar gintaras savukynas, þjálfara ÍbV, og Kristján Halldórsson, þjálfara stjörnunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.