Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 36
Þá hefst enska deildina að nýju eftir landsleikjahlé. Þeir sem eru svo lélegir að vera ekki valdir í landslið eða þeir sem eru svo uppteknir af sjálfum sér að þeir gefa ekki kost á sér í landslið koma því úthvíldir til leiks gegn örþreyttum landsliðsmönnum. Stórleikir um- ferðarinnar eru án vafa á Goodison Park og White Hart Lane en þar munu mætast annars vegar Everton og Manchester United og hins vegar Tottenham og Arsenal. Everton hefur í gegnum árin ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Manchester United og búast má við því að endurkoma Christiano Ronaldo komi til með að styrkja Manchester United. Aykgeni Yakubu, leikmaður Ev- erton, hefur gefið það út að hann ætli sér að opna markareikning sinn fyrir áhorfendur á Goodison Park gegn meisturunum. Spurning er hvort það dugi til í þessum leik. Ráðist var á Alex Ferguson í vikunni á lestarstöð og hlaut hann af því nokkrar skrámur en hann mætir þó galvaskur til leiks enda harðjaxl mikill. Borgarslagur á White hart lane Tottenham mætir til leiks gegn Arsenal eftir að hafa endurheimt nokkra úr meiðslum. Darren Bent snýr til baka auk Antony Gardners og Benoit Assou-Ekotto. „Endurkoma þessara leikmanna er mjög jákvæð fyrir okkur. Þetta gefur okkur fleiri möguleika hvað varðar uppstillingu á liðinu,“ segir Martin Jol, stjóri Tottenham. Jafnvel er búist við því að Neil Lennon mæti til leiks en hann hefur ekki enn spilað á tímabilinu vegna meiðsla. Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, er ánægður með það hvernig hans lið hefur byrjað tímabilið og segir að með sigri í þessum leik gefi Arsenal öðrum liðum skilaboð. „Sigurinn á móti Fulham í fyrstu umferðinni var sálfræðilega mikilvægur fyrir okkur. Oft lentum við í því á síðasta tímabili að skora ekki þrátt fyrir yfirburði. En leikurinn gegn þeim sýndi hversu góður keppnisandi ríkir í liðinu. Ef við höldum honum áfram er ég viss um að við getum unnið deildina,“ segir Wenger. Leikur Portsmouth og Liverpool er athyglisverður fyrir margar sakir. Þarna reynir á Liverpool á erfiðum útivelli en þeir unnu Aston Villa naumlega í fyrstu umferðinni. Hér kemur í ljós hvor „Rauði herinn“ er tilbúinn til þess gera alvarlega atlögu að titlinum. Allt bendir til þess og liðið líti vel út. Portsmouth er þekkt fyrir að vera erfitt heim að sækja á Fratton Park. Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, er ekki ánægður með að þurfa spila leikinn snemma á laugardegi eftir landsleikjahlé og gagnrýnir enska knattspyrnusambandið fyrir leikjaniðurröðunina fyrir þennan leik. „Við þurfum að spila snemma á laugardegi og það er nær ógjörningur að undirbúa liðið almennilega svo stuttu eftir landsleikjahlé. Leikmennirnir koma aftur á fimmtudegi og það eina sem hægt er að gera er að láta leikmennina skokka og senda þá svo heim. Á föstudegi er létt æfing og síðan ferðumst við til Portsmouth og undir slíkum kringumstæðum er mjög erftitt að undirbúa leikmenn líkamlega og andlega,“ segir Benitez. Harry Redknapp tekur í sama streng. „Við töpuðum 3–1 fyrir Arsenal í síðustu viku og maður hefur ekki einu sinni tíma til þess að fara yfir myndbönd með leikmönnum til þess að sýna þeim hvað við gerðum rangt. Einnig hefur maður varla tíma til þess að fara með þeim yfir leikaðferð Liverpool fyrir leikinn,“ segir Harry Redknapp framkvæmdastjóri Portsmouth. Aðrir leikir Fleiri athyglisverðir leikir eru á dagskrá um helgina. Chelsea mætir þrautseigu Blackburn-liði á Stamford Bridge. Chelsea á enn eftir að vinna sannfærandi sigur það sem af er leiktíðar. Spurningin er hvort Didier Drogba hrekkur í gang í þessum leik. Mark Hughes stjórnar Blackburn- liði sem er hart í horn að taka. Roque Santa Cruz er búinn að vera frábær það sem af er leiktíðar. West Ham þarf á sigri að halda á heimavelli gegn Middlesbrough. Scott Parker nálgast endurkomu og búist er við því að hann muni taka einhvern þátt í leiknum þó ekki sé ljóst hvort hann verði í byrjunarliðinu. West Ham verður án Kierons Dyer næstu mánuðina vegna fótbrots. Craig Bellamy var frábær í liði Wales gegn Slóvakíu í vikunni og er í feiknaformi nú um stundir Egyptinn Mido verður í liði Middlesbrough en hann hefur skorað í báðum leikjum sínum með Middlesbrough eftir að hann kom frá Tottenham. Sunderland mætir Reading í leik sem gæti sett tóninn fyrir tímabilið hjá liðunum. Reading hefur hikstað að undanförnu og þarf á sigri að halda ef það á ekki að sogast í botnbaráttu. Sunderland vann fyrsta leikinn en hefur gengið brösulega síðan. Líklega verður fallbarátta þeirra örlög en þeir þurfa að sigra í leikjum sem þessum til þess að forðast fall. Aston Villa og Manchester City telja sig bæði geta velgt toppliðunum undir uggum á þessu tímabili. Geovanni, leikmaður Manchester City, segir liðið stefna á Evrópukeppni. „Ég hef spilað í Meistaradeildinni og Uefa-keppninni og mig langar að spila þar með Manchester City,“ segir Geovanni ,leikmaður Manchester City, en hann spilaði áður meðal annars með Barcelona og Benfica. föstudagur 14. september 200736 Sport DV Nokkrar athyglisverðar rimmur eru á dagskrá um helgina. Everton mætir Manchester United, Tottenham spilar við Arsenal og Portsmouth og Liverpool eigast við: ViðAr Guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Á sigurbraut Liverpool spilar vel í upphafi tímabils. í dAG 19:10 LiVerpooL - CheLseA ÚtsendinG frÁ stórLeik LiVerpooL oG CheLseA í 3.umferð. 20:50 heimur ÚrVALsdeiLdArinnAr 21:20 Leikir heLGArinnAr 21:50 Bestu Leikir ÚrVALsdeiLdArinnAr 22:20 Bestu Leikir ÚrVALsdeiLdArinnAr 22:50 hÁpunktAr LeiktíðAnnA 23:50 Leikir heLGArinnAr LAuGArdAGur 08:25 heimur ÚrVALsdeiLdArinnAr 08:55 Bestu Leikir ÚrVALsdeiLdArinnAr 09:25 Bestu Leikir ÚrVALsdeiLdArinnAr 09:55 hÁpunktAr LeiktíðAnnA 10:55 Leikir heLGArinnAr 11:25 portsmouth - LiVerpooL Bein ÚtsendinG frÁ frAtton pArk þAr sem hermAnn hreiðArsson oG féLAGAr hAns í portsmouth tAkA Á móti LiVerpooL. 13:45 West - middLesBrouGh Beint ÚtsendinG frÁ upton pArk þAr sem eGGert oG féLAGAr fÁ middLesBrouGh í heimsókn. 16:00 CheLseA - BLACkBurn jose mourinho oG hAns menn fÁ BLACkBurn í heimsókn Á BrÚnnA. 18:10 4 4 2 þÁttur sem er ekkert minnA en ByLtinG í umfjöLLun um enskA BoLtAnn Á ísLAndi 19:30 4 4 2 20:50 4 4 2 22:10 4 4 2 23:30 4 4 2 sunnudAGur 09:10 sunderLAnd - reAdinG 10:50 4 4 2 þÁttur sem er ekkert minnA en ByLtinG í umfjöLLun um enskA BoLtAnn Á ísLAndi. 12:10 CoCA-CoLA deiLdin 14:15 Bestu Leikir ÚrVALsdeiLdArinnAr 14:50 mAn. City - Aston ViLLA 17:15 tottenhAm - ArsenAL 18:55 eVerton - mAn. utd 20:35 4 4 2 22:00 BirminGhAm - BoLton Vertu nú góður strákur ronaldo kemur úr þriggja leikja banni gegn everton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.