Félagsbréf - 01.10.1958, Page 47

Félagsbréf - 01.10.1958, Page 47
br£f fra leseoum Þnð skal í vkkur snmt. TVTOKKUR undanfarin ár hefur allstór hópur menntaðra manna lagt sig ’ í líma við að skapa þjóðinni nýjan listasmekk, einkum á sviði mynd- listar og ljóðlistar. Abstrakt-myndlist og atom-ljóðlist er það, sem koma skal, segja hinir nýju spekingar. Hér skal ekki tekin til athugunar nema önnur listgreinin, — ljóðlistin nýja, eða „tjaslið", sem Páll V. G. Kolka hefur í ágætri grein í Mbl. nefnt hinn órímaða samsetning „ungskáldanna". Þessi orð eru skrifuð í tilefni af greinarkorni (ræðu), sem birtist í síðasta hefti „Félagsbréfs" Almenna bókafélagsins (hvar sjaldan gefur að líta rímað ljóð), eftir höfuðspámann tjasl-kynslóðarinnar, Sigurð A. Magnússon, sem jafnframt er bókmenntagagnrýnandi stærsta og útbreidd- asta blaðs landsins. I grein þessari kemst höf. svo að orði: „Rím og stuðlar eru álíka mælikvarði á gæði skáldskapar og kommu- setning er á stíl höfunda í óbundnu máli. Og læt ég svo útrætt um það mál“. Fljót afgreiðsla það! Ekki veit ég, hvort greinarhöf. hefur einhverjar sérstakar hugmyndir um kommusetningu í óbundnu máli, en flestir munu ætla, að hún lúti ein- hverjum lögmálum, t. d. sé ekki sama, hvort komma er sett á milli aðal- setningar og aukasetningar eða t. d. aftan við fyrsta orðið í aukasetning- unni. Samlíkingin er því fjarri lagi, og má hér vera „útrætt um það mál“. Þá tekur höf. til meðferðar ljóðlist nokkurra tjaslskálda og fer með brot úr verkum þeirra. Ber hann á þau mikið lof og því meira, sem þau eru fjær því að nota (eða kunna) stuðlasetningu og rím. Á tvö þessara ungskálda ber hann ekki nema takmarkað lof, enda hafa þau bæði sýnt kunnáttu í meðferð stuðlaðs máls. Eitt snjallasta ungskáldið kveður höf. vera Stefán Hörð, og tekur til sönnunar því áliti sínu þetta listaverk: Bifreiðin, sem hemlar hjá rjóðrinu í líki svartrar pöddu hvílir heit hjól sín á meðan fólkið streymir í skóginn og fyllir loftið blikkdósahlátri.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.