Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 6
ari Hólm, sem er sjálf söguhetjan.
Þegar Garðar Hólm deyr er engu þar
við að bæta, sögunni er einfaldlega
lokið.
— Það er oft talað um fyrirmynd-
ir höfunda að ákveðnum persónum í
verkum þeirra. Hvað vilduð þér segja
um þetta?
— Það veit ég ekki. Og þó. Ég er til
dæmis alls ekki frá því að Garðar
Hólm sé að einhverju leyti ég sjálf-
ur — eins og Bjartur og Ólafur Kára-
son og allt þetta fólk eru þættir af
sjálfum mér þótt ég hafi að vísu lif-
að allt öðru lífi en það.
í allri persónusköpun er vitaskuld
fullt af fyrirmyndum, þær eru bara
lagaðar til og oftastnær gerðar ó-
þekkjanlegar. Það eru venjulega tóm
aukaatriði sem minna lesarann á á-
kveðnar persónur. Og svo spinnast í
kringum þetta undarlegar sögur. Ég
átti til dæmis að hafa haft karl aust-
ur á Jökuldalsheiði, Bjarna nokkurn í
Veturhúsum, sem fyrirmynd að Bjarti
í Sumarhúsum. Sannleikurinn er sá
að ég kom í Veturhús einu sinni á
ferðalagi, stóð við í klukkutíma —
og hitti ckki einu sinni bónda, því
að hann var ekki heima. Löngu síð-
ar fór ég að heyra utan að mér að
hann væri hinn upprunalegi Bjartur;
menn stóðu á þessu fastar en fótun-
um, og tjáði ekki móti að mæla.Svona
kenningar eru alltaf reistar á þeim
aukaatriðum sem skipta minnstu
máli. Það er engin persónusköpun að
mála upp persónur sem maður kann
að hafa þekkt í veruleikanum, og á
ekkert skylt við listræn vinnubrögð.
— Hvað um þá skáldbræður Ólaf
Kárason Ljósvíking og Magnús
Hjaltason?
— Það er rétt að saga Ólafs er
samin eftir dagbókum Magnúsar, og
sums staðar stuðzt mjög nákvæm-
lega við þær. En engu að síður er
saga Ólafs öll önnur en saga Magn-
úsar; mennirnir eru ekki líkir nema
að ytra svipmóti, saga þeirra ekki
nema á yfirborðinu. Til dæmis er
reynt að gefa í skyn að Ólafur sé gott
skáld, jafnvel mikið skáld — en
Magnús var óumdeilanlega leirskáld.
Hann orti tæpast vísuorð sem haf-
andi sé yfir. Og þetta eitt segir þó
engan veginn allan muninn á þeim
Magnúsi og Ólafi.
Svipað dæmi má taka úr Brekku-
kotsannál. Það má leiða að því rök
að gamall bær í Reykjavík sem hét
Melkot sé fyrirmynd að Brekkukoti.
Melkot stóð þarna við endann á
Tjarnarbrekkunni, og ég þekkti þar
vel til. Ef ég ætlaði hinsvegar að skrifa
um bæinn í Melkoti mundi sú saga
verða mjög ólík Brekkukotsannál, já
í rauninni gersamlega önnur.
o o o
— Menn hafa viljað halda því
fram að með sögupersónum vðar allt
frá Sölku Völku til þeirra svarabræðra
í Gerplu og Garðars Iíólm séuð þér
að túlka ákveðinn þátt — eða þætti
— í íslenzkri þjóðarsál. Fallizt þér á
það?
— Jón Hreggviðsson og Bjartur
liafa sjálfsagt einhver íslenzk þjóðar-
einkenni til að bera. Ólafur Kárason
er sérstök tegund af veraldarafglapa
sem fæst við bókaramennt — ég veit
ekki hvort það er svo einstakt ís-
4
DAGSKRÁ