Félagsbréf - 01.10.1958, Page 31

Félagsbréf - 01.10.1958, Page 31
FELAGSBREF 29 Zípýshev leit á félaga sína til að athuga, hvort þeir væru honum sammála. En það var Píotr ekki. — Sjáið þið nú til, piltar, sagði hann, þessi fundur stendur ekki lengi yfir. Það er ekki margt, sem þarf að ræða. Og þegar við erum farnir, getið þið fengið herbergið til umráða. Loks kom svo kennslukonan, Akulína Senjonóvna. Hún var ung og smávaxin. Hún líktist telpukrakka. Er hún hafði tekið af sér stóra gráa ullarsjalið, hnypraði liún sig saman í horninu undir útvarpshillunni. Það lifnaði yfir karlmönn- unum við komu hennar, meira að segja Zípýshev. Hann ávarpaði hana samt í yfrið ströngum umvöndtmartón, eins og valdsmanna er siður. — Hvað á þetta að þýða, Akulína Semjonóva? Hvers vegna kemur þú of seint og lætur okkur bíða? Akulína Semjonóva leit skömmustulega á Zípýshev og síðan á stubbakrukkuna, svo varð hún niðurlút. — Ég ... ég tafðist í skól- anum. Það er reyndar eitt sem ég vil koma á framfæri, áður en við byrjum, Píotr Kúsmits, hélt hún áfram og sneri sér að hinum ein- henta: Skólinn er alveg eldsneytislaus. — Það skulum við tala um seinna, greip Zípýshev fram í. Nú á flokksfundurinn að hefjast. Héraðsstjórnin liefur hvað eftir annað krafizt þess, að haldnir séu að minnsta kosti tveir fundir í mánuði, en okkur tekst naumast að halda einn þannig að fundarfært sé. Hvar ætli við stöndum, þegar við verðum krafin reikningsskapar? Nú greip Ivan IConóplev fram í án þess þó að mæla orð. Hann ræskti sig aðeins á þann liátt, að Zípýshev fór allur hjá sér. Hann leit vandræðalega frá einum til annars og afsakaði sig. En allir þögðu. Þá komst Zípýsliev aftur á sporið og liélt nú strikinu. Rödd hans varð liörð og skipandi. Hann liafði ummyndazt, jafnvel skeggið var eins og hátíðleg umgjörð um andlitið sem skyndilega hafði stirðnað. Hann sagði við þvottakonuna í skipunartón: Komdu þér út undir- eins, Marfa. Þetta er flokksfundur. Við ætlum að ræða málin. Gamla konan skyldi strax að hér var alvara á ferðum og lilýddi því möglunarlaust. — Ræðið þið bara. Allir verða að beygja sig fyrir því. Nú fer ég. Dyrnar lokuðust hljóðlega á eftir Mörfu. Síðan stóð Zípýshev upp

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.