Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Side 16
Milljónir hafa ekkert vatn og deyja þess vegna úr þorsta. Heilu löndin
þorna upp og önnur brenna þar
sem ekkert er regnið. Svona eru nú
fréttirnar. Það þykir ekki merkilegt
í heiminum að hér rigni og rigni
og rigni og rigni. Við sem höfum
svo mikið af vatni og þess vegna
höfum við ekkert með allt þetta
regn að gera. Bara alls ekkert og
ekki neitt. Samt rignir og rignir og
rignir og rignir. Þrátt fyrir algjöra
erindisleysu regndropanna. Svona
er gæðunum misskipt. Fólk deyr úr
þorsta. Lönd þorna og skorpna og
lönd brenna og þá um leið heimili
margra. Meira að segja fræga og
ríka fólksins.
Nú væri ráð að virkja allt hug-vit og finna lausn. Ef hægt yrði að flytja rigninguna
myndi það öllu breyta. Þau sem nú
hafa ekkert vatn að drekka gætu
fyllt maga og keröld af frábæru
vatni. Það væri hægt
að vökva lönd svo
gróður fengi að
dafna. Skepnur
og fólk fengju
allt að aðra vist.
Lífið yrði allt
annað og þægi-
legra um allan heim.
Svo væri svo auðvelt að slökkva
skógarelda. Íslenska rigningin er
ekkert venjuleg. Hún gæti slökkt
alla elda. Hún gæti virkjað þurrt
land og hún gæti fært þyrstum nóg
að drekka. Öllum liði svo vel. Þetta
er svo falleg mynd. Allt yrði svo
gott.
En hér rignir og rignir og rign-ir engum til gagns. Vissu-lega þarf að rigna af og til. En
þetta er nú meira en nóg. Eins og
við fögnuðum sólinni snemmsum-
ars. Héldum að veðursælan hefði
tekið sér bólfestu hér hjá okkur.
Svo dró fyrir sólu og síðan hefur
rignt og rignt og rignt. Engum til
gagns. Öllum til ama. Við þessu er
bara ekkert að gera. Annað en láta
sig dreyma um hvernig allt væri ef
það væri hægt að stjórna þess-
um ósköpum, eða ef hægt væri að
flytja rigninguna. Svo ekki sé tal-
að um ef hægt væri að selja hana,
selja hana! Það væri stóra málið.
Hugsa sér. Þá væri óþarft að veiða
fisk. Þá væri sko allt í lagi að hafa
hið slappa íslenska kúakyn. Huppa
fengi að lifa. Peningum myndi
rigna af himninum. Þá væri rign-
ing góð. Bleytan í öðrum löndum
en peningarnir hér.
Kannski kemur að því að ís-lenska rigningin verði auð-lind. Svo einfalt. Þyrstir,
þurrir og brennandi hér og þar í
heiminum myndu bara panta svo
og svo mikið af rigningu. Allt gegn
staðgreiðslu. Þá gætum við hætt að
taka stimpilskatta, lækkað verð á
nauðsynjum og ónauðsynjum. Allt
vegna rigningarinnar. Hugsa sér.
Meðan vísindamenn og fræða-
fólk finnur lausnina er best að það
rigni og rigni og rigni. Rigningin er
hvatinn sem þarf. Lausn verður að
finnast.
föstudagur 26. október 200716 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm.
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40.
Rigning væRi góð
Grímþór
REYNIR TRAUSTASON RITSTjóRI SkRIfAR. Ráðherrann er sami heigullinn og ríkislögreglustjóri og þorði ekki að mæta í Kastljós.
Ríkislögreglustjóri er heigull
Leiðari
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hafði ekki til þess manndóm að mæta Helga Seljan í Kast-
ljósi Ríkissjónvarpsins og svara fyrir
það að á fimm árum hefur embætti
hans klúðrað 19 málum sem hefðu
að öllu jöfnu átt að leiða til sakfell-
ingar. Stórmál svo sem svik hjá Ís-
lenska dansflokknum og Lífeyris-
sjóði Austurlands hafa fallið vegna
þess að embættið nennti ekki að
rannsaka þau í tíma. Helgi Magnús
Gunnarsson, nýráðinn saksóknari
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra, viðurkenndi að á umræddu
tímabili hefðu mál á borð við mál-
verkafölsunarmálið og Baugsmálið tekið svo mikinn tíma að
ekki hefði unnist tími til að vinna þá vinnu sem embættinu er
ætluð. Afleiðingarnar eru þær að glæpamál hafa fallið og ger-
endur sloppið. Þetta er grafalvarleg staða fyrir embætti sem á að
skila betri árangri en svo að eitt af hverjum 10 málum skemm-
ist fyrir handvömm. Margoft hefur verið á það bent að embætt-
ið hafi rannsakað Baugsmálið af
manískum áhuga, langt umfram
það sem efni stóðu til. Hvað eft-
ir annað hafa dómstólar snuprað
ríkislögreglustjóra fyrir frammi-
stöðu í því máli sem kostað hefur
nokkur hundruð milljónir króna
af fé skattborgara. Drifkrafturinn
í Baugsmálinu hefur verið Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
sem leynt og ljóst hefur reynt að
gera þá sem eru í skotlínu Harald-
ar tortryggilega. Björn er ásamt
fleirum grunaður um að hafa beitt
pólitískum áhrifum í því skyni að
koma höggi á einstaklinga og að
hafa notað Harald Johannesen
sem handbendi sitt. Ráðherrann er sami heigullinn og ríkislög-
reglustjóri og þorði ekki að mæta í Kastljós. Björn er æðsti maður
dómsmála og ábyrgur fyrir klúðrinu. Krafan er sú að báðir þessir
menn horfist í augu við afleiðingarnar og axli ábyrgð gagnvart
þjóðinni sem greiðir þeim laun. Það gera þeir aðeins með því að
hverfa frá störfum sínum.
DómstóLL Götunnar
Gekk Þjóðkirkjan nóGu lanGt?
„mér finnst alveg sjálfsagt að
samkynhneigðir fái að ganga í
hjónaband. Þeir sem vilja gifta sig í
kirkju eiga að fá það.“
Ritva Jouhki, 61 árs, matráðskona
„mér fyndist eðlilegt að samkyhneigðir
mættu ganga í hjónaband eins og
hvert annað fólk. Þeir eru ekkert
öðruvísi en við.“
Þór Gunnar Daníelsson, 45 ára,
verkamaður
„nei, mér finnst þetta fínt svona. Ég er
mjög sátt við að kirkjan vilji vígja
staðfesta samvist homma og lesbía.“
Sigrún Helgadóttir, 57 ára,
húsmóðir
„mér hefði fundist í lagi ef hún hefði
gengið lengra og leyft hjónavígslur
samkynhneigðra. Það sama á að ganga
yfir alla.“
Aldís Brynja Schram, 38 ára, nemi
sanDkorn
n Bjarni Ármannsson, stjórn-
arformaður REI, hefur líkast til
aldrei legið eins lágt í áliti fólks.
Kaupréttar-
samningur
hans hefur
vakið bylgju
andúðar og
þá er fólk
undrandi á
því að hann
tekur í raun
enga áhættu
með fjjárfestingunni sem fæst
endurgreidd að fullu ef nún-
ingur kemur upp í samstarfinu.
Bjarni er gjarnan tengdur Fram-
sóknarflokknum í umræðunni
en hermt er að það hafi verið
Finnur Ingólfsson, holdgerving-
ur einkahagsmuna í flokknum,
sem persónulega beitti sér fyrir
því að Bjarni var ráðinn banka-
stjóri Fjárfestingabankans.
n Sú túlkun er einnig uppi að
Bjarni Ármannsson hafi ráðið
Árna Magnússon, fyrrverandi
félagsmálaráðherra, til Glitn-
is í þakk-
lætisskyni
fyrir greiða
flokksins.
Þá er hann
formað-
ur stjórnar
Háskólans í
Reykjavík og
af því sprett-
ur sú samsæriskenning að ráðn-
ing Jóns Sigurðssonar, fyrrver-
andi formanns Framsóknar, sé
einnig gerð
í þakklætis-
skyni. Loks
er nefnt að
Bjarni hafi
ráðið Rún-
ar Hreins-
son, kosn-
ingastjóra
Björns Inga
Hrafnssonar, og Hafliða Helga-
son, blaðamann og svila Finns,
til REI af sömu ástæðum.
n Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðs-
ins, á misgóða spretti í leiðara-
skrifum. Á
dögunum
fjallaði hann
um geðklofa
afstöðu Ill-
uga Gunn-
arssonar al-
þingismanns
til samkrulls
einkafyrir-
tækja og opinberra. Þar talaði rit-
stjórinn um að menn með ákveð-
ið þroskastig ættu að láta það
vera að lýsa sannfæringu sinni.
Illugi svarar leiðarahöfundinum
fullum hálsi og tekur hann nánast
á hné sér og flengir. Hann segir
það áhyggjuefni fyrir Fréttablaðið
að hafa slíkan mann á ritstjóra-
stóli og ýjar að því að Jón sé ein-
feldningur.
n Fréttablaðið hefur raunar
verið í nokkrum vanda undan-
farið varðandi fréttir og er þess
skemmst að minnast að því var
slegið upp í blaðinu að Ólafur
Örn Haraldsson forstjóri hafi
gengið á dyr án þess að láta kóng
eða prest vita. Samkvæmt yfirlýs-
ingu Ólafs er fréttin kolröng og
hann hætti vegna þess að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir fór fram
á það að hann hætti og svo varð.