Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 16

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 16
EBBI — Nei nú þykir mér heilagleilcinn ætla að ganga nokkuð langt. GRETA — Stefán — þú getur ekki talað svona við hann Ebba sem alltaf er vak- inn og sofinn að hjálpa okkur. STEFAN — Eins og allt er í pottinn búið getur það ekki samrýmzt mínum grund- vallarsjónarmiðum. . . GRETA — Hvað þú getur verið hræðilega eigingjarn að tala um einhver grundvallar- sjónarmið þegar um það er að ræða að byggja eitthvað varanlegt fyrir framtíð- ina — þar sem við getum verið ham- ingjusöm í okkar húsi með okkar börn. STEFÁN — Röðin kemur að hverjum einum á sínum tíma — munið það sem einu sinni var sagt: hinir síðustu verða fyrstir. GRETA — En Stefán finnst þér ekki nær, að sjá fyrir fjölskyldu þinni en að sóa öllu í hann Ármann. EBBI — Já, því þó að þið Ármann getið búið í loftköstulum þá er það erfiðara fyrir venjulega, efniskennda jarðbúa. STEFÁN — Ekkeit er nokkurs virði nema það sem hlýzt fyrir eigin verðleika — legðu það á minnið, Ebbi — fyrir eigin verðleika. Sá sem lýtur að of smáu og auðkeyptu getur ekki borið virðingu fyr- ir sjálfum sér né öðrum. EBBI — Já — ég kannast við þennan yfir- lætislausa hroka þinn sem þú heldur að sé hæverska. En gjörðu svo vel, vertu áfram í lítilli og rándýrri íbúð, legðu það á systur mína og móður ef þú þykist meiri maður af (brýtur saman blaðið) gjörðu svo vel. GRETA — Nei Ebbi — hann meinar þetta ekki svona (við St.) Ó Stefán — ég skil að þú lítur stórt á þig — en þetta er ekkert óheiðarlegt og þú manst það hef- ur alltaf verið draumur okkar að eignast hús. Ég er stundum svo hræðilega kvíðin — og get orðið svo hrædd — ég veit ekki við hvað — bara hrædd við eitthvað — ég þrái svo öryggi og skjól. Mig langar svo að við getum lifað eins og annað fólk sem á hús cg garð . . . (Gauksklukkan byrjar að slá, Stefán kall- ar upp: Nei ég verð að flýta mér. Bak- sviðið myrkvast, en gaukurinn heldur áfram að gala slögin þar sem Stefán stend- ur á miðju sviðinu um leið og forsviðið lýsist upp). FIMMTA ATRIÐI NATAN — (hellir í glas og réttir Stefáni það). Þarna fáðu þér drykk. (St. drekkur orðalaust gengur að borðinu og sezt). Já — það er oft þröngt í búi hjá smáfugl- unum. FINNA — Guð hvað þú hlýtur að hafa ver- ið óhamingjusamur. NATAN — Hamingjan gerir manninn heimskan — skál fyrir óhamingjunni. FINNA — Svei mér þá ég veit ekki hvað svona konur eiga skilið. STEFÁN — Greta gat aldrei fundið sjálfa sig — það var ógæfa hennar. NATAN — Sjálfa sig? Hver vill hitta sjálfa sig? FINNA — Ég veit ekki hvað ég myndi gefa fyrir að eiga svona lítið og snoturt heim- ili — með sóffa og djúpum stólum. NATAN — Dúkkuhús. FINNA — Mig dreymir svo oft um að eign- ast aftur heimili. NATAN — Langar þig ekki til að vera úr marsípan — bleikum marsípan með slaufu. (I sama bili heyrist skip blása. Natan sprettur upp og gengur fram að dyrunum, St. sér að honum hefur brugð- ið). Hvað er að? (Hvorugt þeirra svarar, N. kveikir sér í sígarettu). FINNA — Sigla þeir í kvöld? NATAN — (reykir án þess að svara henni). FINNA — Þú ert náttúrlega búinn að lofa bróður þínum að sigla með eins og fyrri daginn? NATAN — (stendur reykjandi f dyrunum). Sá sem hefur séð Fata Morgana yfir eyði- mörkinni fer ekki framar í siglingar. 14 DAGSKRÁ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.