Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 40

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 40
Jón Sigurbjörnsson sem Lesgate kapteinn og Gísli sem Tony Wendice í LykiU að leyndarmáli eftir Frederick Knott. það. Það er annað af tveimur leikrit- um Rattigans, sem hefur náð meira en þúsund sýningum samfleytt í sama leikhúsi. Hitt er Meðan sólin skín, sem við sýndum í fyrra. Hlutverk með tvennum hœtti. Geturðu lýst vinnubrögðum þín- um eða viðskiptum við persónuna, sem þú ætlar að túlka, þegar þú færð í hendur hlutverk? — Það er nú dálítið erfitt að tala um þetta. Það er svo breytilegt. Eins og hlutverk horfa við mér, eru þau tvenns konar. Stundum finnst mér það alveg ljóst. Mér finnst ég svo til strax skilja persónuna. Og þá byrjar maður strax að vinna. Manni finnst hlutverkið standa opið fyrir, og þetta eru auðvitað ákaflega hamingjuríkar stundir. Til dæmis Mc Intire í Vér morðingjar. Það hlutverk fannst mér strax við fyrsta samlestur, að ég gæti aðeins leikið á einn hátt, og þannig hélt það áfram að vera allar æfing- arnar. Það var aldrei neinn efi. En svo er hitt oft, að maður stend- ur uggandi. Veit ekkert, hvaða tökum á að taka hlutverkið. Maður svitnar á æfingum, og þetta heldur fyrir manni vöku á nóttinni. Svo halda menn áfram að Ieita og verða kannske aldrei ánægðir. í Pí-pa-kí hafði ég til dæmis hlutverk, sem ég slóst við á hverri æfingu viku eftir viku. Ég náði aldrei samhljómi við persónuna og 38 DAGSKRÁ J

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.