Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 51
kunngjört fagnaðarerindið. Tívólístjórinn
sýnir fegurstu konur íslands.
Meyjablómi Frónsins er metinn og veg-
inn. Mjaðmir og mitti, brjóst og hnésbæt-
ur. leggir og Iær. ísland fær drottning.
Svo er ballið búið. Vatnsmýrin naum-
ast töfrandi lengur. Fegurð islenzkra
kvenna Iiggur í láginni til næstu útmán-
aða. Þá pússar Tívólistjórinn mottóið sitt:
— Aldrei fegurri en í ár.
Fjarri sé það mér að agnúast við kven-
legri fegurð, enda hafa það sagt mér
vitrir menn, að fátt hafi skaparanum
tekizt hönduglegar við en fallegar konur.
hað er líka langt frá í sjálfu sér,
að ég sé andvígur því, að Tivólístjórinn
(eða hvaða hugsjónamenn það nú eru,
sem standa fyrir öliu galskapinu) fái að
græða svolítið á því að sýna kvenlíkami.
Og meykörlum er hreint ekki ofgóð sín
ævi, þótt þessi tilbreyting verði á kven-
mannleysi þeirra undir Jónsmessuna.
Og sízt er ég því mótfallinn, að fallegar
og elskulegar stúlkur fái að skoða sig um
í veröl-iinni og sýna heiminum meyja-
blóma íslands.
En samt finnst mér eitthvað andhælis-
legt við allt þetta umstang.
Hvert er mat okkar á fegurð? Hvar
skilur miili efnis og anda? Hverju vilja
menn fórna fyrir fegurð á íslandi?
Við eigum nokkra unga og efnilega
málara. Hvenær þyrpumst við suður í
Vatnsmýri til þess að borga fargjald
þeirra og uppihald í f jörrum löndum? Eru
þeir þeim mun ólíklegri til að efla fegurð
á íslandi en meyjarnar mittisgrönnu?
Við eigum unga leikara, sem elga enga
ósk heitari en geta siglt og numið listir
sinar við fótskör Þalíu. Hví þjótum við
ekki suður í Vatnsmýri og greiðum náms-
kostnað þeirra?
Við eigum fjölda ungra skálda, sem er
fátæktin sárastur fjötur. Hví ekki að
hlaupa suður undir flugvöll og gefa þeim
með því færi á að sigla og auðga anda
sinn með menningarþjóðum heimsins? Er
góður skáldskapur sneyddari fegurð en
meyjarmitti?
í háskóla okkar eru fáeinir sjóðir ætl-
aðir til styrktar efnilegum stúdentum.
Enginn er þess megandi að greiða svo
mikið sem fargjald eins manns vestur á
Löngufjöru. Eru íslenzkir menntamenn
óliklegri til þess að auka menning á ís-
landi en meyjarnar mittisgrönnu?
Við eigum nokkra efnilega vísindamenn,
sem ekkert vildu fremur gera en leggja
nótt við dag til að sinna hugðarefnum
sínum. Fæstir þessara manna hafa hin
minnstu skilyrði til þess að vinna að
rannsóknum sínum, þvi að timi þeirra
fer í brauðstrit. Hvi borgum við ekki í
rannsóknar- og útgáfusjóði suður í Vatns
mýri? Eru visindi svona miklu ófagur-
fræðilegri en kroppakeppni Tívólistjór-
ans?
—0—
Því vek ég máls á þessu, að mér of-
býður stundum það mat, sem min ást-
kæra menningarþjóð leggur á verðmætL
Auðvitað er öllum frjálst að þyrpast
á samkomur hugsjónamanna eins og t.
d. Tívólístjórans og brúðkaupsferðarstjór-
ans. Þeir kosta ungt fólk í siglingar, og
sjálfsagt er menningunni á íslandi greiði
ger með því að kynna heiminum það.
En mér finnst tómlætið gagnvart sum-
um öðrum ungum mönnum á íslandi, t.
d. listamönnum og skáldum, svo seig-
drepandi, að naumast séu sprottnar af
fagurfræðilegum áhuga þær ógnar fjár-
hæðir, sem velnefndir keppnisstjórar fá
handa á milli til þess að kynna heimin-
um æsku íslands.
Meyjarnar mittisgrönnu hafa verið
krýndar. íslandi hefur hlotnazt drottn-
ing. Brátt verður heiminum kunngjörður
meyjablómi íslands. Sögueyjan við pól-
bauginn, hlýtur sinn verðuga sess í menn-
ingu heimsins. Fegurðin á íslandi á sinn
þénara suður í Vatnsmýri.
Senn lækkar sólin göngu sína. Meyjar
íslands bíða næsta vors. Enn mun kall
hugsjónamannsins hljóma um byggðir:
— Aldrei fegurri en í ár!
S.S.
dagskrá
49