Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Qupperneq 18
föstudagur 26. október 200718 Umræða DV
Þreytulegur meirihluti
„Það sem vakið hefur athygli mína und-
anfarna viku eru myndir. Eftir að hafa séð
myndir af hinum nýja meirihluta í borgar-
stjórn, þar sem þau stóðu á Tjarnarbakk-
anum og lýstu yfir hollustu sinni við borg-
arbúa. Þau voru öll svo dæmalaust falleg,
með tindrandi augu yfir sinni nýfengnu
upphefð og ábyrgð. En undanfarna viku
hafa komið myndir af þessu sama fólki svo
sorglega þreytulegu. Það er eins og ekkert
þeirra hafi sofið heilan svefn undanfarna
viku. En auðvitað gleður það mig líka að
sjá þessi tuskulegu andlit, þau eru að vinna
vinnuna sína hugsa ég og taka starf sitt og
fyrirheit alvarlega sem er að öllu leyti mjög
jákvætt.
Svo er það nýja biblíuþýðingin sem
vakið hefur óskipta athygli mína. Þessi bók
bókanna sem hefur svo lengi mætt fálæti er
allt í einu orðin að hitamáli í þjóðfélaginu.
Ég segi bravó. Þessi bók og efni hennar á
það skilið að vekja deilur og tilfinningaum-
rót. Hún stenst allt, heldur áfram að hugga
og gleðja þá sem verja tíma í að lesa hana.“
Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona
Framhaldssagan um REI
„Við erum náttúrulega í miðri framhalds-
sögu um REI-málið. Núna virðist Svandís
Svavarsdóttir vera komin með Vilhjálms-
heilkennið að muna ekki eftir samningum.
Ef samningar hafa ekki verið lagðir fyrir, það
er hluthafasamningurinn milli Bjarna Ár-
mannssonar og Orkuveitunnar, sýnist mér
að þeir sem að þeim standa séu einhverjir
í vandamálum. Ef samningarnir hafa verið
lagðir fyrir sýnist mér hinir kjörnu fulltrú-
ar vera í þeim sérstaka vanda að muna ekki
hvað gerist á fundum. Ég veit ekki hvar á
Norðurlöndunum mönnum hefði dottið það
í hug að taka einn fjárfesti og semja við hann
sérstaklega með ákveðnum hætti. Ég er ansi
hræddur um að þeir stjórnmálamenn sem að
því hefðu staðið hefðu þurft að taka pokann
sinn.
Síðan hefur Kirkjuþingið staðið yfir í vik-
unni og það er erfitt fyrir kirkjuna að geta ekki
tekið afstöðu í málefnum samkynhneigðra.
Þeir eru að velta með þetta upp í sér eins og
heita kartöflu. Það er það versta að menn
geta ekki tekið afstöðu og tekið af skarið með
málið. Þetta tefur að kirkjan geti haldið áfram
og sinnt öðrum mikilvægum málum. Af er-
lendum vettvangi eru það þessir gríðarlegu
skógareldar sem hafa geisað í San Diego.
Máttur náttúrunnar er ótrúlega mikill.“
Jón Magnússon, þingmaður
Hugsað til vina sinna
í San Diego
„Mér verður nú fyrst og fremst hugsað til
vina minna í San Diego í Bandaríkjunum. Þar
eru þau Steinunn Ólína og Stefán Karl sem
eru nýflutt þarna út. Það er oft á tíðum erfitt
að meta hversu miklar hamfarirnar eru þegar
fylgst er með þessu úr fjarlægð. Þetta virðist
samt vera mjög umfangsmikið enda hefur
um milljón manns flúið heimili sín. Ég sendi
hlýjan hug til þeirra einstaklinga sem eru
þarna úti.
Svo fannst mér það vera stórfrétt að Eiður
Smári fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Bar-
celona á móti Glasgow Rangers í vikunni. Það
var virkilega gaman að sjá hann á vellinum
á nýjan leik. Það skyldi þó aldrei fara svo að
hann sannaði að hann væri maðurinn sem
Barcelona hefur alltaf vantað. Það væri frá-
bært fyrir hann og íslensku knattspyrnuna ef
það gerðist. Hann hefur verið mikið gagn-
rýndur þetta árið og mikið verið orðaður við
lið á Englandi. Það er greinilegur karakter í
honum sem hefur komið honum þangað sem
hann er.
Ég held líka að það teljist stórfrétt hvað
Iceland Airwaves-hátíðin fór vel fram og
heppnaðist vel. Menning skiptir samfélagið
okkar miklu máli og stemningin í bænum var
frábær.“
Felix Bergsson, leikari
HVAÐ BAR HÆST í Vikunni?
Blaða·maður KK • starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu
af að skrifa í blöð - Íslensk orðabók
„Ég heiti Sigurjón M. Egilsson og er ritstjóri DV.
Mér er ekki sama hvernig fjölmiðlum er stjórnað
eða hvernig fréttir þeirra eru unnar. Sjálfstæði,
kjarkur og sanngirni skiptir öllu hjá fjölmiðli eins
og DV. Fólk á skilið dagblað sem talar þeirra máli.
Ég tala þínu máli.“
Talar þínu máli
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Ánægjuleg launahækkun
„Mér dettur fyrst í hug hækkunin á laun-
um leikskólakennara sem er einstaklega
jákvæð og góð frétt. Það hefur gengið alveg
afskaplega hægt að hækka laun þessara
lægst launuðu stétta þó að margar þeirra
séu mjög mikilvægar. Það er fátt sem felur
í sér meiri ábyrgð heldur en að koma unga
fólkinu á legg. Það þyrfti vissulega að hækka
launin um meira en tíu prósent en það er
engu að síður mjög ánægjulegt að sjá þessa
hækkun.
Svo var kvennafrídagurinn á miðviku-
daginn og það er ánægjulegt að sjá hversu
margir aðilar eru með skipulagða dagskrá í
tengslum við þann atburð.
Kirkjuþingið hefur verið mikið í umræð-
unni og mér finnst það svekkjandi að það
sé ekki hægt að stíga alla leið. Mér finnst að
kirkjan eigi að vera í fararbroddi í mannrétt-
indamálum. Hjónabandið á sér langa sögu
sem er byggð á kynjamisrétti. Það er engin
tilviljun að konur giftast og karlar kvænast,
því konur eru gefnar körlum. Ég veit um fólk
sem vill ekki ganga í hjónaband út af þessari
sögu. Ég tel að það væri hægt að heimila
gagnkynhneigðu fólki að ganga í staðfesta
samvist. Ég myndi vilja að það yrði gengið
alla leið þannig að samkynhneigðir gætu
gengið í hjónaband og gagnkynheigðir í
staðfesta samvist.“
Katrín Anna Guðmundsdóttir, nemi