Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 24
HIN HLIÐIN
GeitunGar hættu-
leGir mannkyninu
hólmfríður maGnúsdóttir
n Nafn og kyn?
„Hólmfríður Magnúsdóttir.“
n Atvinna?
„Ýmis störf hjá Tótem.“
n Hjúskaparstaða?
„Í sambúð.“
n Fjöldi barna?
„Ekkert.“
n Áttu gæludýr?
„Nei.“
n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildir þú þá vera og
hvers vegna?
„Einhver trukkur myndi eflaust hæfa mér vel.“
n Hefur þú komist í kast við lögin?
„Já, einu sinni þegar ég var ung og vitlaus.“
n Borðar þú þorramat?
„Heldur betur!“
n Hefur þú farið í megrun?
„Já, nánast árlega. Ég þarf yfirleitt að taka mig á eftir
vetrarfrí frá boltanum.“
n Grætur þú yfir minningargreinum um ókunnuga?
„Já, það hefur komið fyrir.“
n Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum?
„Neibb.“
n Lest þú blogg?
„Já, já.“
n Trúir þú á framhaldslíf?
„Nei, en vonandi hef ég rangt fyrir mér.“
n Hver er uppáhaldshljómsveitin þín?
„Bubbi og Pink eru í miklu uppáhaldi.“
n Kannt þú dónabrandara?
„Já: Tvö typpi fóru saman í bíó og þá sagði eitt typpið,
ég vona að þetta sé ekki klámmynd, ég nenni nefnilega
ekki að standa allan tímann.“
n Kannt þú þjóðsönginn?
„Já. Frá a til ö. Þetta er flottasti þjóðsöngur í heimi!“
n Kannt þú trúarjátninguna?
„Næstum því.“
n Spilar þú á hljóðfæri?
„Nei.“
n Styður þú ríkisstjórnina?
„Já.“
n Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að hafa gaman af lífinu og lifa því lifandi.“
n Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af
hverju?
„Ronaldinho, svo að ég gæti sagt honum aðeins til. Eða
ekki!“
n Hefur þú eytt peningum í vitleysu?
„Úff, jahá, ég hef eytt þeim í alls konar draslföt.“
n Heldur þú með einhverju íþróttafélagi?
„Já, ég elska KR.“
n Hefur þú ort ljóð?
„Já.“
n Eru fatafellur að þínu mati listamenn?
„Nei, get ekki sagt það.“
n Eru briddsspilarar að þínu mati íþróttamenn?
„Nei, en mér finnst samt bridds vera íþrótt.“
n Af hverju stafar mannkyninu mest hætta?
„Af geitungum, þeir eru stórhættulegar skepnur!“
n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Nei, ég held að áfengið sé alveg meira en nóg.“
n Stundar þú íþróttir?
„Já, hina fullkomnu íþrótt knattspyrnu.“
n Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei, en það gæti nú verið gaman.“
DV mynd Eyþór
FöSTudAGur 26. oKTóBEr 200724 Hin hliðin DV
Njósnari í Þýskalandi nasista?
Ráðgátan um Olgu Tsékovu
Hin unga og fagra Olga
Tsékova átti ekkert nema
demantshring þegar
hún fór frá Moskvu 1920.
Leið hennar lá til Þýska-
lands og þar hún sló hún
í gegn á hvíta tjaldinu
og varð uppáhalds-
leikkona Hitlers – en
um leið starfaði hún
fyrir leyniþjónustu
Sovétríkjanna.
Olga
Mögnuð bók eftir hinn
geysivinsæla
Antony Beevor
Átti breski flotinn
einhver svör við
togvíraklippum
Landhelgis-
gæslunar ?
Mögnuð og
spennandi bók
um hatrömm átök,
bæði á hafi úti
og í landi.
Síðasta þorskastríðið
HPI Savage X 4,6
fjarstýrður torfæru trukkur.
Öflugasta útgáfan til þessa.
Nethyl 2, sími 5870600,
www.tomstundahusid.is