Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 42

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 42
Gísli sem Galdra-Loftur í samnefndu leikriti Jóhanns Sigurfónssonar. — Þessu er nú sízt betra að svara. Þó vil ég segja það, að leikstjórinn á hverju sinni meiri þátt í túlkun hvers leikara og sýningunum í heild en nokkur ókunnugur getur látið sér detta í hug. Þetta á sérstaklega við um þau leikrit, sem standa manni lokuð til þess að byrja með. Ég skal segja þér sem dæmi hlutverkið, sem ég hafði í Lykli að leyndarmáli. Ég fann, að þessi strákur, sem ég lék, átti að vera einhvern veginn hálfvitlaus. Og þó átti þetta að vera allt þannig normalt á yfirborðinu, að engan grun- aði neitt. Og þarna gekk ég fram og aftur um sviðið og fann aldrei tóninn í þessu. Svona gekk dálítið lengi. Svo segir Gunnar Hansen við mig: — Heyrðu, Gísli, ég held, að þessi maður sé á því stigi, sem strákar eru stund- um, þegar þeir hafa gaman af að reyta vængi af flugum. Og þetta einhvern veginn opnaði fyrir mér persónu þessa manns. Ég sá hann alveg. Það þurfti ekki annað en þetta. Ég held, að þetta hafi alveg verið sá rétti tónn í þessu hlutverki, sem Gunnar gaf mér þarna. í þessu sambandi vil ég líka nota tækifærið og segja það, að ég á Gunnari meira að þakka en nokkrum öðrum manni minn leikferil. Hann lét jafnan svo lítið að leiðbeina mér, hversu lítið hlutverk, sem ég hafði til að byrja með, og síðar hefur hann fengið mér önnur stærri. Að gefa. Hvað vildirðu segja af reynslu þinni sem leikstjóra? — Ég get nú lítið sagt af því. Ég hef unnið með mjög mörgum góðum leikurum. Og ég veit svona nokkurn veginn, hvernig þeim er innanbrjósts, þegar þeir eru búnir að læra rullur sínar og koma upp á sviðið. Svo standa leikararnir þarna uppi á fjöl- unum. Þeir þekkja orðið persónuna. Þeir finna til, og þeir vita, livað þeir vilja túlka. En samt er oft utan um þá einhver skel. Þeir hleypa ekki út því, sem býr inni fyrir. Það, sem leik- stjórinn þarf að gera, er að hjálpa fólkinu að brjóta þessa skel. Það þarf að fá fólkið til að gefa það, sem býr fyrir innan. Brjóta skelina, fá leikar- ann til þess að gefa áhorfandanum eitthvað af hjartablóði sínu. Menn eru daprír á eftir. Uppfærsla þín á Browningþýðing- unni vakti athygli margra. Myndirðu vilja segja eitthvað um þá sýningu? 40 DAGSKRÁ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.