Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 52

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 52
Leifur Þórarinsson: Um tónlistarhátíð Það hefur löngum verið draumur ýmissa dáindismanna að efna til hljómleikahátíðar, þar sem flutt væru verk íslenzkra tónskálda eingöngu. Hefur þessum mönnum þótt um svo auðugan garð að gresja, þar er væru skrifborðsskúffur tónskáldanna, að mál þetta þyldi eigi nokkra bið. Linnti svo ekki látum þar til þetta kom til framkvæmda og voru fyrstu hljómleikarnir haldnir laugardaginn 27. apríl síðastliðinn. Þar voru flutt kammertónverk fyrir ýmis hljóðfæri og þótti vel takast, þó heldur væri yf- irbragðið syfjandalegt. Þeir hófust með strokkvartett eftir Helga Pálsson, og mun hann ekki hafa verið fluttur áður. Hann er heldur bragðdauft verk, en ekki ólaglega saminn. Þættir hans eru tveir og líkir sem tvíburar. Annað verkið, sónata fyrir óbó og klarinettu eftir Magnús Bl. Jóhanns- son, er tiltölulega meinlaust verk. Það ber öll merki saklausrar sálar, ásamt talsverðum kunnugleika á tónskáld- skap hins mikla áhrifamanns ís- lenzkra tónbókmennta, Páls nokkurs Hindemiths. Hins vegar er verk þetta ekki gott sýnishorn af verkum höf- undar, til þess er það of gamalt (sam- ið 1954) og getur varla skoðazt ann- að en skólaverk. Verk Karls O. Runólfssonar, and- ante fyrir celló og píanó, er heldur veigalítið og sannast að segja með því ómerkara, sem komið hefur frá þess- um höfundi. Um verk undirritaðs, Tríó fyrir blásara, verður ekki talað hér. Eftir hlé voru aðeins flutt tvö umtalsverð verk. Annað þeirra, fimm þættir fyrir lúðra og píanó eftir Vikt- or Urbancic, myndi líklega af flestum alvarlegri mönnum vera talið hálf- gert þunnildi. Hins vegar er það all- þokkalega samið og bar vott um kontinentalan lærdóm. Hið síðara, Svíta Artica eftir Hallgrím Helga- son, væri dauðasynd að kalla þunnt, svo mikið sem þar er borið í allt línu- skraut. En steril og óspennandi er það nú samt, þótt því verði ekki neit- að, að kunnátta mannsins hlýtur að vera afskaplega mikil. 50 DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.