Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 18
Þórhallur Gunnarsson hefur gengið of langt. Hann hefur orðið uppvís að pólitískri
aðför. Hann hefur
ráðist að Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Jóhönnu,
einmitt þegar
hennar tími
er kominn.
Jóhanna er aftur
komin af stað, tekin
við sínu gamla ráðuneyti og fundar
um allt, keyrir sjálf á ódýrasta
ráðherrabílnum. Þegar allt leikur
í lyndi kemur þessi Þórhallur og
gerir það litla sem hann getur til
að skemma það fallega, það fagra
og það góða. Þórhallur verður
að gera sér grein fyrir því að það
eru fleiri en Jóhanna sem fagna
ráðherradómi hennar. Það eru fáir
stjórnmálamenn sem hafa meiri
hylli fólksins en Jóhanna. Reyndar
fór hennar tími aldrei, en samt
er hennar tími svo sannarlega
kominn. Það skaltu vita, Þórhallur
Gunnarsson, dagskrárstjóri
Ríkisútvarpsins.
Jóhanna er að gera allt sem hún getur til að Vinnu-málastofnun hypji sig af
stað og fari að vinna vinn-
una sína. Jóhanna vill út-
rýma launamun, Jóhanna vill
svo margt að sagt er að þegar
ríkisstjórn Íslands
mætir til funda
dugi Jóhönnu ekki
skjalataska eins
og hinum ráð-
herrunum. Sagt er
að Jóhanna komi
með heilu skjala-
söfnin með sér á fund-
ina og eigi meira heima, sem hún
hefur ekki komið með á ríkisstjórn-
arfundina, ekki ennþá. En það
kemur, rétt eins og tíminn hennar
Jóhönnu.
Nóg um Jóhönnu í bili. En hver er hann þessi Þór-
hallur? Sá sem leyfir sér
að ráðast gegn Jóhönnu
Sigurðardóttur. Hann er
vissulega ágætis maður,
hann Þórhallur. Það mun-
ar eflaust um minni
menn en hann. En
það er bara hluti þess
sem þarf í lífinu. Það er
nú bara þannig. Menn
verða að þekkja sinn tíma
og sín takmörk. Vel má vera
að Þórhallur hafi gert margt gott
og jafnvel meira en flesta grunar.
Það skýrist kannski seinna, en það
er með hann sem svo marga aðra
að hann virðist ekki þekkja sín tak-
mörk og ekki sinn tíma. Hans tími
kann að koma.
Aðförin að Jóhönnu er ósmekkleg. Loksins þeg-ar ekki er mögulegt að efast
um að hennar tími er kominn. Hafi
einhver efast er það ekki
hægt lengur. Jóhanna er
komin á skrið og þeir sem
hafa treyst á hana hafa
horft fram á betri tíð með
blóm í haga.
Þá fellur sprengjan og sprengjusérfræðingurinn er Þórhallur
Gunnarsson. Best er að Þórhallur
skýri hvað honum gekk til þegar
hann rak Randver Þorláksson
úr Spaugstofunni. Þetta hefur
ekkert með Randver að gera, enda
vammlaus leikari og maður. Það sjá
allir að þetta er aðför að Jóhönnu.
Þórhallur, viltu svara hver á að leika
Jóhönnu þegar Randver er ekki
lengur í Spaugstofunni? Svars er
beðið, Þórhallur Gunnarsson.
föstudagur 14. september 200718 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm.
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir
auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent.
Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40.
Aðför Að Jóhönnu
daggeisli
Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Ekki gleyma að allt þetta er mannanna verk.
Hverjum skal kenna um
leiðari
Guðmundur Kristjánsson í Brimi hefur flutt kvótann frá Akureyri. Þetta er kvótakerfinu að kenna, segir Konráð Alfreðsson, forystumaður sjómanna á Akureyri, og sama segir Grétar Mar Jónsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins. Þetta er mikil einföldun
hjá þeim báðum. Kerfið flutti engar fiskveiðiheimildir eitt né
neitt. Það gerði eigandi fyrirtækisins. Það er líka kvótakerfi
hjá hinu stóra útgerðarfyrirtækinu á Akureyri; Samherja.
Þess kvóti er enn á Akureyri. Það er ekki endalaust hægt að
kenna kvótakerfinu um allt sem miður fer í sjávarútvegi. Það
var ekki kvótakerfið sem flutti út nærri sextíu þúsund tonn
af óunnum fiski á síðasta ári. Það voru rétthafar kvótans sem
það gerðu og drógu þar með úr vinnu verkafólks. Það er ekki
kvótakerfinu að kenna, útgerðir hafa sprengt svo upp verðið
á aflaheimildum að verðið er komið langt umfram allt sem
eðlilegt getur talist. Það er ekki kvótakerfið sem verðleggur
veiðiheimildirnar þannig að það taki tuttugu ár að fiska upp
í verðið.
Það er ekki reykingabanninu að kenna að sóðar standa utan við
búllurnar og henda frá sér sígarettum og bjórdósum eða kasta
af sér vatni. Það er fólkinu sjálfu að kenna. Það er ekki vegunum
að kenna þegar bílum er ekið of hratt. Það eru ökumennirnir
sem bera ábyrgðina. Sama er með kvótakerfið. Vissulega er
það þvingandi og það er erfitt. Það gerir mörgum erfitt fyrir og
dregur úr möguleikum. Það breytir því ekki að ekki er mögulegt
að kenna kerfinu um allt hið illa, einkum og sér í lagi ekki um það
vonda eða ranga í fari mannanna. Það er sama hvað menn gráta
hátt og reyna að finna blóraböggla þá bætir það ekki neitt.
Það er ástæða fyrir því að eigandi Brims telur rekstri sínum betur
komið annars staðar. Hann myndi eflaust gera það sama þótt
annað fiskveiðikerfi væri hér. Meðan þeir sem eiga að hafa áhrif
festast í ásökunum á kerfið eru þeir gagnslausir. Það er ljóst að
kvótakerfið verður áfram og þeir sem sífellt spyrna við fótum
verða uppteknir við það og gera því ekkert að gagni á meðan. Því
fer fjarri að öll fyrirtæki og allar byggðir hafi farið illa út úr því kerfi
sem nú er, það er fjarri því. Það eru sjávarbyggðir á Íslandi sem
eru aldrei í fréttum vegna kvótakerfisins. Þar þrífst ágætt mannlíf.
Fólkið í þeim byggðum verður að taka á þeim vanda sem nú blasir
við, og gerir það.
Ekki gleyma að allt þetta er mannanna verk. Ekki bara takmarkaðar
veiðar, líka stórkostlegur útflutningur á óunnum fiski, eins allt
of mörg veiðiskip sem leiðir til okurverðs á aflaheimildum,
brottkastið er mannanna verk og sama er að segja um annað
svindl sem gerir myndina dekkri og verri.
dómstóll götunnar
Finnst þér að Færa eigi ÁrbæjarsaFnið?
„Ég skil ekki hvers vegna ætti að færa
Árbæjarsafnið úr Árbænum. Hvað á
safnið eiginlega að heita eftir það? mér
finnst rétt að hafa það áfram í
Árbænum því þar veit maður af því.“
Gunnar Sandholt,
24 ára nemi
„nei, mér finnst að það eigi að vera þar
sem það er. Það er á góðum stað og
mér finnst gott að koma þangað. aðrir
staðir koma bara ekki til greina.“
Elvíra Viktorsdóttir,
52 ára leikskólakennari
„safnið á að vera áfram á sínum stað
þó svo að ég hafi aldrei komið þangað.
Hugmyndin um að færa það í Viðey er
reyndar ekki galin, það gæti aukið
líkurnar á að fleiri myndu heimsækja
safnið.“
Marta Rut Pálsdóttir,
26 verslunarstjóri
„Það er alveg fráleitt að hugleiða
flutning. mér finnst vitleysa að
hugleiða aðra staði og það á alls ekkert
að hreyfa við hlutunum. Viðey á að
vera áfram eins og hún er og ég kann
vel við að hafa safnið þar sem það er.“
Hólmfríður Guðjónsdóttir,
70 ára húsmóðir
sandkorn
n Eitthvað standa þau í sum-
um orð Örnólfs Thorssonar,
ráðgjafa forseta, um að ekki
væri hægt
að gefa upp
ferðaáætlun
forseta Ís-
lands vegna
öryggis-
sjónarmiða.
Þetta sagði
hann þegar
DV óskaði
staðfestingar á því að Ólafur
Ragnar Grímsson hefði flogið
með einkaþotu til Bretlands.
Það sem vefst fyrir mönnum
er hvaða öryggissjónarmiða
þurfti að gæta fyrst forsetinn
var kominn aftur heim.
n Dagskráin á Ríkisútvarp-
inu breytist þennan veturinn
frá því sem
verið hefur.
Þannig hef-
ur Sigrún
Stefánsdótt-
ir, dagskrár-
stjóri Rásar
1 og Rásar
2, ákveð-
ið að slá af
þættina Í vikulokin og laugar-
dagsþátt fréttastofu útvarps.
Nokkur sjónvarsviptir verður
að þáttunum. Þannig má búast
við að einhverjir eigi erfitt að
venjast því að Í vikulokin verði
ekki á sínum fasta stað, þar
sem hann hefur verið árum
saman.
n Brotthvarf Randvers Þor-
lákssonar úr Spaugstofunni
kom flestum á óvart. Það á sér
þó langan
aðdrag-
anda þó
ekki hafi
verið geng-
ið í það fyrr
en Þórhall-
ur Gunn-
arsson,
dagskrár-
stjóri Sjónvarps, ákvað að
reka hann. Eitthvað mun þó
hafa komið til umræðu fyr-
ir þremur árum að Randver
hætti og reyndar mun
Randver ekki hafa verið sá
eini sem hvarflaði að mönn-
um að færi. Pálmi Gestsson
mun hafa verið orðinn valtur
á tímabili.
n Íþróttablaðamaðurinn
Albert Örn Eyþórsson á
Blaðinu er ekki vinsælasti
maðurinn hjá Blaksam-
bandi Íslands þessa dagana.
Þeir furða sig á skrifum hans
um nýlega keppnisferð ung-
mennalandsliðsins þar sem
allir leikir töpuðust. Birtist
þá frétt í Blaðinu þar sem
farið var
mjög
hörð-
um
orðum
um ár-
angurinn.
Þykir blak-
mönnum illa
vegið að ungum börnum.
Fyrri skrif hafa líka vakið
athygli, eins og þegar Blaðið
sagði að aðeins heilaskað-
aðir hefðu gaman af fjöl-
bragðaglímu.