Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 19
Aðför Að Jóhönnu Í Fréttablaðinu á miðvikudag er pöntuð umfjöllun fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þar lætur hún koma fram að Ísland sé ekki lengur á þeim lista sem kallaður hefur verið „listi hinna staðföstu þjóða“, vegna þess að hún hafi í ósætti við forsætisráðherra ákveðið að kalla einn upplýsingafulltrúa Íslensku friðargæslunnar heim frá Írak. Þessi listi hefur verið margumræddur í umræðu um Íraksstríðið og stjórnarandstaða síðustu kjörtímabila hefur alltaf haldið því fram að Ísland sé á þessum lista með samþykki okkar, sem eru ósannindi og fullkomlega út í hött. Helstu fyrirheit stjórnarandstöðunnar fyrir síðustu kosningar voru að ef þeir kæmust til valda yrði það eitt af fyrstu verkum að taka Ísland af þessum lista. Umfjöllunin sem Ingibjörg Sólrún fékk inn í Fréttablaðið í gær er villandi og ósönn, eins og svo margt annað sem frá þessu fólki hefur komið. Í Viðskiptablaðinu í dag er fjallað um þetta mál. Þar kemur fram sem rétt er að þessi margumræddi listi var aðeins hluti af fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu Hvíta hússins í Washington í mars árið 2003. Þessari fréttatilkynningu hefur í engu verið breytt, sem von er, og hana má finna algerlega óbreytta á þessari heimasíðu. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað í það að embættismenn í utanríkisráðuneytinu skilji ekkert í því hvað utanríkisráðherrann hefur verið að bulla í Fréttablaðinu, en vísa til þess að hún sjálf verði að útskýra þessa villandi umfjöllun. Þessir ágætu embættismenn virðast telja að ráðherrann sé að rugla saman einhverjum gögnum hjá Bandaríkjamönnum, embættismennirnir botna sem sé ekkert í þessum yfirlýsingum ráðherrans. Ég tel þó að ráðherrann sé að þessu vísvitandi til að rugla umræðuna, með von um að ekki komist upp um hana. Það vita allir sem til þekkja og hafa fylgst með, að fyrir utan sérhæfingu Samfylkingarinnar í vindhanapólitík hefur samfylkingarfólk lagt sig sérstaklega fram um ómerkilegan og villandi málflutning um hin ýmsu mál. Þrátt fyrir að of oft grípi stjórnmálamenn almennt til slíkra æfinga liggur fyrir að Samfylkingin er þar í sérflokki. Yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar í Fréttablaðinu á miðvikudag falla undir þessa skilgreiningu. Hún er sem sé að reyna að halda áfram við að slá pólitískar keilur í Íraksmálinu, en eins og áður er hér um vindhögg að ræða. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Míkrómynd af bekk niðri við Austurvöll í septembermánuði. Miklar rigningar hafa verið í Reykjavík undanfarnar vikur og ljóst er að haustið er á næstu grösum. DV-MYND ÁSGEIRmyndin P lús eð a m ínu s Mínusinn í dag fær forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fyrir að fljúga á einkaþotu til að opna umhverfisvænstu skrifstofu Bretlands. Útblástur á hvern farþega í einkaþotum er meiri en á hvern farþega í almennu flugi. Það er ekki nóg að vera tákngerv- ingur fyrir umhverfisvernd. Það þarf sýna viljann í verki. Spurningin „Ég held að ég hefði ekki mikla þolinmæði fyrir því. Sársauki er nokkuð sem enginn á að sætta sig við og við því þarf að bregðast strax, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna,“ segir Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis. Hve lengi værir þú til í að vera með tannpínu? Sandkassinn hræsni sumra getur verið ótrúleg. Í vikunni heyrði ég auglýsingu í útvarpi frá samloku- staðnum Subway, þar sem þeir stærðu sig af því að hafa lækkað verð á samlokum sínum í takt við lækkanir á virðisaukaskatti á matvörum í mars. Á almenningur að vera rosalega glaður og þakklátur Subway fyrir að hafa ekki rænt af sér virðisaukaskattsl ækkuninni, sem átti alltaf að skila sér til neytenda? Ég geri verulegar athugasemdir við þessa auglýsingu. Fyrir það fyrsta, síðan hvenær er það orðið auglýsingatækifæri fyrir fyrirtæki að monta sig af því að vera ekki ræningjar? ÞAð er skrítið viðskiptasiðferði þegar fyrirtæki sjá ástæðu til þess að auglýsa það sérstaklega að þau séu ekki svikarar. Er þá ekki rökrétt að ætla að þegar þau monta sig ekki af heiðarleika séu þau að svíkja okkur? Nei, ég bara spyr. Ef skatturinn myndi senda frá sér útvarpsauglýsingu sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Ríkisskattstjóri er ekki að skattleggja ykkur meira en lög kveða á um,“ ætti almenningur þá að hugsa með sér hversu frábært fyrirbæri skatturinn væri? Þegar ég heyrði auglýsingu Subway í útvarpinu þá fannst mér skilaboðin með henni vera skýr: Neytendur eru fífl. ÞAð sem er þó verst við þessa hræsnisherferð Subway-manna, er að sama hverju þeir halda fram, skiluðu þeir bara ekkert þessari virðis- aukaskattslækkun til neytenda. Í lok síðasta árs kostaði bátur mánaðarins á Subway 299 krónur eins og hann hafði gert mörg undanfarin ár. Skyndilega hækkaði hann alveg upp úr þurru í 339 krónur. Og þannig hélst verðið fyrstu tvo mánuði ársins, eða alveg til 1. mars þegar báturinn lækkaði aftur niður í 299 kall. Það er eitt að vera hræsnari og með skrítið viðskiptasiðferði, en það er annað að vera lygari. Subway lýgur að viðskiptavinum sínum. valgeir Örn er ekki sáttur. „Listi hinna staðföstu þjóða“ magnúS SteFÁnSSOn alþingismaður skrifar „...hefur samfylking- arfólk lagt sig sérstak- lega fram um ómerki- legan og villandi málflutning um hin ýmsu mál.“ DV Umræða föStudAguR 14. SepteMbeR 2007 19 DV fyrir 25 árum Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.