Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 20

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 20
J. D. SALINGER: Di( é^ómé — mecf dót og ófjrifum Elías Mar þýddi Rétt nýlega barst mér í flugpósti bc<5 um að vera viðstaddur hjónavígslu, sem fara á fram í Englandi þann 18. april. Nú vill svo til, að þetta er hjónavígsla sem ég vildi mikið til vinna að geta verið viðstaddur; og fyrst er boðið barst hélt ég, að möguleiki væri á því fyrir mig að takast ferðina á hendur, loft- leiðis, hvaðsvosem hún kynni að kosta. En nóg um það; síðan hef ég rætt málið all-ýtar- lega við krnuna mína, alveg frámunalega rök- snjalla konu, og við höfum komizt að þeirri niðurstöðu að ég skuli láta þetta eiga sig — þó ekki væri vegna annars en þess, að ég hafði með öllu gleymt hve tengdamóðir mín er búin að hlakka mikið til að dveljast hjá okkur síðustu vikurnar í apríl. Það er sannar- lega ekki svo oft sem ég hitti mútter Grench- er, og ekki hægt að segja að hún verði beint yngri með árunum. Hún er fimmtíu og átta. (Hvað hún myndi viðurkenna manna fyrst). En hvarsem ég kann að vera niðurkominn, held ég samt ekki, að ég sé sú manntegund er léti hjá líða að grípa til hendi, ef komið gæti í veg fyrir að heilt brúðkaup mistækist. Einmitt þess vegna hef ég tekið mig til og hripað nokkrar bersöglar línur um brúðina, samkvæmt því sem ég kynntist henni fyrir sex árum. Ef athugasemdir mínar skyldu koma eitthvað illa við brúðgumann, sem ég þekki ekki, þá er það bara betra! Ætlun mín er ekki að þóknast neinum. í rauninni miklu fremur sú að leiðbeina, veita fræðslu. I apríl 1944 var ég meðal eitthvað sextíu bandarískra hermanna í Devon á Englandi, sem gengust undir mjögsvo einstæða þjálfun fyrir innrásina, undir stjórn brezka upplýs- ingamálaráðuneytisins. Og þegar ég lít um öxl, finnst mér við þessir sextíu hafa verið anzi sérstæður hópur hvað það snertir, að meðal okkar var ekki einn einasti verulega félagslyndur náungi. Við lögðum allir mikla alúð við að skrifa sendibréf, og þegar við skiptumst á crðum utan þjónustutímans, var það oftastnær til að spyrjast fyrir um blek, sem ekki væri verið að nota. Þegar við vorum ekki að skrifa bréf eða hlýða á kennslu, fór hver og einn sína eigin leið. I góðu veðri var leið mín venjulegast löng hringferð upp í sveit. Regndagana hafðist ég mestmegnis við á þurrum stað og Ias í bók, einatt aðeins seilingsspöl frá tennisborðinu. Þjálfunin stóð yfir í þrjár vikur, og lauk á laugardegi f ausandi rigningu. Ráðgert var að allur hópurinn tæki lestina til London klukk- an sjö, að kvöldi þessa síðasta dags, og var altalað manna á meðal, að þegar þangað kæmi myndi okkur ýmist verða skipað í fót- göngulið eða flugsveitir, sem valdar hefðu verið til landgöngu hinn fyrirhugaða innrásar- dag. Um þrjúleytið í eftirmiðdaginn hafði ég sett allt mitt hafurtask niðurí vaðsekkinn minn, þar á meðal strigahylkið undan gas- grímunni minni, troðið bókum sem ég hafði tekið með mér handanum haf. (Sjálfri grím- unni hafði ég laumað niðrum loftop á Maure- taníu nokkrum vikum áður, fullviss um að ef óvinurinn beitti gasi myndi ég aldrei geta sett þennan skramba á mig í tæka tíð). Ég man 18 DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.