Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 42

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 42
Gísli sem Galdra-Loftur í samnefndu leikriti Jóhanns Sigurfónssonar. — Þessu er nú sízt betra að svara. Þó vil ég segja það, að leikstjórinn á hverju sinni meiri þátt í túlkun hvers leikara og sýningunum í heild en nokkur ókunnugur getur látið sér detta í hug. Þetta á sérstaklega við um þau leikrit, sem standa manni lokuð til þess að byrja með. Ég skal segja þér sem dæmi hlutverkið, sem ég hafði í Lykli að leyndarmáli. Ég fann, að þessi strákur, sem ég lék, átti að vera einhvern veginn hálfvitlaus. Og þó átti þetta að vera allt þannig normalt á yfirborðinu, að engan grun- aði neitt. Og þarna gekk ég fram og aftur um sviðið og fann aldrei tóninn í þessu. Svona gekk dálítið lengi. Svo segir Gunnar Hansen við mig: — Heyrðu, Gísli, ég held, að þessi maður sé á því stigi, sem strákar eru stund- um, þegar þeir hafa gaman af að reyta vængi af flugum. Og þetta einhvern veginn opnaði fyrir mér persónu þessa manns. Ég sá hann alveg. Það þurfti ekki annað en þetta. Ég held, að þetta hafi alveg verið sá rétti tónn í þessu hlutverki, sem Gunnar gaf mér þarna. í þessu sambandi vil ég líka nota tækifærið og segja það, að ég á Gunnari meira að þakka en nokkrum öðrum manni minn leikferil. Hann lét jafnan svo lítið að leiðbeina mér, hversu lítið hlutverk, sem ég hafði til að byrja með, og síðar hefur hann fengið mér önnur stærri. Að gefa. Hvað vildirðu segja af reynslu þinni sem leikstjóra? — Ég get nú lítið sagt af því. Ég hef unnið með mjög mörgum góðum leikurum. Og ég veit svona nokkurn veginn, hvernig þeim er innanbrjósts, þegar þeir eru búnir að læra rullur sínar og koma upp á sviðið. Svo standa leikararnir þarna uppi á fjöl- unum. Þeir þekkja orðið persónuna. Þeir finna til, og þeir vita, livað þeir vilja túlka. En samt er oft utan um þá einhver skel. Þeir hleypa ekki út því, sem býr inni fyrir. Það, sem leik- stjórinn þarf að gera, er að hjálpa fólkinu að brjóta þessa skel. Það þarf að fá fólkið til að gefa það, sem býr fyrir innan. Brjóta skelina, fá leikar- ann til þess að gefa áhorfandanum eitthvað af hjartablóði sínu. Menn eru daprír á eftir. Uppfærsla þín á Browningþýðing- unni vakti athygli margra. Myndirðu vilja segja eitthvað um þá sýningu? 40 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.