Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Qupperneq 21
Orkurík stórsveit Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn kl. 15. Stjórnandi og einleikari verður sænski trompet- leikarinn Lasse Lindgren en flutt verður tónlist stórsveitar trompet- leikarans Meynards Ferguson (1928-2006) en hann er frægur fyrir gríðarlegt tónsvið og afar orkuríkan tónlistarflutning. DV Menning föstudagur 26. október 2007 21 Píanósnill- ingur í Salnum Rússnesk-ísraelski píanó- snillingurinn Albert Mamriev heldur tónleika í Tíbrá, tón- leikaröð Salarins í Kópavogi, á morgun kl. 17. Á efnisskránni eru umritanir eftir Franz Lizst á stefjum og þáttum úr óper- um Richards Wagner, Rienzi, Lohengrin, Niflungahringn- um, Hollendingnum fljúgandi, Tristan og Ísold, Meistarasöng- vurunum frá Nürnberg og for- leikurinn að Tannhäuser. Áður en tónleikarnir hefjast flytur Reynir Axelsson formálsorð þar sem hann fjallar um tengsl þeirra Wagners og Liszt. Slettan og símynstrið Sýning á verkum JBK Ransu verður opnuð í Listasafni ASÍ á morgun kl. 15. Á sýningunni, sem kallast Xgeo III, eru mál- verk sem Ransu hefur verið að þróa síðan árið 2000 og eru tilraun til að setja athafnarmál- verk og strangflatarmálverk í eina skynheild út frá öfgum hvors myndmáls fyrir sig. Það er, slettan og símynstrið, gjörn- ingurinn og mantran,„happen- ing“ og „non-happening“. Sýn- ingin stendur til 18. október og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Áhrifamikill leikstjóri Í tilefni gestaleiks End- station Amerika frá Berlín í Borgarleikhúsinu um helgina býður leikhúsið áhorfendum til stefnumóts við leikstjórann, Frank Castorf, á morgun kl.18. Castorf er án efa einn af áhrifa- mestu leikstjórum og leikhús- stjórum Evrópu. Sýningar hans hafa bæði heillað og hneyksl- að en láta sjaldnast áhorfend- ur sína ósnortna. Endstation Amerika verður sýnd í kvöld og á morgun en hún hefur ferðast víða og alltaf fengið frábærar undirtektir. Eldjárnssystkinin Sýning á olíumálverkum sem Sigrún Eldjárn gerði við ljóð bróður síns Þórarins fyrir bókina Gælur, fælur og þvælur verður opnuð á Torginu í Þjóðminjasafni Íslands á morgun klukkan 14. Við sama tækifæri kemur bókin út hjá Forlaginu ásamt geisladiski sem henni fylgir. Þórarinn ætlar að lesa ljóð úr bókinni og að dagskrá lokinni árita hann og Sigrún bókina. Menningarráðstefna á Bifröst á morgun: Menning til höfuðs kapítalisma Vangaveltur um hvort norrænt samstarf sé sköpun eða skipbrot og umfjöllun um menningu til höf- uðs kapítalismanum eru á með- al þess sem er á dagskrá ráðstefnu í Háskólan- um á Bifröst á morgun. Ráðstefnan ber yfirskriftina Menn- ing sem atvinnugrein, ráðstefna um tækifæri menningarstarfs fyrir sam- félög utan höfuðborgarinnar. Menn- ingarráð Vesturlands og námsbraut í meistaranámi í menningarstjórn- un á Bifröst standa að ráðstefnunni. Dagskráin hefst á því að Helga Halldórsdóttir, formaður menning- arnefndar Vesturlands, setur ráð- stefnuna og Elísabet Haraldsdótt- ir, menningarfulltrúi á Vesturlandi, kynnir nokkur verkefni sem menn- ingarráðið styrkir. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, flytur erindi sem hann kallar Menning sem atvinnugrein. Steinþór Birgis- son sýnir stutt brot úr kvikmynd um vesturfara sem nú er unnið að og kynnir myndina. Jafnframt verður sýnd stuttmyndin Eyja sem er inn- legg Daggar Mósesdóttur í alþjóð- lega stuttmyndahátíð sem hún stýr- ir í Grundarfirði í febrúar á næsta ári. Signý Ormarsdóttir, menningar- fulltrúi á Austurlandi, flytur erindi sem hún kallar Norrænt samstarf - sköpun eða skipbrot og Njörður Sig- urjónsson, lektor við félagsvísinda- deild Háskólans á Bifröst, kallar sitt erindi Menning til höfuðs kapítal- ismanum. Í lok ráðstefnunnar verða almennar umræður undir stjórn Njarðar Sigurjónssonar. Ráðstefnan, sem stendur frá kl. 13 til 16, er öllum opin og aðstand- endur hennar hvetja þá sem vinna að menningarstarfi eða hafa áhuga á að efla menningu á landsbyggð- inni að taka þátt í henni. ráðstefna Unnið með Gus Gus og Steed Lord Eins og getið var í upphafi hef- ur Sigrún meðal annars gert verk sem notuð hafa verið á tónleikum hljómsveita eins og Gus Gus og Steed Lord. „Svo hef ég gert verk fyrir Reykjavik Tropic og úti fyrir listahátíð sem heitir Avid Festival og er aðalhátíðin fyrir svona list. Svo hef ég verið að gera verk fyr- ir tónleika hér og þar og fyrir vini mína, þannig að ég er ekki að fá mikið borgað fyrir þetta, þannig séð. Þetta er náttúrlega mjög lít- ið samfélag, en mun stærra úti á Englandi en hérna heima,“ segir Sigrún og kveðst reyndar halda að það séu einungis tveir aðrir í þessu á Íslandi. Tom segir að í Bretlandi séu líka stórir klúbbar sem séu vett- vangur fyrir vídeólist, og svokall- aða „vj‘s“ eða video jockeys, sam- anber „dj´s“ eða plötusnúða. „Svo eru hljómsveitir sem halda risat- ónleika, til dæmis Radiohead og U2, með video jockeys með sér. Það er ekki mikið um það í íslensku tónlistarlífi auk þess sem það eru ekki þessir stóru næturklúbbar á Íslandi þannig að þetta samfélag hérna hefur í raun ekki enn þróast. Á Englandi er það bara talið eðli- legt að hafa hljómsveit, plötusnúð og/eða vj á klúbbunum,“ segir Tom og bæði hann og Sigrún segjast vona að það verði meira um þetta á Íslandi í framtíðinni. „Ef þú ert með eitthvað öðruvísi, hvort sem það er á næturklúbbi, í galleríi eða einhvers staðar annars staðar, þá trekkir það líka fleira fólk að,“ seg- ir Tom. Hitti Paul McCartney Sigrún lærði við The Liverpool Institute for Performing Arts, LIPA, - eða Paul McCartney-skólann eins og hann er gjarnan kallaður því Bítillinn endurreisti hann fyrir rúmum áratug og situr í stjórninni - þaðan sem hún útskrifaðist árið 2002. „Ég lærði sviðs-, ljósa- og búningahönnun og fór út í það að nota vídeó mikið í sviðshönnun- inni. Þannig fór ég að hanna meira og meira fyrir tónleika og dans- sýningar sem endaði með því að ég var eiginlega bara í vídeóunum og myndbandslistinni, eða hvað ég á að kallað það. Núna hef ég verið að gera visuals fyrir tónleika í sex, sjö ár og fór að hugsa hvernig ég gæti gert meira fyrir almenning og þannig að fólk geti átt verk heima hjá sér,“ segir Sigrún og hefur af- rakstur þeirra vangaveltna nú lit- ið dagsins ljós í formi Eyelove Ice- land-disksins. Sigrún segir það hafa verið rosalega upplifun að læra við LIPA. „Það er svo mikið af kreatífu fólki í þessum skóla. Það eru til dæm- is leikarar, tónlistarfólk, umboðs- menn og bara allt sviðið þannig að það er svo létt að búa til hluti þarna og láta eitthvað gerast. Og maður kynntist helling af frábæru fólki.“ Sigrún segir námið fyrst og fremst hafa verið skemmtilegt frekar en erfitt. „Þetta var nánast allt verklegt fyrir utan nokkrar ritgerðir. Það var kannski ein á hverri önn. Allt hitt var verklegt sem er bara skemmti- legt.“ Afar erfitt er að komast inn í skólann og segir Sigrún að árið sem hún komst inn hafi einungis tíu prósent af þeim 2000 sem sóttu um fengið inngöngu. Og hún hitti sjálft goðið McCartney og upplifði það sem margir virðast gera þegar þeir hitta frægt fólk: fannst hann miklu minni en hún hélt. „Hann virkaði mjög fínn en annars talaði ég bara við hann í einhverja hálfa mínútu. Mér tókst ekki alveg að brjóta kar- akter hans til mergjar,“ segir Sigrún og hlær dátt. Örlagarík heimsreisa Sigrún og Tom kynntust á náms- árum hennar í Bítlaborginni og að sögn Toms hafa þau nú verið sam- an í sex ár. „Við byrjuðum samt ekki að vinna saman fyrr en fyrir svona einu til tveimur árum. Við vorum bara hvort í okkar horni, ég í graff- ítinu og hún í vídeóverkunum.“ Sig- rún bætir við að hugmyndin að því að þau myndu vinna saman hafi eiginlega kviknað í árslöngu ferða- lagi þeirra um heiminn sem lauk á síðasta ári. „Í Brasilíu hittum við gaura sem blönduðu saman graffíti og vídeói og það var líklega í fyrsta skipti sem við sáum það gert.“ Skötuhjúin fóru til fjögurra heimsálfa á ferðalagi sínu og dvöldu í um það bil þrjá mánuði í hverri. Þau segjast hafa hitt tölu- vert af fólki sem var að fást við svip- aða listsköpun og þau en oft með annars konar nálgun. Og þau eru ekki frá því að ferðalagið hafi breytt þeim að einhverju leyti sem lista- menn. „Þetta varð mér mikill inn- blástur,“ segir Tom. „Á Englandi er mikil hefð og einstefna innan lista- heimsins. Þarna sáum við fólk sem var mjög opið í sköpuninni og var ekkert með hugann allt of mikið við afraksturinn. Það gerði mikið af tilraunum og naut þess.“ Hringrás hátíða hættuleg Sigrún og Tom búa á Seltjarn- arnesinu og hafa einnig vinnuað- stöðu þar í bæ, í sama húsi og Bón- us. Þau hyggjast búa hér kannski næsta árið eða svo og sjá svo til, en draumur Sigrúnar er að geta búið og starfað helminginn af árinu hér á landi og hinn helminginn á Englandi. Tom vinnur á frístunda- heimili samfara vinnu sinni innan listarinnar og lætur vel af. Aðspurð um framtíðarplön segjast þau bara ætla að halda áfram að búa til lista- verk og sýna á fleiri sýningum, til dæmis á Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar og svo á listahátíð á Eg- ilsstöðum í mars. „Maður verður samt að passa sig á því að festast ekki í einhverri hringrás hátíða,“ segir Tom. „Ef þú heldur þig bara við þannig dagskrá, þá gefurðu þig kannski ekki allan í þetta.“ SJÓNVARPINU breytt í listaverk Varpað á vegg Verk sigrúnar og toms sem vakti mikla athygli á sequences- hátíðinni á dögunum. Eyelove Iceland dVd-diskur með skjálistaverkum sigrúnar sem kom út nýverið. Gömul hús Þessi húsaþyrping er eitt viðfangsefna sigrúnar á eyelove Iceland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.