Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 22
föstudagur 26. október 200722 Helgarblað DV Hann hatast við kastljósið og hefur oftar en einu sinni valdið útgefend- um sínum vonbrigðum í þeim efn- um. Arnaldur lætur verkin tala og kann best við sig í vinnunni, heima við skriftir. Sumir segja Arnald sér- lunda og jafnvel skapstyggan en þeir sem best þekkja segja hann hrók alls fagnaðar í góðra vina hópi, eins og Kristján Þorvaldsson komst að. Það var ekki auðvelt fyrir Arnald að feta í fótspor föður síns, Indriða G. Þorsteinssonar. Skáldið og blaða- maðurinn Indriði var þjóðkunn- ur og umdeildur og mörgum börn- um slíkra manna hefur reynst erfitt að spila úr sínum eigin karríer sem höfundar. Arnaldur hafði snemma áhuga á sögu lands og þjóðar, líkt og faðir hans. Því var engin tilviljun að hann fór í sagnfræði í háskólanum eftir stúdentspróf frá MH. Það var heldur engin tilviljun að hann starf- aði við skriftir fyrir Morgunblaðið meðfram náminu. Eða réttara sagt stundaði námið meðfram blaða- mennskunni. Líkt og faðir hans hef- ur hann einnig haft gríðaráhuga á kvikmyndum. Hann skrifaði kvik- myndarýni í Morgunblaðið um ára- bil og margir sjá að stutt er í kvik- myndahandrit í bókum hans. „Maður hélt í fyrstu að hann væri svona hlédrægur vegna þess að hann vildi helst ekki vera í fjölmiðlum. En hann leynir sannarlega á sér og get- ur verið hinn mesti gleðipinni,“ seg- ir viðmælandi sem kynntist Arnaldi snemma á rithöfundarferlinum. Hann og aðrir viðmælendur undir- strika að Arnaldur leyni á sér. Hann vilji fyrst og fremst skapa sér vinnu- frið. Í honum blundi líka grúskari. „Hann hefur áhuga á þjóðlegum fróðleik og ljóst að ræturnar liggja á bernskuslóðir föður hans í Skaga- firði. Það er því engin tilviljun að hans ódauðlega persóna, Erlendur, hefur jafnmikinn áhuga á þjóðleg- um fróðleik og höfundurinn sjálf- ur. Í Arnaldi er líka sterk skáldataug. Hann er til dæmis mikill aðdáandi Hannesar Péturssonar og hefur yndi af svokölluðum fagurbókmenntum.“ Viðmælendur DV bera Arnaldi vel söguna. En þeim er meinilla við að láta hafa eitthvað eftir sér um hann. „Hann yrði brjálaður,“ segir vinur hans og hlær. Til marks um hversu Arnaldi er umhugað að verja einka- líf sitt er að hann vill helst ekki að gsm-símanúmer hans berist á milli manna. Þannig lét hann til dæmis kippa því út af meðlimaskrá Rithöf- undasambands Íslands. Hann hefur líka fengið vin sinn til þess að lesa úr eigin verkum, jafnvel þótt hann væri sjálfur við látinn. „Þetta segir ekkert til um sérvisku hans og er miklu frek- ar yfirlýsing um að hann vilji vinna í friði. En hann hefur sannarlega skap og getur brugðist ókvæða við ef því er að skipta.“ Kom flestum á óvart Eins og kunnugt er samdi Baltasar Kormákur við Arnald um kvikmynda- réttinn á Mýrinni sem frumsýnd var fimm árum eftir að sá samningur var handsalaður. Í upphafi stóð til að Baltasar leikstýrði myndinni, eins og raunin varð, en í millitíðinni hafði verið ákveðið að annar leikstjóri tæki það að sér. Arnaldur tók það ekki í mál og lét Baltasar heyra það. „Hann er sem sagt svolítið viðkvæmur fyrir sjálfum sér og það útskýrir það sem sumir kalla fjölmiðlafóbíu hjá hon- um. Hann er líklega dæmigerður ís- lenskur karl, vinnusamur og ekki síð- ur stoltur.“ Arnaldur er þriðji í röðinni í fjög- urra bræðra hópi. Hann er fæddur 1961 og fór hefðbundna leið í gegn- um grunnskóla og lauk síðan fram- haldsskólaprófi og BA-námi í sagn- fræði. Þegar hann ruddist fyrst fram á ritvöllinn höfðu einhverjir á orði: „Hann er eitthvað að reyna, strák- urinn.“ Mönnum fannst sem sagt ekkert líklegt að í Arnaldi blund- aði vinsælasti rithöfundur þjóðar- innar. Ýmsir sem til fjölskyldunnar þekkja töldu líklegast að eldri bræð- ur hans, Friðrik blaðamaður og Þor- steinn íslenskufræðingur, sem starf- ar við kennslu í Bergen, væru líklegri til að feta í fótspor föðurins. „En það er gömul saga og ný að hinir ólíkleg- ustu spjara sig oft best. Það að fók- usinn var ekki á honum gaf honum eflaust kraft og svigrúm til að sanna sig.“ Í menntaskóla var Arnaldur nokk- uð virkur í skrifum. „Hann skrifaði í skólablaðið og líka í snepil, eins kon- ar fréttablað í skólanum. Hann var alltaf að skrifa en það var meira á léttum nótum. Eftir stúdentspróf fór hann strax í blaðamennsku og hann bjó síðan að þeirri þjálfun þegar hann hóf sinn feril sem rithöfundur.“ Vinir Arnaldar segja að hann eigi vissulega auðvelt með að skrifa. Hon- um líður líka best við það. „Hann sest niður á morgnana og skrifar fram eft- ir degi og sendir síðan frá sér handrit að bók í upphafi árs. Þannig er þetta bara hjá honum.“ Mamma les fyrst Eiginkona Arnaldar er Anna Fjeld- sted kennari. Þau eiga þrjú börn, tvö uppkomin og 10 ára son. „Það er óhætt að segja að Arnaldur sé mjög vel giftur og hann einblínir á fjöl- skylduna og skriftirnar. Þótt honum gengi brösulega sem höfundi fyrst í stað truflaði það ekkert Önnu. Hún hefur aldrei sýnt annað en skilning á því sem hann er að gera. Þegar hann hefði getað verið að skrifa á fullu sem blaðamaður og gagnrýna kvikmynd- ir studdi hún hann algjörlega í þess- ari skriftaáráttu.“ Faðir Arnaldar, sem lést árið 2000, er sagður hafa verið stoltur af syni sínum. En kunnugir segja að móð- ir Arnaldar, Þórunn Ólöf Friðriks- dóttir, hafi alltaf fyrst lesið handrit- in hans. „Það er ekki endilega vegna þess að hann hafi verið svona mikill mömmustrákur en það er gott á milli þeirra.“ Fyrst í stað var Arnaldur vissu- lega í skugga föður síns. Vinur hans segir það líklegustu skýringuna á því að hann sendi ekki frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrr en hálffertugur. „En karlinn studdi hann og hvatti hann mjög þrátt fyrir þekkta óbeit sína á einhverjum „sænskum sósíalreal- isma“, sem Indriði gagnrýndi óspart í íslenskum bókmenntum. Kannski skrifaði Arnaldur Napóleonsskjölin þess vegna. Það er aldrei að vita.“ Í apríl 1997 gekk Arnaldur inn á skrifstofu Vöku-Helgafells, sem síð- an sameinaðist Máli og menningu og tengdum forlögum undir merkj- um Eddu, með handrit að sinni fyrstu bók, Synir duftsins. Á þeim tíma þóttu krimmar ekkert sérlega líklegir til vinsælda en engu að síður var ákveðið að gefa bókina út. „Þetta var lítt þekkt bókmenntaform hérna heima og salan fyrst í stað ósköp lítil, um þúsund eintök fyrstu árin.“ Hætti að veita viðtöl En strax um haustið, þegar bókin kom út, byrjaði Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri að kynna Arnald sem glæpasagnahöfund fyrir erlendum útgefendum. „Pétur Már bar skyn- bragð á það sem var í gangi. Það var hreinlega eftirspurn erlendis eftir íslenskum krimmum, sem þó voru tæpast til. Eftir að tap á Arnaldi hafði verið vegið og metið var niðurstað- an sú að halda áfram að gefa hann út. Áhuginn var þegar vaknaður er- lendis.“ Sagan segir að Pétur Már hafi þurft að berjast fyrir áframhaldandi útgáfu á bókum Arnaldar en aldrei gefist upp. „Það segir sig sjálft að þegar búið er að tapa á höfundi þrjú ár hafa menn tilhneigingu til þess að taka mark á bókhaldinu. En þegar fjórða bókin kom út, Mýrin, fór sal- an allt í fjögur þúsund eintök og upp í 8000 eintök með Grafarþögn en þá var Ólafur Jóhann Ólafsson á toppn- um með Höll minninganna. Á sama tíma höfðu bækur Arnaldar verið að rjúka út í kiljuformi og á bókasöfn- um. Upp úr aldamótum varð því al- gjör sprenging í sölu á bókum hans og á tímabili átti hann fimm til sex bækur á metsölulistum. Árin 2000 og 2001 varð því vendi- punktur á ferli rithöfundarins og þegar var farið að semja um kvik- myndarétt á Mýrinni og Napóleons- skjölunum, þriðju bókinni hans. Engu að síður var höfundurinn ekk- ert fyrir að hafa sig í frammi. „Fram- an af vildi hann reyndar kynna sig en upp úr 2002 vildi hann algjörlega draga úr viðtölum og veitti sum árin þar á eftir engin viðtöl. Engu að síð- Blómstrar og græðir á glæpum Á þeim 10 árum sem liðin eru frá því fyrsta bók Arnaldar Indriðasonar kom út hefur hann að mati sérfróðra selt fleiri eintök en nóbelsskáldið Laxness. Sala á bókum Arnaldar erlendis stefnir hraðbyri í 5 milljónir eintaka, eins og kom nýverið fram í viðtölum við útgefendur hans. Árangur Arn- aldar er undraverður, ekki síst í ljósi þess að maðurinn sjálf- ur hefur aldrei tranað sér fram. NærmyNd Kysstur Ísraelskur útgefandi arnaldar smellir kossi á hann í teiti á bókamess- unni í frankfurt á dögunum. réttinda- stofa forlagsins hélt veisluna arnaldi til heiðurs í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því hans fyrsta bók kom út og var fjölmörgum erlendum útgefendum hans boðið. ArnALdur IndrIðAson Viðmælendur dV bera arnaldi vel söguna. en þeim er meinilla við að láta hafa eitthvað eftir sér um hann. „Hann yrði brjálaður,“ segir vinur hans og hlær. til marks um hversu arnaldi er umhugað um að verja einkalíf sitt er að hann vill helst ekki að gsm-símanúmer hans berist á milli manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.