Félagsbréf - 01.10.1958, Page 10

Félagsbréf - 01.10.1958, Page 10
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON FRA KONRAÐI GlSLASYNI 'C'YRIR skömmu átti Konráð A Gíslason prófessor 150 ára afmæli. Það hefur verið hljótt innan veggja íslenzkra menn- ingar- og menntastofnana um þetta merkisafmæli, svo að sú spurning hlýtur að vakna, hvort þess sé yfirleitt nokkur þörf, að minning hans sé í heiðri höfð. Hafði lífsstarf hans eitt- hvert varanlegt gildi fyrir þá, sem draga andann í dag? Þess- um og öðrum spurningum held ég, að bezt verði svarað með því að gera stutta grein fyrir lífi hans og störfum, þó að slíkt verði að sjálfsögðu af vanefn- um gert sakir þess stakks, sem grein þessari er skorinn. Konráð Gíslason var í heim- inn borinn að Löngumýri í Skagafirði, 3. júlí 1808, að því er hann sjálfur telur. Foreldr- ar hans voru Gísli Konráðsson sagnaritari og Eufemía Bene- diktsdóttir. Konráð var elztur margra systkina og komst snemma í kynni við lífsbarátt- una, því að foreldrar hans voru fátækir, en hugur föður hans var meir snúinn til ritstarfa og fræðimennsku en vel þótti henta. Konráð hefur sjálfur samið stutt æviágrip, sem fjallar mest um uppvöxt hans og námsferil. Þar segir hann, að móðir sín hafi verið sinn fyrsti kennari, en síðan hafi hann fengið nokkra tilsögn hjá Jóni prófasti Konráðssyni, m. a. hlaut Kon- ráð fyrstu tilsögn í latínu hjá honum. Annars var það löng- um starfi hans að gæta fjár föður síns, en hann segist hafa verið smali frá því hann var 8 ára og þangað til hann var kominn á 19. ár. Þá má segja, að hann fari úr foreldrahúsum og smalaævi hans sé öll. Hann var sendur á vertíð suður á land í skipsrúm föður síns. Svo fór þó, að hann stundaði aldrei sjó, nema þessa einu vertíð, því eftir lok hennar kom hann til Bessastaða og var svo ráð fyrir gert, að hann skyldi vinna að grjótgarðshleðslu ásamt öðrum

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.