Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 37
leikálck
Þegar máninn hvarf tók dauðinn kurteislega ofan og glotti fram í salinn ...
Meira þurfti ekki: við fórum tveir saman um ókunna staði, og hann talaði
með söknuði um látna vini sína. Þeir elskuðu mig allir, sagði hann liógvær-
lega, og augu hans glóðu í myrkinu ... Þegar hér var komið þóttist ég greina
ljós einhversstaðar framundan: eldaði þar af haugi? skein okkur þar stjarna?
Ég veit það ekki, en við biðum þess mörg saman á sléttunni að dagur rynni.
Okkur var mjög kalt, og við hrópuðum hver til annarra í myrkrinu, en eyru
okkar námu aldrei svar ... Og nóttin virtist engan endi ætla að taka, jafnvel
dauðinn hafði brugðizt okkur, og stjarnan var alltaf jafnfjarlæg — ef það
hefur þá verið nokkur stjarna.
kcha tttei kctt
Ég elska ketti, sagði ég við konuna.
Hún gekk flumósa fram og aftur um stofuna og fór höndum um hár sitt,
þykkt og mikið. 1 handarkrika hennar lá svartur köttur og malaði værðar-
lega, hann nísti klónum í hvítan handlegg hennar og malaði eins og bifreið.
En konan gerði hvorki að æmta né skræmta, hún lyfti glasi með rauðu víni
og heilsaði á mig. Ég gat ekki látið hjá líða að gefa gaum gróskumiklum lík-
ama hennar undir slöngugrænum kjólnum, brjóst hennar biðu mín eins og
ofþroskaðir ávextir, og hún bar túlípana bak við eyrað.
Guð, sagði konan, og augu hennar þöndust út.
Við sátum í stofu hennar og ræddum hófsamlega um dag og veg, og hún
sagði mér frá bernsku sinni þegar alltaf var sólskin. Þá komu stundum karl-
menn í heimsókn, sagði hún dapurlega og brá fingri á hvarm sér. En köttur-
inn bylti sér í knjám konunni og spennti út klærnar, flærðin sindraði úr
gulum glyrnum. Seinna um kvöldið hallaðist hún í fang mér lokuðum augum
og dró ört andann, skartgripir hennar voru sem fánýtt pjátur við heitt hör-
undið. Elskarðu mig? spurði hún. Elskarðu mig?
Hló einhver úti í homi?
Ég nefndi konunni nafn hennar af innilegri blíðu, en hugur minn var ann-
arsstaðar: Úti í horni sat kötturinn og horfði á okkur uppglenntum sjónum,
titrandi veiðihámm.
DAGSKRÁ
35