Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 8

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 8
Ýmsar þýðingar eru líka gerðar í blóra við höfundinn. Ég hef til dæm- is frétt á skotspónum um tyrkneska þýðingu á Sölku Völku og franska á Silfurtúnglinu og þýzka á Ungfrúnni góðu sem aldrei hefur verið samið um. Þetta er vitaskuld ekkert annað en þjófnaður og hægt að láta dæma sér skaðabætur fyrir. En það er leiði- gjarn starfi að eltast við þjófa út um heim, og maður nennir ekki að fást við það. Verst er að slíkar þýðingar eru hraksmánarlega gerðar oftast nær; maður sem er illa kominn að verki vinnur það sjaldan vel. o o o Þegar hér er komið sögu hefur hús- freyja borið okkur kaffi og bakning- ar, og undir borðum tökum við upp léttara hjal, spyrjum skáldið hvort ungir höfundar sendi honum ekki rit- verk sín til umsagnar og leiti ráða hjá honum? — Ojú, ég fæ send handrit úr ýms- um hornum heims; sumir vilja fá um- sögn þekkts höfundar til að eiga hæg- ara með að koma verkum sínum á framfæri, aðrir vilja beinlínis fá að- stoð við að semja bækur. Annars er það sjaldgæft að menn sem hafa skrif- að heila bók vilji beinlínis leita ráða hjá öðrum; þeir hafa gert eins og þeir gátu og eru helzt að sælast eftir með- mælum. Ég hef líka þá trú, að mað- ur sem fer eftir öllu sem fundið er að honum, og snýr verki sínu við fyrir orð einhverra manna úti í bæ sé bölv- aður aumingi. Það eru oft undarlegar ritsmíðar sem fólk langar til að koma á fram- færi, — utanlands engu síður en hér á landi. Ég hef stundum komizt í handritahlaða sem sendir hafa verið til keppni hjá einhverju forlagi eða tímariti og þar hafa verið furðulegir hlutir í bland, margt fyrir neðan all- ar hellur — sumt algerð geðbilun. Margir sem eru lakar skrifandi en t.d. vanalegur hreppstjóri halda að þeir séu rithöfundar. — En á hvaða nútímahöfundum hafið þér mest dálæti? — í seinni tíð les ég" heldur lítið. Þegar ég var yngri las ég mikið, bæði klassískar bókmenntir og yngri verk, en núorðið finn ég sárafátt sem kem- ur mér nýstárlega fyrir sjónir. Þegar ég er í París kaupi ég vanalega 20— 30 nýútkomnar bækur og glugga í þetta þegar heim er komið, en endist sjaldan til að ljúka neinu. Maður er kannski orðinn svona þéttheimskur af elli og blaséringu. í Þýzkalandi eru fáir eftir síðan Brecht og Thomas Mann leið, nema kannski Max Frisch — sem reyndar er Svisslendingur; ég hef stundum verið að leita að enskum höfundum nútímans, en mér finnst þeir standi ofmikið í skugga stórrar fortíðar; frá Ameríku kemur ekkert manni á ó- vart um þessar mundir. Nikos Kazan- tzakis? Nei, hann er of héraðsbund- inn fyrir mig þótt viðhorf okkar séu að ýmsu leyti svipuð. Aftur á móti er alltaf eitthvað að gerast í París. Þar er andlegt líf þrátt fyrir allt og allt, fólkið er vakandi og gáfað, frönsk bókmenntahefð er sterk, þótt hún sé lokuð í sjálfri sér og minni okkur út- lendinga oft á eyjaskeggjamenningu. Ég var í París nú á dögunum og sá þá leikrit Samuels Becketts. Hann er 6 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.