Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 43
— Ég var afskaplega hamingjusam-
ur yfir henni, yfir því, hvern-
ig hún tókst. Ég var framúrskarandi
ánægður með alla leikarana, — en þó
kom Þorsteinn mest við hjartað í mér.
Hann verður ógleymanlegur í því
hlutverki, held ég, að ég megi full-
yrða. Mér hefur sjaldan verið meiri
harmur kveðinn en að það leikrit
skyldi falla. Ég held, að það hafi verið
þannig unnið frá allra hálfu, að það
hafi átt erindi til fólks. En auðvitað er
þetta mál, sem ekki tjóar að fárast
yfir.
Hvernig er það, þegar þú hefur haft
eitthvert hlutverk, sem hefur tekið þig
föstum tökum, og sýningum lýkur?
— Það er mikils misst, þegar hætt
er sýningum, hvort heldur maður fer
með hlutverk eða leikstjóm. Hlut-
verkin hafa líka áreiðanlega mikil á-
hrif á mann utan leiksviðsins. Og svo
stendur maður dapur og tómur á eftir
og þarf að finna sjálfan sig.
Leiharinn og áhorjandinn.
Nú standið þið á fjölunum með full-
æft Ieikrit frammi fyrir sal fullum af
fólki. Hver eru áhrifin frá áhorfend-
unum?
— Það er afskaplega misjafnt. Leik-
ur frá kvöldi til kvölds getur verið
ákaflega mismunandi eftir þeim áhrif-
um, sem áhorfendurnir hafa á leikar-
ann, meðan á sýningu stendur.Sízt vil
ég kvarta yfir reykvískum áhorfend-
Jón Sigurbjörnsson sem Mulvany liðsforingi, Gísli sem jarlinn af Harpenden og Baldvin Hall-
dórsson sem Colbert liðsforingi t Meðan sólin skín eflir Terence Rattigan.
DAGSKRÁ
41