Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 39
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 39
FRAMTÍÐIN
HVAÐ BER
Í SKAUTI SÉR?
Kolbrún Bergþórsdóttir,
blaðamaður
Guð gaf okkur of
langan tíma
„Mér var nú sagt að árið 2050
yrði þetta búið hjá okkur. Þá er
nú ekki ólíklegt að minn tími
verði einnig liðinn og manni
finnst nú ekkert óeðlilegt að
heimurinn farist um leið og mað-
ur deyr. Annars eigum við bara
nokkra áratugi eftir og ég held
að guð hafi gefið okkur allt of
langan tíma. Þannig að við eig-
um ekkert sérstaklega gott skilið.
Þannig að það er svart fram und-
an hjá okkur.“
Helga Braga Jónsdóttir, leikkona
Aðallega bullmál
„Maður náttúrulega veit það ekki. Það er það frábæra við
framtíðina. Maður getur vonað og vonað en á endanum er
hún bara í hendi guðs,“ segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona.
„Ég bind þó ýmsar vonir við framtíðina. Nýju þáttaröðinni um
Stelpurnar hefur verið tekið vel. Þetta eru hressilegir þættir.“
Helga Braga hefur í nógu að snúast. „Við vorum að frumsýna
verkið Lík í óskilum. Það er skemmtilegur undirtónn í því. Ég
vona að það verði áfram biðlisti á sýningar og fullt út úr dyrum.
Síðan erum við að æfa verkið Ræðismannsskrifstofuna með
norskum danshöfundi. Þar er aðallega talað bullmál, rússneskt
bullmál. Ég er spennt og hlakka til að setja það upp.“
Edda Óttarsdóttir, svæðisstjóri RÚV á Austurlandi
Jafnvægi milli fjölskyldu og
vinnu
„Í fullkomnum heimi ber framtíðin með sér frið
og farsæld, ógnvekjandi þróun í loftslagsmálum
verður snúið við, hernaðarbrölti hætt og misrétti,
ofbeldi og ójöfnuði útrýmt. Því miður eru hlutirnir
ekki svo einfaldir og verðum við því bara að vona
það besta. Mín nánasta framtíð mun ganga út á að
finna jafnvægi milli fjölskyldu og vinnu en ég er
nýkomin aftur til starfa eftir tíu mánaða fæðingar-
orlof.“
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri
Stöðvar 2
Óþrjótandi valkostir
„Valkosti. Óþrjótandi valkosti. Við munum
bókstaflega fríka út á valkostunum. Hvert sem litið
er verður hægt að velja um endalausa kosti – og
ókosti. Skýrasta dæmið er valið um upplýsingar.
Upplýsingaflæðið er nú þegar orðið botnlaust
og þrátt fyrir augljósa kosti sem því fylgja mun
það óumflýjanlega leiða til þess að úrvalið
verður einhvern veginn takmarkaðra, innihaldið
rýrara og einsleitara. Fjölmiðlar framtíðarinnar
munu einkennast af þessu stórfenglega og
skelfilega offramboði valkostanna. Æ erfiðara
verður að kafa og koma auga á perlurnar í þessu
botnlausa fjölmiðlahafi, því ég er ansi hræddur
um að óreiðan eigi eftir að verða algjör og á
stundum gjörsamlega yfirbugandi. Því fleiri sem
sjónvarpsrásirnar og þættirnir verða þeim mun
erfiðara verði að finna eitthvað bitastætt, eitthvað
við sitt hæfi. Sama hvað maður horfir mikið og
lengi, þá horfir maður í raun og veru ekki á neitt.“
Ellý Ármannsdóttir, spákona og þula
Ísland er næmt fyrir
sálrænum öflum
„Allir Íslendingar verða færir um að njóta lífsins þótt þeir
hafi tilhneigingu til að flýta sér og skapa sér fáránlega mikið
annríki því landið okkar er næmt fyrir sálrænum öflum sem
hafa áhrif á fólkið í landinu og einmitt þess vegna er eyjan
okkar hinn ákjósanlegasti uppeldisstaður mikilmenna.“
Magnús Már Guðmundsson,
formaður Ungra jafnaðar-
manna
Ekki hættur
í pólitík
„Núna ætla ég að fara að klára
skólann. Ég stefni á að ljúka BA-
prófi í sagnfræði og stjórnmálafræði
frá Háskóla Íslands í febrúar. Ég er
þó ekki hættur í pólitík. Ég verð til
að mynda áfram í framkvæmda-
stjórn flokksins, sem er æðsta vald
flokksins á milli landsfunda. Ég er
bara að hleypa góðu fólki að í stjórn
UJ,“ segir Magnús Már Guðmunds-
son, formaður Ungra jafnaðar-
manna, en hann tilkynnti nýlega
að hann hygðist ekki gefa kost á
sér til áframhaldandi formennsku í
ungliðahreyfingu Samfylkingarinn-
ar. Magnús hefur setið í stjórn frá
árinu 2003.
Bjartmar Þórðarson, leikari
Hamingju og frelsi
„Ég er harðákveðinn í því að mín
framtíð feli í sér mikla hamingju,
frelsi í verkefnavali og fjárráð til að
veita mér það frelsi. Þetta hefst samt
auðvitað ekki nema með mikilli vinnu
og vissum aga, en ég geri ráð fyrir
því að ég uppskeri vel á endanum.
Hvað framtíðina í heimsmálunum
varðar er ég á því að eitthvað þurfi að
gera í mengunarmálum svo að jörðin
úthýsi okkur ekki. Þá meina ég ekki að
„kolefnisjafna“... gróðursetja einhverja
smáhríslu fyrir hvern tveggja tonna
dísiltrukk sem við plöntum á
göturnar og bjóða heimilum upp á
sorpflokkunartunnur gegn himinháu
gjaldi. Vetnissmábíla á göturnar og
sorpsektir takk!!! Íslendingar mættu
alveg slaka aðeins á í nýjungagirninni
og nýta einu sinni eitthvað gamalt
sem er í lagi frekar en að moka öllu út
um leið og það er orðið ársgamalt.“