Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 67

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 67
Poétae minores Jónas E. Svafár: Geislavirk tungl, ný IjóS og myndir, Reykjavík 1957. Einar Bragi: Regn í maí, Helgafell, Reykjavík í febrúar 1957. í útlöndum er sú tegund bókmennta er nefnist science-fiction að komast til æ meiri vinsælda og virðingar, og má það heita eðli- legt á tímum atóms og tækni þegar geimfarir virðast næsti kapítulinn í ferðasögu manns- ins. Því miður virðast þessar bókmenntir eiga litlu gengi að fagna hérlendis, ég minnist þess ekki að einn einasti höfundur íslenzkur hafi samið verk í anda þeirra. En þegar ég heyrði hina nýju bók Jónasar Svafárs, Geislavirk tungl, fyrst nefnda þóttist ég sjá í hendi mér að nú væri stundin runnin, nú héldi the sface man innreið sína í íslenzkar bókmenntir. Því fór ver að þetta hugboð reyndist rangt. Eftir allt saman var Jónas Svafár ekki frá- brugðinn öðrum skáldmennum á þann hátt sem ég hafði vonað. En hinu er ekki að leyna að bók hans er skemmtileg lesning, í ljóða- löndum hans sprettur mörg kynleg jurt, beisk og bragðsterk, en ekki tóm krækiber og lúsa- mulningar. Og maður lýkur lestri með svo- felldum hugsunum: Máski er maðurinn vit- laus — því ekki það? — en hann er að minnsta kosti haldinn skemmtilegri vitleysu en margur annar. Nú mundi tilheyra að birta sannanir og skilríki fyrir þessum fullyrðingum, og þá vand- ast óneitanlega málið enda erfitt um vik að birta hér langar tilvitnanir. Rödd Jónasar er engan veginn hversdagsleg þótt hann ræði gamalkunn viðfangsefni: ástina, ættjörðina, stríðið — og ekki sízt lífið í kringum okkur hér í Reykjavík, og stundum virðist manni slá hatramlega út í fyrir honum svo sem í nafnaþulunni um Brussuna ellu eða hinum frægu hendingum um sólina er spangólar hon- um í sinni og enn víðar. En upp úr allri hringa- vitleysunni gægjast sterkar hendingar og heil ljóð sem verða manni minnisstæð í einfald- leika sínum fyrir frumstæðan styrk og skemmtilega undirförulan húmor. Hann yrkir um ísland eitt skemmtilegasta ættjarðarljóð sem ég hef lengi séð; hann ávarpar þrumuguð- dagskrá inn og fólkið á jörðinni; og á sinn hátt hefur hann hefðbundinn skilning á sögu mannkyns: „vinna vélbyssur að vélritun á sögu mannsins skríða drekar eða sýklar inn í morgunsárið“ En sagan af ljóðagerð Jónasar er ekki hálf sögð meðan myndskreytinga hans eru að engu getið. Hverju ljóði fylgir mynd og oftast verð- ur ljóðið til að fylla myndina og myndin ljóð- ið; hvorugt má án annars vera; þetta er ein heild. Ekki veit ég hvort teikningar Jónasar eru myndlist í venjulegum skilningi þess orðs fremur en ljóðagerð hans ljóðlist. Vel má vera að svo sé ekki. En hvort tveggja er list engu að síður; það er þá prívatlist Jónasar Svafárs. Ég freistast til að taka hér upp að lokum eitt Ijóð Jónasar til sannindamerkis; það er trú- lega með betri ljóðum í bók hans og heitir Sjómannadagur: „að fæða englana með bandaríkin fyrir augum og eignast bifreið í bæjarútgerð þorskhausar varðarfélagsins streyma eftir ægissíðunni úr alþjóðabankanum“ Það er enginn venjulegur plebeji sem svo yrkir eins og hver maður getur séð. Jónas Svafár yrkir að vísu ekki um geimfarir og marzbúa eins og ég vonaði í upphafi. Þar í móti kemur að sjálfur er hann hálfgerður marz- búi í hópi skáldlinga héðra — og ámóta girni- legur til fróðleiks. O O O Regn í maí er fjórða ljóðabók Einars Braga og mun vera minnst bóka hans. Trúlega er hún einnig hin bezta. Manninum er sem sagt alltaf að fara fram, og eru það ærið ánægjuleg tíðindi út af fyrir sig. í bók Einars eru þrettán ljóð, og flest eru þau prýðilega snotur; þetta er smáger kveð- skapur og lætur ekki mikið yfir sér en er 65

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.