Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 16
EBBI — Nei nú þykir mér heilagleilcinn ætla
að ganga nokkuð langt.
GRETA — Stefán — þú getur ekki talað
svona við hann Ebba sem alltaf er vak-
inn og sofinn að hjálpa okkur.
STEFAN — Eins og allt er í pottinn búið
getur það ekki samrýmzt mínum grund-
vallarsjónarmiðum. . .
GRETA — Hvað þú getur verið hræðilega
eigingjarn að tala um einhver grundvallar-
sjónarmið þegar um það er að ræða að
byggja eitthvað varanlegt fyrir framtíð-
ina — þar sem við getum verið ham-
ingjusöm í okkar húsi með okkar börn.
STEFÁN — Röðin kemur að hverjum einum
á sínum tíma — munið það sem einu
sinni var sagt: hinir síðustu verða fyrstir.
GRETA — En Stefán finnst þér ekki nær,
að sjá fyrir fjölskyldu þinni en að sóa
öllu í hann Ármann.
EBBI — Já, því þó að þið Ármann getið
búið í loftköstulum þá er það erfiðara
fyrir venjulega, efniskennda jarðbúa.
STEFÁN — Ekkeit er nokkurs virði nema
það sem hlýzt fyrir eigin verðleika —
legðu það á minnið, Ebbi — fyrir eigin
verðleika. Sá sem lýtur að of smáu og
auðkeyptu getur ekki borið virðingu fyr-
ir sjálfum sér né öðrum.
EBBI — Já — ég kannast við þennan yfir-
lætislausa hroka þinn sem þú heldur að
sé hæverska. En gjörðu svo vel, vertu
áfram í lítilli og rándýrri íbúð, legðu það
á systur mína og móður ef þú þykist
meiri maður af (brýtur saman blaðið)
gjörðu svo vel.
GRETA — Nei Ebbi — hann meinar þetta
ekki svona (við St.) Ó Stefán — ég skil
að þú lítur stórt á þig — en þetta er
ekkert óheiðarlegt og þú manst það hef-
ur alltaf verið draumur okkar að eignast
hús. Ég er stundum svo hræðilega kvíðin
— og get orðið svo hrædd — ég veit ekki
við hvað — bara hrædd við eitthvað —
ég þrái svo öryggi og skjól. Mig langar
svo að við getum lifað eins og annað fólk
sem á hús cg garð . . .
(Gauksklukkan byrjar að slá, Stefán kall-
ar upp: Nei ég verð að flýta mér. Bak-
sviðið myrkvast, en gaukurinn heldur
áfram að gala slögin þar sem Stefán stend-
ur á miðju sviðinu um leið og forsviðið
lýsist upp).
FIMMTA ATRIÐI
NATAN — (hellir í glas og réttir Stefáni
það). Þarna fáðu þér drykk. (St. drekkur
orðalaust gengur að borðinu og sezt). Já
— það er oft þröngt í búi hjá smáfugl-
unum.
FINNA — Guð hvað þú hlýtur að hafa ver-
ið óhamingjusamur.
NATAN — Hamingjan gerir manninn
heimskan — skál fyrir óhamingjunni.
FINNA — Svei mér þá ég veit ekki hvað
svona konur eiga skilið.
STEFÁN — Greta gat aldrei fundið sjálfa sig
— það var ógæfa hennar.
NATAN — Sjálfa sig? Hver vill hitta sjálfa
sig?
FINNA — Ég veit ekki hvað ég myndi gefa
fyrir að eiga svona lítið og snoturt heim-
ili — með sóffa og djúpum stólum.
NATAN — Dúkkuhús.
FINNA — Mig dreymir svo oft um að eign-
ast aftur heimili.
NATAN — Langar þig ekki til að vera úr
marsípan — bleikum marsípan með
slaufu. (I sama bili heyrist skip blása.
Natan sprettur upp og gengur fram að
dyrunum, St. sér að honum hefur brugð-
ið). Hvað er að? (Hvorugt þeirra svarar,
N. kveikir sér í sígarettu).
FINNA — Sigla þeir í kvöld?
NATAN — (reykir án þess að svara henni).
FINNA — Þú ert náttúrlega búinn að lofa
bróður þínum að sigla með eins og fyrri
daginn?
NATAN — (stendur reykjandi f dyrunum).
Sá sem hefur séð Fata Morgana yfir eyði-
mörkinni fer ekki framar í siglingar.
14
DAGSKRÁ