Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 12

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 12
að borga Ieiguna núna seinast — mig minnti að þú segðir það. ÁRMANN — Ég ætlaði að gera það — en steingleymdi því alveg — og svo hafði ég notað peningana til að kaupa nótna- blöð. GRETA — (kemur inn, bregður, háðsk). Ó afsakið, ég er víst að trufla. ÁRMANN — Neinei — alls ekki, alls ekki — komdu bara inn. GRETA — Þakka þér fyrir. Stefán — þú verður að muna að flagga í hálfa stöng, þú getur ekki verið þekktur fyrir annað. STEFÁN — Já já — auðvitað. ÁRMANN — Þegar ég sé þig vil ég alltaf flagga í heila stöng. GRETA — (ísköld). Ég skil það — því að er alltaf gert þegar jarðarförin er um garð gengin. ÁRMANN — (hlær). Þetta var ágætt hjá þér, og þó — þó veit ég ekki almenni- lega hvort ég skil þig alltaf. GRETA — Nei sem betur fer fyrir þig (leit- ar í skúffu). Mig minnti að ég hefði látið fánann hérna niður — já við flögguðum áreiðanlega seinast á sextugsafmæli Vern- harðs bankastjóra? STEFÁN — (sakbitinn). Ég setti hann víst hérna bak við (leirar á bak við skáp). ÁRMANN — En konan á einmitt að vera dularfull — svoleiðis innblæs hún okkur listamönnunum. STEFÁN — Já — hérna er hann (tekur fram samanvafinn fána). GRETA — Hvernig þú hefur farið með hann — troða honum þarna. Hann er allur krumpaður — ég verð að strjúka yfir hann (ætlar með hann fram). ÁRMANN — Veiztu — ég ætla að tileinka þér lagið sem ég kompóneraði seinast. GRETA — Nei — það skaltu ómögulega. ÁRMANN — Má ég það ekki, Stebbi? GRETA — Honum kemur það ekkert við — en það er ég sem banna það. ÁRMANN — Ég geri þig kannski ódauðlega. GRETA — Ég banna það, ég banna það. — STEFÁN — Nei Ármann — hún vill það ekki. ÁRMANN — Uss — það er aldrei að marka hvað konur segja — þær meina allt ann- að. (Greta skellir hurðinni, Ármann horf- ir á eftir henni undrandi). Hvað er að? Er hún kannski reið út í þig? STEFÁN — (æðir um gólf). Þú ert alveg ó- þolandi Ármann — alveg óþolandi. ÁRMANN — Nú — en ég skil ekki að þér geti verið illa við að . . . STEFÁN — Nei — þú skilur aldrei neitt. ÁRMANN — Af hverju ertu þá reiður út í mig? STEFÁN — Nei — þetta gengur ekki leng- ur með þig, Ármann — þú verður að taka þig á. ÁRMANN — Taka mig á? Hvað áttu við? STEFÁN — Já — þú verður að breyta al- veg um lifnaðarhætti. ÁRMANN — (léttir). Nú þú átt við það — ég hélt að ég hefði gert eitthvað af mér. STEFÁN — En mér er alvara, Ármann — þessi óregla og drykkjuskapur er að eyði- leggja þig. Þetta gengur ekki lengur með þig — skilurðu, þetta er mikið alvörumál. ÁRMANN — Heldurðu ekki að á svipaðan hátt hafi verið talað yfir Schubert á sín- um tíma? STEFÁN — Nei Ármann — engar afsakanir. Það sem þig vantar er eitthvert aðhald, einhver kjölfesta í lífinu. Enginn þol- ir það til lengdar að þurfa ekki að taka tillit til neins. Lífið er fórn, mundu það og sjálfsafneitun. ÁRMANN — Hvað á ég að gera? STEFÁN — Gifta þig. ÁRMANN — Gifta mig? Ég? STEFÁN — Heldurðu að Bach hafi verið minna tónskáld þó að hann væri giftur og ætti fjölda barna? ÁRMANN — (hugsi). Ég að gifta mig? Og hverri? STEFÁN — (getur ekki á sér setið). Ein- hverri sem er nógu vitlaus að vilja líta við þér. 10 DAGSKRÁ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.