Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 69

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 69
sotti á hann að skrifa. Og hann hlýddi kall- inu. Fjórar sögurnar í bókinni Allra veðra von fjalla um sjómenn og sjómannalíf. Með skörp- um og þróttmiklum stíl tekst honum á þess- um fáu síðum að draga upp myndir úr heimi sjomannsins, sem vekja áhuga lesandans. Þeg- ar honum tekst bezt, er sjávarniður í orðum hans og saltur þefur í lýsingum hans af fang- brögðum manna og skipa við úthafssjó og miskunnarlausar höfuðskepnur. Það kann að vera að stundum bregði fyrir dálitlum ýkj- um í frásögu hans, en ýkjurnar verða ein- ungis til þess að festa myndina þeim mun betur í huga lesandans. Ég kann vel þessum ljósa karlmannlega frásagnarhætti, sem ein- kennir sögurnar í bókinni, og dáist að höf- undi fyrir það, hve persónur hans flestar — °g allar, sem hann Ieggur sérstaka áherzlu á, — verða lifandi og manneskjulegar, þótt hann bregði aldrei fyrir sig sálfræðilegum Ianghund- um og öðru leiðinlegu grufli, sem venjulega verður ekki til annars en að rugla Iesandann i nminu cg eyðileggja mannlýsinguna. Tvær sögur bókarinnar, Svarti sauðurinn og Hlið himinsins, eru ósamrættar hinum fjórum, utan það að báðar bera stíleinkenni höfundar sms, svo sem mér virðist þau vera á sjó- mannasögunum. Svarti sauðurinn er fyrst og fremst mannlýsing, en sú saga orkaði minnst a mig allra sagnanna, enda hef ég ekki haft spurnir af svo grallaralegum presti sem séra Jörundi siðan Grím prest Bessason leið — °g bað er nú fyrir minni margra kynslóða, að sú höfuðskepna féll í valinn. Og þó þykir mér það full áberandi anakrónismi — úr því að hann getur ártals í sögunni, — að láta klerk stunda heimabrugg með þeim tækjum, sem lítt eða ekki voru notuð hér á Iandi fyrr en um 1920 og þar á eftir Þá er einn- ■g óþarfa staðvilla að láta prestinn ríða á einum degi — einum hesti — frá Aust- fjörðum til Eyrarbakka, og finnst manni sem þar sé afturgengin sagan af þeysireið Áma lögmanns Oddsonar — með variasjónum. Hlið himinsins hefur þá sérstöðu meðal sagnanna, að hún er hrein táknmynd, þar sem Drottinn og Gabríel erkiengill eru aðal- persónur og sögusviðið ekki minna en öll sól- kerfi veraldar, þótt höfundur beini loks kast- ljosi sínu að þeirri plánetu, sem hefur eitt dagskrá tungl í eftirdragi og byggð er hinu tvífætta dýri homo sapiens. Þetta er veraldarsaga í vestisvasaútgáfu og hugleiðing um mannskepnuna og þá ábyrgð, sem hún sjálf ber á sjálfri sér. Maðurinn hef- ur það á valdi sínu, hvort hann sprengir upp sína plánetu eða gerir það ekki. „Drottinn þinn gefur líf og tekur, en hróflar ekki við frjálsri rás Iífsins." Vel gerð saga. Bók Jóhannesar Helga er prýðilega úr garði gerð hið ytra, enda myndskreytt af kunnum listamanni, og er það nokkurt nýmæli um fyrstu bók ungs höfundar. Ég minnist engrar prent- villu í bókinni og man í svip ekki eftir ann- arri málvillu en þeirri, að hel er notað í hvor- ugkyni á næst öftustu síðu, — og mátti því ekki tæpara standa. Ingvar Gíslason. Vegurinn norður Indriði G. Þorsteinsson: Þeir sem guð- irnir elska. Stuttar sögur. Iðunn, Reykja- vík 1957. Fyrir fáum árum varð það tíðinda, að ó- kunnur, ungur maður sigraði í smásagnasam- keppni tímarits eins hér í Reykjavík. Þetta hefði þó ekki sætt miklum tíðindum, ef ekki hefði viljað svo til, að ýmsir, sem vel voru að sér í íslenzku máli, setningafræði og siðfræðl fundu sig til knúða að grípa til pennans og ritdæma sögu þessa, sem raunar var ekki með öllu eftir þeirri forskrift, sem skólar vorir gefa nemendum sínum. Það lán hefur síðan fylgt höfundi þessarar sögu, að ritsmíðar hans hafa jafnan vakið athygli. Og nú er nýlega komin út þriðja bók hans, Þeir sem guðirnir elska, tíu stuttar sög- ur. Mál og stíll þessara sagna, tónn þeirra, er í öllum meginatriðum hinn sami og sá, sem einkennt hefur höfundinn frá því fyrsta sagan hans birtist. Þó hefur nokkur breyting á orð- ið. Af efni sagnanna er það augljóst, að höf- undurinn hefur upp á síðkastið gert víðreist til suðurs, austurs og vesturs, og gerast þrjár þeirra erlendis. Þrátt fyrir ferðalögin er þó höfundurinn eftir sem áður norðlenzkur mað- ur fyrst cg fremst, og það er alltaf vegurinn norður með sínum bugðum og beygjum, hæð- 67

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.