Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 12
að borga Ieiguna núna seinast — mig
minnti að þú segðir það.
ÁRMANN — Ég ætlaði að gera það — en
steingleymdi því alveg — og svo hafði
ég notað peningana til að kaupa nótna-
blöð.
GRETA — (kemur inn, bregður, háðsk). Ó
afsakið, ég er víst að trufla.
ÁRMANN — Neinei — alls ekki, alls ekki
— komdu bara inn.
GRETA — Þakka þér fyrir. Stefán — þú
verður að muna að flagga í hálfa stöng,
þú getur ekki verið þekktur fyrir annað.
STEFÁN — Já já — auðvitað.
ÁRMANN — Þegar ég sé þig vil ég alltaf
flagga í heila stöng.
GRETA — (ísköld). Ég skil það — því að
er alltaf gert þegar jarðarförin er um
garð gengin.
ÁRMANN — (hlær). Þetta var ágætt hjá
þér, og þó — þó veit ég ekki almenni-
lega hvort ég skil þig alltaf.
GRETA — Nei sem betur fer fyrir þig (leit-
ar í skúffu). Mig minnti að ég hefði látið
fánann hérna niður — já við flögguðum
áreiðanlega seinast á sextugsafmæli Vern-
harðs bankastjóra?
STEFÁN — (sakbitinn). Ég setti hann víst
hérna bak við (leirar á bak við skáp).
ÁRMANN — En konan á einmitt að vera
dularfull — svoleiðis innblæs hún okkur
listamönnunum.
STEFÁN — Já — hérna er hann (tekur
fram samanvafinn fána).
GRETA — Hvernig þú hefur farið með hann
— troða honum þarna. Hann er allur
krumpaður — ég verð að strjúka yfir
hann (ætlar með hann fram).
ÁRMANN — Veiztu — ég ætla að tileinka
þér lagið sem ég kompóneraði seinast.
GRETA — Nei — það skaltu ómögulega.
ÁRMANN — Má ég það ekki, Stebbi?
GRETA — Honum kemur það ekkert við —
en það er ég sem banna það.
ÁRMANN — Ég geri þig kannski ódauðlega.
GRETA — Ég banna það, ég banna það. —
STEFÁN — Nei Ármann — hún vill það
ekki.
ÁRMANN — Uss — það er aldrei að marka
hvað konur segja — þær meina allt ann-
að. (Greta skellir hurðinni, Ármann horf-
ir á eftir henni undrandi). Hvað er að?
Er hún kannski reið út í þig?
STEFÁN — (æðir um gólf). Þú ert alveg ó-
þolandi Ármann — alveg óþolandi.
ÁRMANN — Nú — en ég skil ekki að þér
geti verið illa við að . . .
STEFÁN — Nei — þú skilur aldrei neitt.
ÁRMANN — Af hverju ertu þá reiður út í
mig?
STEFÁN — Nei — þetta gengur ekki leng-
ur með þig, Ármann — þú verður að
taka þig á.
ÁRMANN — Taka mig á? Hvað áttu við?
STEFÁN — Já — þú verður að breyta al-
veg um lifnaðarhætti.
ÁRMANN — (léttir). Nú þú átt við það —
ég hélt að ég hefði gert eitthvað af mér.
STEFÁN — En mér er alvara, Ármann —
þessi óregla og drykkjuskapur er að eyði-
leggja þig. Þetta gengur ekki lengur með
þig — skilurðu, þetta er mikið alvörumál.
ÁRMANN — Heldurðu ekki að á svipaðan
hátt hafi verið talað yfir Schubert á sín-
um tíma?
STEFÁN — Nei Ármann — engar afsakanir.
Það sem þig vantar er eitthvert aðhald,
einhver kjölfesta í lífinu. Enginn þol-
ir það til lengdar að þurfa ekki að taka
tillit til neins. Lífið er fórn, mundu það
og sjálfsafneitun.
ÁRMANN — Hvað á ég að gera?
STEFÁN — Gifta þig.
ÁRMANN — Gifta mig? Ég?
STEFÁN — Heldurðu að Bach hafi verið
minna tónskáld þó að hann væri giftur
og ætti fjölda barna?
ÁRMANN — (hugsi). Ég að gifta mig? Og
hverri?
STEFÁN — (getur ekki á sér setið). Ein-
hverri sem er nógu vitlaus að vilja líta
við þér.
10
DAGSKRÁ