Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 32

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 32
útámilli tannanna. „Geturðu aldrei verið eðli- legur og einlœgur'i“ Skyndilega fann X til ógleði, snéri sér við á stólnum og greip til pappírskörfunnar — rétt í tæka tíð. Er hann hafði jafnað sig og snéri aftur að gesti sínum, sá hann hvar hann stóð öldungis forviða miðjavega milli rúms og dyra. X var að því kominn að biðjast afsökunar, en tók sig á og teygði sig eftir sígarettunum. „Vertu samferða niður og hlustaðu á Bob Hope í varpinu, ha?“ sagði Clay og hélt sér kyrrum hvar hann stóð, en reyndi að vera vingjarnlegur. „Þú hefur bara gott af þvf. Ég meina það.“ „Þú ferð, Clay . . . Ég ætla að athuga frí- merkjasafnið mitt .“ „Jæjajá? Svo þú átt frímerkjasafn? Ég vissi ekki að þú — “ „Ég er bara að spauga." Clay steig tvö hæg og hikandi skref í áttina til dyranna. „Það getur verið ég keyri til Ehstadt seinna í kvöld," sagði hann. „Það er dansleikur þar. — Stendur sennilega fram- til tvö. Viltu vera með?“ „Nei, takkfyrir . . . Ég fæ mér bara snún- ing hér á gólfinu." „Ókei. Góðanótt þá! Og fyrir alla muni: taktu það rólega.“ Dyrnar skelltust, en stóðu aftur opnar í sömu andrá. „Heyrðu, er allt í lagi að ég stingi bréfi til Lorettu innundir dyrnar þínar? Ég hef sett í það fáein orð á þýzku. Ertu til í að leiðrétta þau fyrir mig?“ „Já. En láttu mig nú vera í friði, fyrir alla muni.“ „Sjálfsagt," sagði Clay. „Veiztu hvað mamma sagði í bréfi til mín? Hún sagði það gleddi sig, að við skulum hafa verið félagar öll stríðsárin. í sama jeppanum og allt. Hún segir að bréfin frá mér séu svo miklu gáfu- legri síðan við fórum að umgangast hvor ann- „ „ « an. X leit upp, horfði á hann, og sagði með mikilli áreynslu: „Ég þakka. Skilaðu til henn- ar kveðju frá mér og þakklæti.“ „Það skal ég gera. Góða nótt.“ Dymar skelltust aftur, í þetta sinn fyrir fullt og allt. Langa stund sat X kyrr og horfði á dyrnar; snéri sér svo í sæti, að skrifborðinu, og greip ferðaritvélina sína uppaf gólfinu. Hann rýmdi til pláss fyrir hana innanum skranið á borðplötunni með því að þoka til hliðar koll- felldum stafla óopnaðra pakka og sendibréfa. Hann hugsaði sem svo, að ef hann nú skrif- aði bréf til fornvinar síns í New York, gæti það orðið sér til afþreyingar, þótt skammvinn yrði hún. En honum gekk óhönduglega að koma örkinni í vélina svo skjálfhentur sem hann var. Hann slakaði á og lét hendurnar síga, en að lokum vöðlaði hann örkinni sam- an í greip sér. Honum var ljóst, að tími var til kominn að fara út með pappírskörfuna; en í stað þess að láta hana sig nokkru skipta, Iagði hann handleggina á ritvélina, hvíldi höfuðið framá þá og lokaði augunum. Er hann opnaði þau aftur, eftir skamma stund örvílnunar og taugaspennu, varð hon- um litið útundan sér á lítinn óupprifinn pakka, vafinn í grænt bréf. Að líkindum hafði hann fallið ofanúr hrúgunni, þegar X vék til rusl- inu svo ritvélin kæmist fyrir. Hann sá, að utanáskrift pakkans hafði verið breytt mörg- um sinnum. Á aðeins þeirri hliðinni sem að honum snéri kannaðist hann við ekki færri en.þrjár gamlar utanáskriftir sínar. Hann reif pakkann upp, án minnsta áhuga; ánþess jafnvel að athuga nafn sendandans. Hann opnaði hann með því að brenna sund- ur snærið með logandi eldspýtu. Honum var meira í mun að horfa á snærið brenna upptil agna en að opna pakkann sjálfan; samt gerði hann það að lokum. Innaní öskjunni lá bréf, skrifað með bleki, og undir því smáhlutur vafinn í þunnan papp- ír. Hann greip bréfið og las það. ----------------------- vegi 17, -----------------------, DEVON 7. júní 1944. Kœri X liðsíoringi. Ég vona þér fyrirgefið mér, þótt það hafi tekið 38 daga að hefja bréfaviðskipti okkar, 30 DAGSKRÁ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.