Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 26. október 20074 Fréttir DV Sandkorn n Helgi Seljan stóð sig vel þegar hann sýndi fram á það í Kastljósinu að Haraldur Jo- hannessen ríkislög- reglustjóri hafi klúðrað 19 málum síðan 2002. Víst er að Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps- ins, hefur ekki átt auðvelt með að samþykkja að slík frétt færi út um vin sinn Harald en þetta sýnir að hún er starfi sínu vax- in og hlífir engum. Einhverjir benda þó á að Kastljósið heyri undir Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra sem fram að þessu hefur ekki verið þekkt- ur fyrir neitt hálfkák þar sem kemur að fréttamálum. n Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hefur verið mjög upptekinn af Baugsmiðlum á heimasíðu sinni og haft ýmsar skoð- anir á rekstri þeirra. Björn er fulltrúi einkafram- taksins á Alþingi Ís- lendinga en hefur lítið komið að rekstri sjálfur. Þó átti hann eftirminnilegan sprett sem stjórnarformaður Almenna bókafélagsins á árunum1987– 1991 þegar félagið var á beinni siglingu í þrot. Björn slapp þó við að óska eftir gjaldþroti með því að hoppa frá borði skömmu áður en reksturinn stöðvaðist. n Kóngurinn Bubbi er nú á ferðalagi um landið að leita að söngvara í hljómsveit sína. Verið er að taka upp þáttinn „Band- ið hans Bubba“ og það hef- ur komið keppendum úti á landi á óvart að Bubbi sýnir á sér al- gjörlega nýja hlið þegar hann hlustar á feimna þátttakendur. Harkan og „nastíheitin“ sem hann þótti hafa sýnt í söngv- arakeppnum á Stöð 2 eru alveg úr sögunni. n Það vakti athygli þegar til- kynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár að ein vinsælasta íslenska kvikmynd ársins, Astrópía, hlýtur aðeins eina tilnefningu. Þar er Gunn- ar B.Guðmundsson tilnefndur sem besti leikstjór- inn. En fleira kem- ur á óvart í tilnefning- unum, ekki síst það að enginn er tilnefndur fyrir tónlist í kvikmynd... n Elías Guðmundsson hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Hvíldarkletti á Suðureyri hefur, eins og þekkt er orðið, þurft að afla fyrirtæki sínu á bilinu 350 til 400 leyfa til þess að mega selja túristum pláss í sjóstanga- veiði. Það er hagkvæmt fyrir út- gerð að láta sjómenn- ina greiða fyrir að fá að veiða fisk- inn. Hins vegar gagn- rýna gamlir sjómenn uppátækið og segja vinnuna hafða af sér. Alcan á Íslandi, Hafnarfjarðarbæ og íslenska ríkinu var stefnt af eig- endum jarðanna Óttarsstaða I og II. Þeir telja sig verða af milljörðum króna sökum mengunar frá álverinu og ónothæfi landsins. Þess var krafist að rekstri álversins verði hætt eða greiddar skaðabætur fyrir jarðirnar. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur og kæra til Hæstaréttar undirbúin. Land í áLögum Eigendur landareignanna Óttarsstaða I og Óttarsstaða II í Hafnarfirði hljóta ekki skaða- bætur vegna starfsemi álversins í Straumsvík. Sökum mengunar í jörðu, lofti og vatni frá álverinu fá eigendurnir ekki heimild frá skipu- lagsyfirvöldum fyrir íbúðabyggð á stórum hluta landsins og vilja bæt- ur fyrir. Málinu var í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Sam- anlögð stærð lóðanna er í kring- um 1.400 hektarar. Af því er nærri þriðjungur, 456 hektarar, ónothæf- ur undir byggingarsvæði þar sem hann flokkast undir takmarkað ábyrgðarsvæði, sem þýðir að þeir sem byggja innan þess gera það á eigin ábyrgð sökum hættu á meng- un. Þar að auki liggur fyrir að sam- kvæmt lögum má ekki byggja innan þynningarsvæðis álversins, samtals rúmlega 250 hekturum lands. Þar sem eigendurnir telja sig ekki getað notað land sitt með eðlilegum hætti vilja þeir að álverið verði annað- hvort dæmt óheimil áframhaldandi starfsemi eða fá bætur fyrir land sitt. Áætlað verðmæti jarðarinnar í heild sinni er um 15 milljarðar króna, ónothæfur hluti hennar nemur því tæpum 5 milljörðum. Land í álögum „Annaðhvort verður verksmiðj- an að fara eða að landið verði keypt af okkur og þannig greiddar skaða- bætur fyrir það. Við getum ekki selt eða byggt land þar sem verk- smiðja við hliðina á spúir eitri yfir allt,“ segir Gréta E. Sörensen, einn af eigendum Óttarsstaða, sem er verulega hissa á því að málinu hafi verið vísað frá í heild sinni. Hún ólst upp sem barn á landinu ásamt bræðrum sínum og segir landinu hafa verið haldið í gíslingu síðan. „Landið var tekið af okkur fyrir 40 árum. Síðan þá höfum við sjálf ekki getað ráðið eigin ákvörðunum um hvað við viljum gera við landið. Allan tímann hefur land okkar ver- ið í álögum.“ Alcan á Íslandi, Hafnarfjarðar- bæ og íslenska ríkinu var stefnt af 8 eigendum lóðanna. Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður flytur málið fyrir hönd eigandanna og undirbýr nú að kæra það til Hæstaréttar. „Það liggur hins veg- ar fyrir að ekki sé hægt að nota það með eðlilegum hætti. Annaðhvort þurfa eigendurnir að geta notað landið með eðlilegum hætti eða fá fyrir það bætur,“ segir Ragnar. Út úr korti Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, undrast þá staðreynd að bærinn sé dreginn inn í málaferlin. Hann segir frávís- un málsins ekki hafa komið sér á óvart. „Okkur finnst það alveg út úr korti að vera dregin inn í þetta mál og inn í hóp stefnda. Þetta mál stendur ekki upp á okkur að nokkru leyti heldur snýr að samn- ingum á milli ríkisins og Alcan á sínum tíma. Málið var lagt upp með þeim hætti að niðurstaðan sagði sig nokkurn veginn sjálf og kom okkur því ekki á óvart,“ segir Lúðvík bæjarstjóri. Íslenska ríkið gerði samning árið 1966 við Ísal, nú Alcan á Ís- landi, þar sem svæði takmark- aðrar ábyrgðar er skilgreint innan 456,2 hektara Óttarsstaða. Þá var einnig gert ráð fyrir 253,3 hektara þynningarsvæði. Gréta segir ljóst að þessi svæði séu í dag ónothæf sökum samningsins. Hún segir eigendurna gera sér fyllilega grein fyrir miklum verðmætum landsins. „Ríkið framseldi réttindi okkar eig- endanna án þess að hafa samband við okkur. Ríkið gaf þannig einka- aðila leyfi til að stunda stóriðju sem hefur þau áhrif að þriðjung- ur okkar lands er í dag ónothæfur. Svona hefðu yfirvöld aldrei staðið að málum í dag. Við vitum alveg af áhuga byggingarfyrirtækja á land- inu enda er þetta síðasta óhreyfða ströndin í nágrenni höfuðborgar- innar,“ segir Gréta. Mikið í húfi Lúðvík skilur ekki hvers vegna eigendurnir hafi ekki leitað rétt- ar síns miklu fyrr. Hann ítrekar að skipulagsvald svæðisins sé hjá bænum en ekki hjá eigendum. „Málið er vakið 40 árum eftir að samningarnir voru gerðir. Tóm- læti eigendanna varð til þess að rétturinn var ekki sóttur fyrr, í raun áttu athugasemdir þeirra að ber- ast þegar samningarnir voru gerðir upphaflega. Að okkar mati var ekki nokkur grunnur fyrir þessari mál- sókn, svæðið hefur aldrei í skipu- lagi verið hugsað sem íbúðasvæði. Það er hins vegar ekkert sem úti- lokar að sú breyting geti orðið að þetta land lendi utan þynningar- svæðis,“ segir Lúðvík. Aðspurð segir Gréta ljóst að rík- ið hafi stolið hluta landsins og af- hent það iðnfyrirtækinu. Hún segir eðlilega mikið í húfi fyrir eigend- urna að ná fram rétti sínum. „Ef einhver tekur einhvern hlut frá öðrum hefur viðkomandi ekki rétt á að nýta hann eða gefa öðrum. Sá hlutur er stolinn. Landið var tekið af okkur og sett í þau álög að við getum ekki nýtt það eða selt með eðlilegum hætti.“ Stjórnendur Alcan á Íslandi kusu að tjá sig ekki um málið þegar eftir því var leitað. Hið sama á við um Óskar Thorarensen, verjanda íslenska ríkisins. Eldgos í áratugi Skáldið Skrifar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur seg-ir að tíðir smáskjálftar austan við Öskju gætu leitt til eldgoss næsta haust. Ef þetta er satt mun okkar stór- kostlega Kárahnjúkavirkjun að öllum líkind- um fara fyrir lítið. Og ef það reynist rétt, að fylgni sé milli jarðhræringanna og hækkandi vatnsborðs Hálslóns, má ætla að brátt fari að draga verulega til tíðinda, því hámarksmagn vatns er núna komið í lónið og þar er núna að finna tvo gígalítra eða tvo milljarða tonna vatns á einum og sama blettinum. Þeir sem voru á launum hjá Landsvirkjun við að ljúga því að þjóðinni að þungi Háls- lóns myndi aldrei hafa veruleg áhrif á land- ið undir og umhverfis Hálslón fá það nú eins og blauta tusku í andlitið að miklar og ört vaxandi jarðhræringar eiga sér nú stað í námunda við okkar frábæru virkjun. Í lok febrúar á þessu ári byrjaði jörð að skjálfa undir Upptyppingum, í einungis 20 kíló- metra fjarlægð frá Öskju. En það er eins og vísindamönnum Landsvirkjunar hafi sér- staklega verið greitt fyrir að gleyma þeirri staðreynd að flekaskilum í gegnum Ísland fylgja jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur, en hrinurnar tengjast flestar hverjar flekahreyf- ingunum og verða þegar stökk jarðskorpan brotnar á flekaskilunum. Núna segja vísindamenn sem mark er á tak- andi að ef dyngjugos verði á umræddu svæði geti það varað í áratugi. En í fréttum vikunnar var þetta helst: Hægri stjórnar hrunið basl, hækka núna laun hjá bænum, Biblían er bölvað drasl og Birna hætt í vinstri- grænum. Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. Í lok febrúar á þessu ári byrjaði jörð að skjálfa undir Upptyppingum, í einungis 20 kílómetra fjarlægð frá Öskju. TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Í nágrenni álvers óttarsstaðir I og II liggja nærri álveri alcan í straumsvík og hluti jarðanna fellur undir svæði þar sem ekki má reisa íbúðabyggð. eigend- urnir vilja bætur fyrir land sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.