Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 21
hvar ég stóð við stafnglugga í hermanna-
bragganum okkar lengi vel, mændi í ská-
hallan ömurlegan regnflauminn og kenndi
ógreinilegs fiðrings í gikkfingrinum. Að baki
mér heyrði ég þetta ófélagslega lindarpenna-
skrjáfur á aragrúa af hermanna-bréfsefnum.
Skyndilega, án nokkurs tilefnis, vék ég frá
glugganum, brá mér í regnfrakkann minn og
setti á mig geitullartrefilinn, skóhlífarnar, ull-
arvettlingana og regnhettuna (sem mér er enn
sagt að ég hafi borið á alveg sérstæðan hátt
— slútandi niðuryfir eyrun). Þegar ég svo
hafði stillt armbandsúrið mitt eftir klukkunni
á salerninu, gekk ég niður háa og regnósa
malarbrekkuna oní bæinn. Eg kærði mig koll-
óttan um eldingarnar uppiyfir mér. Annað-
hvort ætluðu þær sér að stefna á mann eða
þær ætluðu sér það ekki.
I miðbiki bæjarins, sem sennilega var blaut-
astur allra bæjarhluta, nam ég staðar fyrir
utan kirkju, til að lesa tímatöfluna, mest sök-
um þess að áferðarfagrir tölustafirnir, hvítir
á svörtum grunni, höfðu vakið athygli mína,
en einnig vegna hins, að þriggja ára herþjón-
usta hafði beinlínis vanið mig á að lesa jafn-
an það sem stóð á slíkum töflum. Samkvæmt
töflu þessari átti barnakór að hafa söngæfingu
klukkan kortér yfir þrjú. Eg leit á armbands-
úrið mitt, síðan aftur á töfluna. Heft hafði
verið upp pappírsörk með nöfnum þeirra
barna, sem mæta skyldu á æfinguna. Eg stóð
þarna í rigningunni og las öll nöfnin; gekk
svo inn í kirkjuna.
Röskur tugur fullvaxinna sat á kirkjubekkj-
unum; ýmsir þeirra með barnaskóhlífar á
hnjám sér, og vissu sólarnir upp. Ég gekk
innareftir og settist í innsta bekk. A kórpall-
mum sátu á þrem þéttum stólaröðum áað-
gizka tuttugu börn, flest stúlkur, á aldrinum
sjö til þrettán ára. Söngstjóri þeirra, kona gild-
vaxin í ullarkjól, var einmitt í þessum svifum
að hvetja þau til að opna betur munninn
þegar þau syngju. Hafði nokkur, spurði hún,
nckkru sinni heyrt getið um þann smátittling
sem þorað hefði að syngja sína fögru söngva
án þess fyrst að gal-gal-gal-cpna sitt litla nef?
Auðsjáanlega hafði enginn gert það. Börnin
höfðu ekki af henni augun, en augnaráð
þeirra var öldungis sviplaust. Hún hélt áfram
og sagðist vilja, að öll börnin sín tileinkuðu
sér þýðingu þeirra orða er þau syngju, en ekki
aðeins hefðu þau yfir einsog heimskir páfa-
gaukar. Síðan blés hún tóni úr raddpípu sinni,
og börnin lyftu sálmabókunum hærra, líktog
óharðnaðir aflraunamenn.
Þau sungu án undirleiks — eða réttara sagt
hvað þeim viðkom: án nokkurrar íhlutunar.
Raddir þeirra voru lagvísar og væmnilausar,
jafnvel svo, að guðhræddari manni en ég var
hefði hætt til að verða uppnuminn. Tvær
allrayngstu raddirnar fylgdust ekki sem ná-
kvæmast með hljómfallinu, en þó það vel, að
einungis móðir mannsins sem bjó til lagið hefði
getað greint muninn. Ég hafði aldrei heyrt
þennan sálm áður; en ég vonaði hann væri
einn þessara tólferindalöngu, eða lengri. Á
meðan ég sat þarna og hlustaði, virti ég fyrir
mér andlit barnanna, en varð þó starsýnast á
eitt þeirra, þess barnsins sem næst mér var,
á endasætinu í fremstu röð. Það var stúlka
áaðgizka þrettán ára, með sléttgreitt hár hör-
gult, er náði niðurfyrir eyru, einkar fallegt
enni og ívið kæruleysisleg augu, sem mér
fannst líkleg til að hafa vegið og fundið létt-
væga þá áheyrendur sem inni voru. Rödd
hennar skar sig greinilega úr, frá röddum
hinna barnanna, og það ekki einungis vegna
þess að hún sat næst mér. Á hærri tónunum var
röddin miklu betri en þeirra, hljómþýðari, ör-
uggari; og það kom af sjálfu sér, að hún hafði
forustuna í söngnum. Engu að síður virtist
þessi unga fyrirkona ekki vera nema miðlungi
ánægð með eigin sönghæfileika; nema það
hafi verið staðurinn og stundin; tvisvar sá
ég hana geispa milli versa. Það var yfirmáta
siðmenntaður geispi, á kvenlega vísu, Iokuð-
um munni; en hann fór ekki framhjá manni;
nasavængirnir komu upp um hana.
Ekki var sálmurinn fyrr á enda en söng-
stýran hóf margorða yfirlýsingu varðandi fólk
sem ekki gæti verið kyrrt með fæturna og
haldið munninum lokuðum undir ræðu prests-
ins. Mér skildist, að þeim hluta kennslunnar
er að tónlist Iaut væri lokið; og fyrr heldur en
OAGSKRÁ
19