Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 25

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 25
Charles hélt sér kyrrurh þar sem hann var. Hann virtist einbeita sér við það eitt að halda niðrií sér andanum. „Hann saknar pabba svo afskaplega. Hann var v-e-g-i-n-n í Norður-Afríku." Ég lét í ljós samúð mína. Esmé kinkaði kolli. „Pabbi tilbað hann.“ Hún nagaði góm þumalfingurs, hugsi. „Hann líkist mömmu mjög mikið — Charles, á ég við. Ég er lifandi eftirmynd pabba.“ Áfram hélt hún að narta fingurgóminn. „Mamma var mjög ákaflynd kona. Hún var úthverf. Pabbi var innhverfur. Samt áttu þau prýðisvel sam- an, það séð varð. En í fullri hreinskilni talað, þá hefði pabbi þarfnazt öllu gáfaðri lífsföru- nautar en mamma var. Hann var framúrskar- andi velgefinn hæfileikamaður.“ Ég beið við, reiðubúinn að taka á móti nán- ari upplýsingum; en engar komu. Ég leit niður- til Charles, sem hvíldi nú vangann á stólset- unni. Þegar hann sá að ég horfði á hann Iokaði hann augunum, syfjulega, líkastur engli, en rak svo útúr sér tunguna — þennan líka rana — og sendi frá sér það sem í mínu ættlandi hefði þótt stórfenglegt virðingarmerki við nærsýnan körfuknattleiksdómara. Það lék beinlínis allt á reiðiskjálfi í testofunni. „Hættu þessu,“ sagði Esmé, greinilega í fullkomnu jafnvægi þrátt fyrir þetta. „Hann sá Ameríkana gera þetta í pylsubiðröð, og nú gerir hann það í hvert sinn sem hann verður pirraður. En hættu þessu nú, ellegar ég sendi þig beina leið til Miss Megley." Charles opnaði hin feiknastóru augu sín, sem merki þess hann hefði heyrt hótunarorð systur sinnar, en virtist ekki hafa kippt sér upp við þau að öðru leyti. Svo lokaði hann augunum að nýju og hélt áfram að hvíla vangann á stólsetunni. Ég hafði við orð, að kannske ætti hann að fresta slíku sem þessu — og átti við Bronx- hrópið — þartil hann færi að nota titil sinn að staðaldri. Það er að segja: efþá einnig hann bæri titil. Esmé sendi mér langdregið, næsta grand- skoðandi augnatillit. „Þér hafið smávegis kýmnigáfu, er það ekki?“ sagði hún — með -----------------------------------N Indriði G. Þorsfeinsson: Strit Aldir renna enginn fœr öðru ráðið; engir kenna, eiður sœr, í pví háðið; engu nœr pótt árin rói í gráðið. V__________________________________/ nokkurri eftirvæntingu. „Pabbi sagði, að ég hefði alls enga tilfinningu fyrir kýmni. Hann sagði ég væri óundirbúin að leggja út á Iífs- brautina, því ég hefði alls enga kýmnigáfu" Ég leit á hana, meðan ég kveikti mér í sígarettu, og sagðist ekki vilja meina að kýmnigáfa kæmi að nokkru haldi þegar á ætti að herða. „Það sagði þó faðir minn.“ Þetta var yfirlýsing trúaratriðis, ekki and- mæli, og ég flýtti mér að söðla um. Ég kink- aði kolli; sagði, að faðir hennar hefði sjálf- sagt tekið miklu rýmra sjónarhom en ég (hvaðsem það átti að merkja). dagskrá 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.