Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Page 2
Guðmundur Þór Kristjánsson, kenn-
ari við Menntaskólann á Ísafirði,
lagði af stað í bílferð til Reykjavíkur 6.
ágúst í sumar. Ferðin átti eftir að hafa
meiri afleiðingar en hann hefði getað
ímyndað sér.
Guðmundur, sem er 53 ára, hafði
reykt af áfergju í rúm 35 ár. Síðustu
15 ár hefur hann reykt allt upp í tvo
pakka af sígarettum á dag. Eftir að
hafa reynt nærri allar aðferðir til að
hætta að reykja, en án árangurs gerð-
ist loksins eitthvað sem Guðmundur
Þór kann vart skýringu á sjálfur. „Ég
þurfti að keyra snemma um morg-
uninn frá Ísafirði til Reykjavíkur þar
sem ég þurfti að mæta á námskeið.
Ég hafði það fyrir reglu að stoppa
alltaf á ákveðnum stöðum á leið-
inni til þess að kveikja mér í,“ segir
hann. Þegar Guðmundur var kom-
inn að flugvellinum á Ísafirði var
kominn tími á fyrstu sígarettuna.
Hann stoppaði því úti í vegkanti líkt
og hann var vanur að gera. „Svo hélt
ég áfram að keyra. Þegar ég var kom-
inn að Kambsnesi skammt frá Álfta-
firði langaði mig skyndilega rosa-
lega mikið í sígarettu.“ Aðstæður á
heiðinni reyndust þó vera þannig að
Guðmundur gat ekki stoppað í þetta
sinn. Hann hélt því áfram á leið sinni
til Reykjavíkur.
Þarf þetta ekkert
„Skyndilega uppgötvaði ég að ég
hafði keyrt í tæpan einn og hálfan
klukkutíma án þess að stoppa til að
reykja. Þá fór ég að hugsa hvern fjand-
ann ég hefði verið að gera. Ég þarf
ekkert að reykja, ég get alveg gleymt
því. Ég tók því þá ákvörðun að fleygja
pakkanum mínum út um gluggann á
bílnum. Eftir það hefur tóbakslöng-
unin ekkert komið upp í hausinn á
mér aftur,“ segir Guðmundur sem nú
hefur ekki snert á tóbaki í rúma þrjá
mánuði. Áður hafði hann gert ótal
margar tilraunir til þess að hætta.
Hann segist meðal annars hafa ver-
ið með fyrstu mönnum sem keyptu
nikótínplástrá og -tyggjó. Alltaf gafst
hann þó upp eftir örfáa klukkutíma.
„Ég þakka bara guði fyrir að ég hafi
ekki farið í brennivín eða dóp. Þá
væri ég sennilega dauður.“
Veit ekki hvað er að mér
Guðmundur segist fyrst núna vera
farinn að átta sig á því hversu gott er
að vera laus við tóbaksfíknina. Hann
segir það einfaldlega ekki til í kerfinu
lengur að hann langi í tóbak. „Fyrir
mánuði var ég að skemmta mér með
vinum og fékk mér eina ölkönnu. Þá
ákvað ég í tilefni dagsins að fá mér
eina. Svo þegar ég ætlaði að kveikja
í kúgaðist ég og fékk algjöra flök-
urleikatilfinningu. Ég gat bara ekki
reykt.“
Þegar Guðmundur er beðinn að
útskýra hvað hafi orsakað það að
hann hætti algjörlega upp úr þurru
að reykja, segir hann: „Ég velti því
fyrir mér hvort ég hafi fengið eitt-
hvert höfuðhögg. Ég er ekkert trúaðri
en aðrir þannig að ég held varla að
þetta tengist því á nokkurn hátt, ég
veit bara ekkert hvað er að mér,“ seg-
ir hann og hlær.
Einn stærsti vinningur ævinnar
Guðmundur hefur lengi haft gam-
an af sögu sem gamall sjómaður frá
Siglufirði sagði honum eitt sinn. Sá
hafði verið stórreykingamaður eins
og hann sjálfur. „Hann var á leiðinni í
aðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri og
þar var indverskur læknir sem svæfði
hann fyrir aðgerðina. Læknirinn sá
strax að hann var stórreykingamað-
ur og rétt áður en hann svæfði gamla
manninn, spurði hann hvort hann
vildi ekki hætta að reykja, sjómað-
urinn jánkaði því að sjálfsögðu. Þeg-
ar maðurinn vaknaði eftir aðgerðina
langaði hann ekkert í tóbak lengur
og reykti aldrei framar. Hann skildi
ekkert hvað Indverjinn hafði gert við
hann, en núna er ég sjálfur búinn að
lenda í þessu. Þetta er alveg frábært.
Fyrir utan börnin mín er þetta einn
stærsti vinningur sem ég hef fengið á
ævinni.“
Þetta helst
föstudagur 26. október 20072 Fréttir DV
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Endalaust berast fréttir af
Orkuveitunni og því fólki
sem var treyst fyrir henni.
DV sagði frá að endur-
skoðunin hefði verið færð
á milli fyrirtækja. Skömmu eftir
að Haukur Leósson, stjórnarfor-
maður Orkuveitunnar, tók sæti í
stjórn fyrirtækisins var skipt um
endurskoðendafyrirtæki þess.
Áður hafði Deloitte séð um alla
endurskoðun en hann beitti sér
fyrir útboði sem leiddi til þess að
KPMG tók við verkinu. Hauk-
ur var lykilstjórnandi hjá KPMG
áður en hann færði sig yfir til Orkuveitunnar, sagði í frétt DV. Pétur
Blöndal þingmaður var inntur álits: „Menn verða að gæta varúðar í
svona málum. Það skiptir máli hvort viðkomandi sé eigandi eða starfi
að einhverju leyti þarna ennþá. Þá er þetta spurning um vanhæfi.“
formaðurinn fékk sittmiðvikudagur 24. október 20072
Fréttir DV
Kærir ríkið fyrir mismunun„Við erum með lögfræðing sem
er að undirbúa kæru á hendur rík-
inu,“ segir Sigurður Hólm Gunnars-
son, varaformaður Siðmenntar, sem
er félag siðrænna húmanista á Ís-
landi.
Ástæða þess að félagið er að und-
irbúa kæru er sú að stjórnvöld hafa
tvívegis neitað félaginu um að vera
skráð sem trúfélag. „Okkur hefur
verið hafnað í bæði skiptin á grund-
velli þess að við trúum ekki á neitt
yfirnáttúrulegt. Okkur finnst þetta
vera mismunun og þessi kæra verð-
ur þingfest vonandi núna fyrir ára-
mót.“
Systurfélag Siðmenntar í Nor-
egi fékk árið 1981 að vera skráð sem
trúfélag og fékk félagið sömu íviln-
un og trúfélög þar í landi. Sigurð-
ur segir að um leið og sá möguleiki
hafi verið fyrir hendi í Noregi hafi fé-
lagið fljótlega orðið að næststærsta
lífsskoðunarfélagi Noregs, aðeins
norska þjóðkirkjan er fjölmennari.
„Ég er sannfærður um að ef þessi
möguleiki væri fyrir hendi hér á
landi myndi fækka enn hraðar í
Þjóðkirkjunni. Við viljum hafa jafna
stöðu og vísum þá til Noregs og vís-
um einnig til þess að Siðmennt er
að veita þjónustu en við viljum vera
laus við þennan trúarlega grunn.
Okkur finnst ósanngjarnt að allir fái
stuðning hér á landi nema þeir sem
hafa lífsskoðanir sem byggjast á hú-
manískum eða veraldlegum gild-
um.“
Siðmennt býður upp á margvís-
lega þjónustu en meðal þess sem
boðið er upp á er borgaraleg gift-
ing og borgaraleg ferming. Sigurð-
ur segir að fjöldi fólks hafi nýtt sér
þá þjónustu Siðmenntar og bætir
Sigurður við að þar sem Siðmennt
bjóði upp á sömu þjónustu og trú-
félög sé það réttlætanlegt að félag-
ið fái notið sömu lagalegu stöðu og
trúfélög.
„Ég ítreka það að við erum ekki
að sækjast eftir fjármagni þar sem
ríkið styrkir starfsemi trúfélaga. Ég
hef verið á þeirri skoðun að trúfélög
eigi að standa á eigin fótum. Í þess-
ari kæru okkar ætlum við að vísa til
þess að við viljum hafa jafna stöðu
á við trúfélög og til þess að í Noregi
varð systurfélag okkar skráð eins og
trúfélag.“ einar@dv.is
Ætlar að kæra Sigurður segir að Siðmennt vilji fá sömu
stöðu og trúfélög hér á landi.
Bókhaldið fært til
stjórnarformanns
Skömmu eftir að Haukur Leósson,
stjórnarformaður Orkuveitunnar,
tók sæti í stjórn fyrirtækisins var
skipt um endurskoðendafyrirtæki
þess. Áður hafði Deloitte séð um
alla endurskoðun en hann beitti
sér fyrir útboði sem leiddi til þess
að KPMG tók við verkinu. Haukur
var lykilstjórnandi hjá KPMG áður
en hann færði sig yfir til Orku-
veitunnar.
Þegar Haukur tók sæti í
stjórn Reykjavík Energy In-
vest, REI, var ekki lögð fram
nein krafa um útboð á bók-
haldsvinnu fyrirtækisins líkt
og var gert við stjórnar-
skiptin hjá Orku-
veitunni. Þess
í stað tók
KPMG við
verkinu og
hefur séð
um endur-
skoðun REI
frá stofnun. Enn þann daginn í dag
nýtur Haukur góðs af störfum sín-
um hjá KPMG og hefur þar vinnu-
aðstöðu þegar hann óskar þess.
Kom ekkert nálægt
Anna Skúladóttir, framkvæmda-
stjóri fjármála Orkuveitunnar, seg-
ir ákvörðun um útboðið hafa ver-
ið tekna eftir síðustu stjórnarskipti
fyrirtækisins. Hún segir það ekki
hafa haft neitt að gera með óánægju
með fyrri endurskoðendur. „Stjórn-
armönnum fannst Deloitte
hafa setið að verkinu
um nokkurt skeið og
vildu ráðast í útboð.
Það bárust tilboð
frá öllum stærstu
fyrirtækjunum og
staðreyndin er sú að
KPMG var lægst. Það
var mjög skýrt og ekkert
sem breyttist á leiðinni,“
segir Anna. Hún úti-
lokar alfarið að Hauk-
ur hafi haft afskipti
af málinu í þá veru
að KPMG fengi
verkið. „Þetta var
ekkert tengt því að stjórnarformað-
urinn var áður starfsmaður KPMG.
Það var alveg örugglega ekki þannig
enda hafði nokkur tími liðið frá því
hann hætti þar til hann kom til okk-
ar. Þar að auki kom stjórnarfor-
maðurinn ekkert nálægt útboðinu
sjálfu og þetta var allt unnið á fag-
legum nótum. Ég útiloka það al-
gjörlega að fyrri störf hans hafi haft
áhrif á niðurstöðuna.“
Gæti varúðar
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir ekki óalgengt
að ný stjórn hafi áhuga á því að
skipta um endurskoðendur. Hann
segir hins vegar afar mikilvægt að
forðast hagsmunaárekstra ef um
nokkur tengsl stjórnarmanna sé
að ræða við einhvern tilboðsað-
ila. „Menn verða að gæta varúð-
ar í svona málum. Það skiptir máli
hvort viðkomandi sé eigandi eða
starfi að einhverju leyti þarna enn-
þá. Þá er þetta spurning um van-
hæfi. Hins veg r var efnt til útboðs
og í ljósi tengsla má spyrja hvort
það hafi verið sanngjarnt og hlut-
laust útboð,“ segir Pétur.
„Ég geri ráð fyrir því að viðkom-
andi stjórnarmaður, sem hafði
þessi tengsl, hafi lýst sig vanhæf-
an og ekki tekið þátt í ákvörðunum
málsins. Sú hætta er vissulega alltaf
til staðar að upp komi grunsemdir
um að mikilvægum upplýsingum
hafi verið komið áleiðis til einhvers
hlutaðeigandi í útboðinu. Reglur
um útboð eiga að koma í veg fyrir
slíkt.“
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki í Hauk, Dag B. Eggerts-
son borgarstjóra eða Svandísi Svav-
arsdóttur, staðgengil borgarstjóra,
við vinnslu fréttarinnar.
Haukur Leósson
TrausTi HafsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Sú hætta er vissulega
alltaf til staðar að upp
komi grunsemdir um
að mikilvægum upp-
lýsingum hafi verið
komið áleiðis til ein-
hvers hlutaðeigandi í
útboðinu.“
Vangaveltur um vanhæfi Þar sem stjórnarfor-maður orkuveitunnar hafði tengsl við einn af tilboðsaðilum vakna spurningar um hversu sanngjarnt og hlutlaust útboðið var á endanum.
Haukur Leósson Samkvæmt heimildum dv beitti hann sér fyrir því að útboðið færi fram sem leiddi til þess að fyrrverandi atvinnurekandi hreppti hnossið.
Pétur Blöndal Þingmaður
sjálfstæðismanna segir að fara þurfi
varlega við útboð og gæta þess að
engin tengsl séu þannig að hætta
sé á hagsmunaárekstrum.
Drykkjulæti
í Leifsstöð
Karlmaður var handtekinn
í komusal Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar rétt eftir klukkan
eitt í fyrrinótt. Hafði maður-
inn verið með æsing og upp-
steit við tollverði og var því
kallað til lögreglu vegna hans.
Þegar lögregla kom á vettvang
tók ekki betra við heldur hélt
hann uppteknum hætti við
lögregluþjóna og veittist að
þeim.
Maðurinn, sem var drukk-
inn, var handtekinn og færður
á lögreglustöðina á Suður-
nesjum. Þar fékk hann að
sofa úr sér áfengisvímuna
og var færður til yfirheyrslu í
gærmorgun til að svara fyrir
hegðun sína.
Sorgmædd
vegna sýknu
„Það er hörmulegt að
þessir menn hafi verið sýkn-
aðir og ég verð sorgmædd
við þessi tíðindi. Ég skil alveg
að við verðum að fara eftir
landslögum en þetta er sárt,“
segir Thelma Ásdísardóttir
hjá Stígamótum. Þrír menn
voru í gær sýknaðir af ákæru
um barnaníð en mennirn-
ir mættu á stað sem tálbeita
á vegum Kompáss beindi
þeim á eftir að þeir lýstu yfir
áhuga á kynmökum við 13 ára
stúlku.
„Þetta var þó sterkur leik-
ur og ég veit um dæmi þess
að menn hafi ekki þorað að
svara auglýsingu þar sem þeir
óttuðust að Kompás væri að
verki,“ segir Thelma.
Eldur í flétturima
Eldur kom upp í fjölbýlis-
húsi við Flétturima í Grafarvogi
klukkan fimm í gær. Slökkvilið,
lögregla og sjúkrabíll þeystu á
vettvang en þegar þangað kom
varð ljóst að lítil hætta var á
ferðum, kviknað hafði í blaða-
bunka. Verið var að vinna að
endurbótum í húsinu þegar eld-
urinn kom upp. Slökkviliði gekk
greiðlega að ráða niðurlögum
eldsins og því urðu ekki miklar
skemmdir. Engin slys urðu á
fólki og tjónið lítið.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Vilja nýja
sundlaug
Ísfirðingar vilja fá nýja sund-
laug. Sundhöll Ísafjarðar var
tekin í notkun 1944 og er of lítil
í dag að mati Halldórs Halldórs-
sonar, bæjarstjóra Ísafjarðar-
bæjar. Hann vill hefja umræðu
um nýja laug hið fyrsta og gera
ráð fyrir henni á fjárhagsáætlun
næsta árs. Halldór segir skóla-
sund nemenda útiloka notkun
annarra.
„Umræðan um nýja laug hef-
ur verið lengi í gangi. Að mati
flestra er núverandi laug alltof
lítil og fyrir vikið er ekki hægt að
halda henni opinni fyrir almenn-
ing nema snemma á morgnana
og á kvöldin,“ segir Halldór.
„Þetta var bara kalt, alveg skít-
kalt,“ sagði Barði Önundarson,
43 ára. Hann var einn þeirra
sem féll útbyrðis er bát hvolfdi
á Fremra-Selvatni í Mjóafirði
laugardaginn fyrir viku. Barði
var við veiðar ásamt eiginkonu sinni
Elvu Jóhannsdóttur og þremur öðrum
konum þegar alda kom undir árabát-
inn að aftan með þeim afleiðingum að
hann kastaðist á aðra öldu fyrir framan
bátinn. Barði segir að þá hafi bátn-
um hvolft og þau öll fallið útbyrðis. Konurnar fjórar komust fljótlega
í land af sjálfsdáðum en Barði var ekki jafn lánsamur og flaut í burtu
frá Elvu og hinum konunum. Þær komust að litlu nesi sem er rétt hjá
þar sem bátnum hvolfdi. Fréttir af björgun fólks í lífshættu skipta alls
staðar máli. Ekki síst í fámennu samfélagi eins og okkar.
vildi ekki yj
Ég vildi
ekki
deyja
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
mánudagur 22. október 2007 dag
blaðið vísir 170. tbl. – 97. árg. – ve
rð kr. 235
Jón Viðar Jónsson
leiklistarfræðingur
dæmir leikritið
Kafka og sonur
sem Þjóðleikhúsið
sýnir.
Vondi
pabbi
barði Önundarson, 43 ára, féll í ískalt Vatnið er b
át hVolfdi á fremra-selVatni í mjóafirði:
Unglingar á Akranesi gerðu aðsúg að lögr
eglunni á Írskum dögum í sumar. Atvikið v
ar tekið upp á
myndband og það sett inn á Youtube. Má
lið rætt á ráðstefnu og myndbandið sýnt.
12 síður um enska boltann þar sem arsenal heldur t
opp-
sætinu eftir sigur á Bolton. Chelsea spilaði loksins sk
emmti-
legan fótbolta og dómarinn Mark Clattenburg var b
æði
hetja og skúrkur í grannaslagnum í liverpool.
ArsenAl
heldur
toppnum
Barði var við veiðar ásaMt eiginkonu sinni elv
u jóhannsdóttur
og fleiruM þegar Bát þeirra hvolfdi. fjórar ko
nur koMust fljót-
lega í land af sjálfsdáðuM en Barði flaut í Bur
tu og var hátt í
klukkustund í ísköldu vatninu. kraftaverki n
æst að hann lifir.
ÁrÁs Á
löggu
sýnd Á
neti u
Björgólfur guðmundsson segist hafa verið
hamingjusamur í fátækt sem ríkidæmi.
teinóttur eins og kr
rÄikkönen orðinn heiMsMeistari
kimi räikkönen frá finnlandi kom fyrstur í mark í br
asilíska
formúlu 1 kappakstrinum í gær. þetta var síðasta ke
ppni ársins og
varð räikkönen heimsmeistari ökumanna eftir bará
ttu við
Mclaren-félagana fernando alonso og lewis hamilt
on.
fréttir
DV-MYND HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON
fréttir
2
„Við búum ekki á götunni,
en þetta eru ekki viðun-
andi aðstæður á Íslandi
árið 2007,“ sagði Svand-
ís Rós Þuríðardóttir í frétt
DV. Hún hafði búið í íbúð
á vegum Félagsþjónustunnar í
Breiðholti síðustu misseri en er
nú flúin að heiman og býr með
tvö eldri börn sín í sumarbústað
í Eyjafirði. Ástand íbúðarinnar í
Breiðholti er hörmulegt, vatn lek-
ur inn um stofuvegg og hefur gert
frá því Svandís flutti inn.
Svandís flúði með þrjú börn sín úr
hriplekri íbúð sem hún fékk fyrir
sig og börnin í Breiðholti. Raki
og sveppir gera íbúðina óíbúð-
arhæfa. Svandís og börnin gistu
nokkrar nætur á gistiheimilum
og hótelum en nú hefur hún fengið sumarbústað í Eyjafirði fyrir sig og
tvö börnin. Eitt varð eftir hjá föður sínum vegna náms.
flúði sveppi og pöddur
þau flúðu
sveppi
og pöddur
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjudagur 23. október 2007 dagblaðið vísir 171. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
þriggja barna móðir neyddist til að flytja að heiman vegna rakaskemmda á heimilinu:
>> Kraftlyftingamaðurinn Jón „bóndi“ Gunnarsson var handtekinn eftir að sterar fundust undir sólpalli í garðinum heima hjá honum. Jón hefur áður verið handtekinn eftir að mikið magn stera fannst heima hjá honum en segist ekkert kannast við sterana sem fundust núna.
tvö barnanna eru hjá móður sinni í sumarbústað við eyjafjörð. þriðja barnið er hjá föður sínum. börnin tekin úr
skólanum. veikindi sóttu á fjölskylduna áður en móðirin gafst upp. þau hafa verið á hrakhólum síðan. sjá bls. 7.
Steramaðurinn
veit ekki hver
Setti Sterana
undir Sólpallinn
fréttir
fréttir
þríréttuð
fjara
byggja hótel
>> Ungmennafélag Íslands hefur leigt út hótelrekstur í byggingu sem reist verður á lóð við höfnina í Reykjavík. Enn hefur ekki verið gengið frá úthlutun lóðarinnar og borgaryfir-
völd hafa ekki gefið samþykki fyrir að lóðin
verði notuð með þessum hætti.
Átti að verða borgarlistamaður
fréttir
þórarinn eldjárn skáld fékk upphringingu þar sem hann var spurður hvort hann þæði tilnefningu sem borgarlista-maður reykjavíkur 2007. viku síðar hafði mikið breyst. þávar aftur haft samband við þórarin og honum tjáð að ragnar bjarnason söngvari yrði borgarlistamaður en ekki hann eins og tilkynnt var í fyrra símtalinu.
>> Barði Önundarson er ekki
hættur að fara á veiðar þrátt
fyrir að hafa lent í sjávarháska
um helgina. Barði, sem segist
hafa fengið fjöruna þríréttaða í
raunum sínum á laugardag,
segir meiri líkur á að hann
renni á sápu í sturtu og fari sér
þannig að voða heldur en að
hann farist á sjó. Hann ætlar
samt að fjárfesta í flotgalla.
>> Jónas Grani Garðarsson, markakóngur Landsbankadeildarinnar, gekk í gær í raðir FH-inga og skrifaði undir eins árs
samning. Þá mun Höskuldur Eiríksson
skrifa undir tveggja ára samning við FH í
dag. Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í gær, þar sem Newcastle vann öruggan
3–1 sigur á Tottenham. Tottenham er í
fallsæti og Martin Jol, stjóri liðsins, á ekki
sjö dagana sæla.
Jónas Grani til FH
DV Sport
þriðjudagur 23. október 2007 15
Sport
Þriðjudagur 23. október 2007
sport@dv.is
Clattenburg í leikbann
FH-ingar standa í stórræðum þessa
dagana og eru í óða önn að styrkja
lið sitt fyrir næsta tímabil. Í gær var
gengið frá samningi við Jónas Grana
Garðarsson og í dag skrifar Höskuld-
ur Eiríksson undir tveggja ára samn-
ing við FH.
Jónas Grani lék með FH á sínum
tíma en yfirgaf félagið fyrir tveimur
árum og gekk í raðir Fram. Þar átti
Jónas Grani góðu gengi að fagna og
var markahæsti leikmaður Lands-
bankadeildarinnar í sumar.
Aðspurður um ástæðu þess að hann
ákvað að fara aftur í FH var svarið
einfalt. „Heimir Guðjóns. Tækifæri
til að fara aftur í FH og það var erfitt
að hafna því.
Þrátt fyrir mjög erfiða ákvörðun um
að fara frá Fram, þar er uppbygging í
gangi sem mér líst vel á, þá var þessi
séns að fara aftur í FH of góður kost-
ur fyrir mig. Mér fannst ég verða að
Jónas
Grani oG
Höskuldur
í raðir fH
Öruggt hjá
newcastle
Byrjar Eiður Smári inni á?
dv mynd ragnheiður
3
Guðmundur Þór Kristjánsson reykti í þrjátíu og fimm ár. Hann
gerði óteljandi tilraunir til að hætta að reykja en án árangurs.
6. ágúst lagði hann af stað keyrandi frá Ísafirði til Reykjavíkur. Í
ferðinni gleymdi hann að stoppa úti í vegkanti til að reykja og
skyndilega hvarf öll tóbakslöngun. Hann hefur ekki snert á
sígarettu í þrjá mánuði og er sjálfur undrandi á því hvað hafi gerst
í hausnum á honum sem olli þessu.
gleymdi að stoppa
og hætti að reykja
„Ég tók því þá ákvörð-
un að fleygja pakkanum
mínum út um gluggann
á bílnum. Eftir það hefur
tóbakslöngunin ekkert
komið upp í hausinn á
mér aftur.“
ValGEir Örn raGnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Guðmundur Þór Kristjánsson
„Ég velti því fyrir mér hvort ég
hafi fengið eitthvert höfuðhögg.
Ég er ekkert trúaðri en aðrir
þannig að ég held varla að þetta
tengist því á nokkurn hátt, ég
veit bara ekkert hvað er að mér.“
hitt málið