Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 28
„Já,“ sagði hún, stutt í spuna. Hún sleppti
ermi Charles og hrinti við honum, nokkuð
hraustlega, í áttina til mín. Hann gekk nær,
fölur í framan, og rak mér hvellan blautan
rembingskoss rétt neðanvið hægra eyrað. Að
lokinni þeirri eldraun ætlaði hann að rjúka
beint á dyr cg snúa sér aftur frá hverskyns
væmni-framkomu, en þá tókst mér að grípa í
jakkann hans, halda honum kyrrum og
spyrja: „Hvað sagði veggurinn við hinn vegg-
inn?“
Andlit hans ljómaði. „Hittumst útí horni!“
hrópaði hann upp, tók á sprett útúr stofunni
og var eftir öllu að dæma búinn að fá kast.
Aftur stóð Esmé þarna með krosslagða fæt-
ur. „Eruð þér nú viss um að þér gleymið ekki
að skrifa söguna fyrir mig?“ spurði hún.
„Hún þarf ekki að vera ímvörðungu skrifuð
fyrir mig. Hún má — “
Ég sagði að engin hætta væri á því, að ég
myndi gleyma henni. Ég kvaðst aldrei hafa
skrifað sögu handa neinum sérstökum, en nú
væri víst sannarlega tækifæri og tími til kom-
inn ég snéri mér að því.
Hún kinkaði kolli. „Látið hana verða með
afbrigðum óþrifalega og hrífandi,“ sagði hún.
„Eruð þér annars nokkuð kunnugur því sem
er óþrifalegt?"
Ég kvaðst ekki vera það, neitt sérstaklega,
en sagðist smámsaman vera að komast í
kynni við slíkt, í ýmsum myndum, og ég skyldi
gera mitt bezta til að verða við óskum henn-
ar. Svo tókumst við í hendur.
„Er það ekki dapurlegt, að við skyldum
ekki hittast undir öðruvísi kringumstæðum
en þessum — ekki eins auðmýkjandi kringum-
stæðum?“
Ég kvað það vera, svo sannarlega.
„Verið þér þá sælir,“ sagði Esmé. „Og ég
vona þér snúið heim úr stríðinu með fullkom-
lega óskerta sansa."
Ég þakkaði henni fyrir, bætti við örfáum
kveðjuorðum, og horfði á eftir henni hvar
hún gekk útúr testofunni. Hún gekk hægt,
mjög hugsi; og fór uppí hárið, til að vita
hvort það væri ekki farið að þorna.
Hér kemur svo hinn óþrifalegi — eða hríf-
andi — þáttur sögunnar, og sögusviðið breytist.
Fólkið breytist sömuleiðis. Enn er ég á svið-
inu; en af ástæðum sem mér er óheimilt að
tilgreina, hef ég nú dulbúið mig svo kænlega,
að jafnvel hinum snjallasta Iesanda mun ekki
takast að koma mér fyrir sig aftur.
Það var um hálfellefuleytið að kvöldi til,
í Gaufort í Bayern, nokkrum vikum eftir
vopnahlésdaginn í Evrópu. X liðsforingi sat
í herbergi sínu á efrihæð, í íbúðarhúsi þarsem
honum og níu öðrum amerískum hermönnum
hafði verið komið fyrir þegar áðuren vopna-
hléið komst á. Hann sat á einskonar kjaftastól
með baki, við lítið og hirðuleysislegt skrif-
borð, hafði óbundna skáldsögu úr hermanna-
bókasafni fyrir framan sig, en átti í sáru
stríði við að komast fram úr henni. Þau
vandræði voru honum sjálfum að kenna, ekki
skáldsögunni. Endaþótt þeir sem bjuggu á
neðrihæðinni hefðu venjulegast forskot við að
krækja í þær skræður er sendar voru mánað-
arlega á vegum Fræðslumáladeildarinnar, virt-
ist X yfirleitt Ienda á þeim bókum sem hann
sjálfur myndi hafa valið hvorteð var. En
hann var ungur maður, sem ekki hafði kom-
izt gegnum stríðið með fullkomlega óskerta
sansa, og í rúma klukkustund var hann búinn
að sitja við að Iesa hverja málsgrein tvisvar-
þrisvar sinnum, nemahvað nú var hann far-
inn að gera slíkt við hverja setningu. Andar-
tak skyggði hann hendi fyrir augun, í andófi
gegn skerandi rafmagnaðri birtunni frá hlíf-
arlausri peru rétt ofanvið borðið.
Með fingrum sem hægt en óaflátanlega
sperrtust sundur og drógust saman á víxl,
greip hann sígarettu úr pakka á bcrðinu og
kveikti í henni. Hann Iét hallast eilítið afturá-
bak í stólnum og reykti, án þess þó að finna
fyrir nokkru bragði að heitið gæti. Hann hafði
keðjureykt um margra vikna skeið. Tann-
holdi hans blæddi við minnsta þrýsting frá
tungubroddinum, en hinsvegar átti hann bágt
með að hætta að gera tilraunir í þá átt; það
var einskonar dægradvöl, sem hann stundum
gat dundað við tfmum saman. Andartak sat
hann nú þannig og reykti; og gerði tilraunina
26
DAGSKRÁ