Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 56

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 56
Karl Kvaran. buffet. Sigurjón Ólafsson er sá myndhöggvari, sem vekur hvað mesta athygli. Hann notar beinar og hreinar línur, sem lýsa heiðarleik og hógværri ást listamannsins á viðfangs- efninu. Asmundur Sveinsson minnir að ýmsu leyti á Moore í verkum sínum. Allir þessir listamenn hafa dvalið í Kaup- mannahöfn og París og nokkrir einnig í New- York. — íslendingar gera víðreist eins og sjá má. En hvert sem leið þeirra liggur minnast þeir upp- runa síns. Við skulum ekki álasa þeim fyrir það, því að land þetta á skilið þakkir allra listamanna. Hafsteinn Austmann: Tvær sýningar Eftir langa lognmollu verður sprenging. Það sannaðist bezt á sýn- ingu Guðmundar Guðmundssonar (Ferró). Hún vakti mikla athygli og óvenju margar myndanna seldust. Það má óska Guðmundi til hamingju með það, því að hverjum manni er nauðsyn að uppskera laun erfiðis sins í veraldarauði, þó að rómantískar sál- ir telji, að fylling sú, er listamaður- inn fær við sköpun góðs verks, skuli nægja honum. Um sýningu Ferrós má margt gott segja. Myndirnar eru dugnaðarlega unnar, það er að segja, við finnum, að listamaðurinn nennir að leggja sig fram. Það leynir sér ekki, að litasjón hef- ur hann góða, að vísu gætir þar mjög ítalskra áhrifa, sem eðlilegt má telja, eftir langa skólun þarlendis. í nokkr- um myndanna leika form og litir vel saman, svo að úr verður heilsteypt, örugg myndlist. Einkanlega á þetta við um smærri myndirnar (gouache). Stærri myndirnar fundust mér ekki eins góðar. Óhugnaðurinn í þeim víða falskur, og verkin ekki eins vel byggð. Sem dæmi má taka stóra mynd á endavegg til vinstri. Hún er byggð upp í einum fleti, en ruglað inn í hana perspektívi, sem veikir áhrif hennar og truflar skoðandann. 54 DAGSKRA

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.