Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Qupperneq 33
föstudagur 19. október 2007DV Sport 33 Lið með sama stigafjölda eða 8 stig. Bæði lið þurfa sigur og ekkert annað ætli þau sér að komast frá botninum. Ef Mario Melchiot verður með Wigan er það til alls líklegt en stuðnings- mennirnir á St. Andrews eru magnaðir og láta vel í sér heyra. Jafnteflislyktin lekur af leiknum og endar hann 1–1. X á Lengjunni Forvitnilegur slagur þar sem Elano fær að kljást við alvöru miðjumenn. Frank Lampard, Essien og Makalele munu ekki leyfa Brassanum að komast upp með neitt múður og láta hann finna til tevatnsins. Chelsea á heimavelli, ekki spurning 1– 0 fyrir þá bláklæddu. Því miður fyrir Gunnleif Gunnleifsson og félaga í Man. City-klúbbnum hér á landi. 1 á Lengjunni. Manchester hefur ekkert gengið allt of vel með Boro-liðið og oftar en ekki lent í vandræðum gegn því. Hins vegar eru þeir á blússandi siglingu og á heimavelli þannig að þetta ætti ekki að verða erfitt. Spurning hve mörg mörk heimamenn skora. Við giskum á þrjú. 1 á Lengjunni. Glæpamaðurinn Joey Barton er byrjaður að spila á nýjan leik og á eftir að skemma allt sem stóri Sam er búinn að byggja upp. Hann kemur inn á og eyðileggur forskot þeirra svart/hvítu og jafntefli 2– 2 lítur dagins ljós. X á Lengjunni. Roy Keane viðurkenndi mistök sín eftir leikinn gegn West Ham og hann er nú ekki þekktur fyrir að gera tvenn mistök í röð. Reading upplifir hina klassísku annars tímabils erfiðleika og getur lítið sem ekkert inni á vellinum. Sunderland hefur þetta á einu marki, 2–1. 1 á Lengjunni. Það er stundum sagt að það sé erfiðast að fara og spila á heimavelli Portsmouth, Fratton Park, vegna hávaðans og látanna sem þar eru. West Ham var ágætt í síðasta leik og sú frammistaða tryggir liðinu jafntefli 1–1. Solano leggur upp mark fyrir West Ham en Portsmouth jafnar undir lokin. X á Lengjunni. Bolton getur ekki neitt í deild þeirra bestu og því miður fyrir Guðna Bergs og félaga verður skipulagsleysið liðinu að falli enn einu sinni. Ivan Campo kemur þó Bolton yfir en þá hrynur leikur þess og Aston Villa gengur á lagið og maðurinn með langa nafnið, Gabreil Agbonlahor, skorar þrennu. 2 á Lengjunni. Skyldusigur fyrir Everton en Derby-menn hafa reyndar sýnt það á sínum heimavelli að þeir kunna nú sitthvað fyrir sér í fótbolta. Everton var rænt um síðustu helgi og ef lögreglan er búin að skila greinargerð um Liverpool-leikinn er liðið til alls víst. Þó fámennir séu standa þeir saman og leggja Derby-menn 2–0. 2 á Lengjunni. Liðsmenn Tottenham reyna hvað þeir geta að koma stjóra sínum til bjargar en Martin Jol virðist vera orðinn gjaldþrota með liðið. Ekkert gengur og hann setti Berbatov á bekkinn gegn Newcastle! Hann er víst í fýlu sem og Jermaine Defoe og tvö rotin epli smita út frá sér. Blackburn hefur þetta 1–0 og Jol verður rekinn og Mark Hughes tekur við. Það verður því gaman að sjá handabandið hjá þeim eftir leik. 2 á Lengjunni. Stórleikur umferðarinnar og allra augu verða á Steven Gerrard sem var á óskiljanlegan hátt tekinn af velli gegn Everton. Arsenal-liðið virðist óstöðvandi þessa dagana og án Henrys er liðið einfaldlega betra. Arsenal vinnur þetta 3–1 í frábærum fótboltaleik og ummæli Rafas Benitez eftir leik verða svo fráleit að jafnvel Spaugstofan mun gera grín að þeim. 2 á Lengjunni. Síðustu fimm viðureignir Wigan 1–1 Birmingham Birmingham 2–0 Wigan Wigan 3–0 Birmingham Birmingham 3–3 Wigan Birmingham 0–0 Wigan Birmingham 1–1 Wigan 1. arsenal 9 8 1 0 21:6 25 2. Man. united 10 7 2 1 15:3 23 3. Man. City 10 7 1 2 15:7 22 4. Liverpool 9 5 4 0 16:5 19 5. Portsmouth 10 5 3 2 19:12 18 6. blackburn 9 5 3 1 13:8 18 7. Chelsea 10 5 3 2 10:8 18 8. Newcastle 9 5 2 2 16:11 17 9. aston Villa 9 4 2 3 13:12 14 10. West Ham 9 4 1 4 12:9 13 11. everton 10 4 1 5 13:13 13 12. reading 10 3 1 6 12:22 10 13. fulham 10 1 5 4 12:16 8 14. birmingham 10 2 2 6 8:13 8 15. Wigan 10 2 2 6 8:14 8 16. Middlesbro 10 2 2 6 10:18 8 17. sunderland 10 2 2 6 11:19 8 18. tottenham 10 1 4 5 17:21 7 19. derby 10 1 3 6 5:22 6 20. bolton 10 1 2 7 9:16 5 Markahæstu leikmenn: benjani Mwaruwari Portsmouth 7 emmanuel adebayor arsenal 6 robbie keane tottenham 5 robin Van Persie arsenal 5 Nicolas anelka bolton 5 obafemi Martins Newcastle 4 benedict McCarthy blackburn 4 Flestar stoðsendingar: Mikel arteta everton 5 elano Manchester City 5 Cesc fabregas arsenal 5 England – úrvalsdeild 1. Watford 12 9 2 1 22:12 29 2. W.b.a. 12 6 2 4 25:15 20 3. bristol City 11 5 5 1 17:11 20 4. Charlton 11 5 4 2 16:12 19 5. Wolves 11 5 3 3 13:9 18 6. Ipswich 11 5 3 3 19:17 18 7. scunthorpe 12 5 3 4 15:15 18 8. Plymouth 11 4 5 2 15:12 17 9. burnley 11 4 5 2 18:16 17 10. stoke 11 4 5 2 15:14 17 11. barnsley 12 4 5 3 17:18 17 12. southampton 11 5 1 5 20:23 16 13. Hull 12 4 3 5 16:14 15 14. Coventry 12 4 3 5 14:18 15 15. Colchester 12 3 5 4 23:22 14 16. Cardiff 11 3 4 4 15:15 13 17. sheff. united 12 3 4 5 18:20 13 18. b.pool 12 2 7 3 15:17 13 19. Leicester 11 2 6 3 10:9 12 20. Crystal Palace 11 2 5 4 13:13 11 21. Preston 12 2 5 5 12:15 11 22. sheff. Wed. 12 3 0 9 12:22 9 23. Norwich 12 2 2 8 7:16 8 24. Q.P.r. 11 1 5 5 9:21 8 Markahæstu leikmenn: James beattie sheff utd 9 Mark Yeates Colchester 7 kevin Phillips West brom 7 darius Henderson Watford 7 Enska 1. deildin 1. Leyton orient 12 7 2 3 19:19 23 2. southend 12 7 1 4 21:15 22 3. Carlisle 12 6 3 3 19:10 21 4. Nott. forest 11 5 5 1 18:6 20 5. swansea 11 6 2 3 20:11 20 6. tranmere 12 5 5 2 15:10 20 7. swindon 11 5 4 2 19:10 19 8. Yeovil 12 5 3 4 10:11 18 9. Leeds 12 10 2 0 21:5 17 10. Hartlepool 11 5 2 4 18:14 17 11. brighton 12 5 2 5 13:11 17 12. Northampton 12 4 4 4 18:18 16 13. doncaster 12 4 3 5 15:14 15 14. Walsall 12 4 3 5 13:15 15 15. Luton 12 4 2 6 15:16 14 16. Hudd.field 12 4 2 6 10:19 14 17. bristol rovers 12 2 7 3 12:15 13 18. Crewe 12 3 4 5 12:18 13 19. Millwall 12 3 3 6 9:16 12 20. oldham 10 3 2 5 11:13 11 21 gillingham 12 3 2 7 9:24 11 22 Cheltenham 12 2 3 7 9:19 9 23 Port Vale 12 2 2 8 9:16 8 24 bournemouth 12 2 2 8 11:21 8 Markahæstu leikmenn: andy kirk Northampton 8 Leon Clarke southend 7 kris Commons Nottm forest 7 Enska 2. deildin Kevin Kilbane Góður vinstri kantmaður sem hóf ferilinn með Preston. Var síðar seldur til Sunderland þar sem hann vann aðeins einn leik á fjórum mánuðum og fékk viðurnefnið „Bölvun Kilbane“. Spilaði sinn fyrsta landsleik með Írum gegn Íslendingum. Elano Lék með Santos, fyrrverandi liði Peles, þar sem Robinho og Alex voru fyrir. Fór þaðan til Shaktar Donetsk þar sem hann sló í gegn. Hefur verið allt í öllu í endurreisn Svens Görans Eriksson með City-liðið og er frábær miðvallarleik- maður. Anderson Anderson Luís de Abreu Oliveira er goðsögn hjá Gremio, gamla liðinu hans Ronaldinhos. Þar skoraði hann ótrúlegt mark sem kom Gremio aftur í efstu deild þegar liðið hafði aðeins 7 leikmenn inni á! Mark Viduka Króatíski Ástralinn hefur heldur betur slegið í gegn með Newcastle. Kom frá erkióvininum í Middlesbrough og var fyrstu kaup Sams Allardyce. Hefur leyst stöðu Michaels Owen með miklum sóma. Kenwyne Jones Kemur frá Trínídad og Tóbagó og hefur stundum verið nefndur hinn nýi Didier Drogba. Gríðarlegur íþróttamaður og var boðinn samningur bæði sem krikketleikmaður og sem frjálsíþróttamaður. Nolberto Solano Nolberto Albino Solano Todco eða Nobby Solano fékk að fara til West Ham frá Newcastle þar sem konan hans vildi vera í London. Er fyrsti leikmaðurinn frá Perú sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni. Craig Gardner Birmingham vildi fá hann þegar hann var unglingur en það kom víst aldrei til greina þar sem fjölskylda Gardners og hann sjálfur eru gríðarlegir stuðningsmenn Aston Villa. Er ásamt Gabriel Agbonlahor, Luke Moore og Gareth Barry vinsælasti leikmaður Villa. Alan Stubbs Gamli reynsluboltinn Alan Stubbs hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini í eistum. Lék lengi með Bolton og tryggði því sigur á Reading í umspili um að komast í efstu deild. Hefur einnig leikið með Glasgow Celtic og Sunderland. Stendur alltaf fyrir sínu. Tugay Kerimoğlu Tyrki sem hefur spilað með Blackburn frá 2001 en þangað kom hann frá Glasgow Rangers. Hætti að spila með landsliðinu árið 1993 en hefur snúið aftur til að hjálpa liði sínu að komast á EM næsta sumar. Skorar eiginlega bara flott mörk eins og sannaðist um síðustu helgi. Kolo Toure Er sá leikmaður sem hefur verið lengst hjá Arsenal af þeim leikmönnum sem eru nú hjá liðinu. Kom til liðsins sem framliggjandi miðjumaður en eftir að hann var færður í vörnina hefur hann blómstrað og er af mörgum talinn einn af þeim betri í deildinni. Síðustu fimm viðureignir Man. City 0–1 Chelsea Chelsea 3–0 Man. City Chelsea 2–0 Man. City Man. City 0–1 Chelsea Chelsea 0–0 Man. City Síðustu fimm viðureignir Man. Utd 1–1 M.brough Man. Utd 1–0 M.brough M.brough 2–2 Man. Utd M.brough 1–2 Man. Utd Man. Utd 0–0 M.brough Síðustu fimm viðureignir Reading 1–0 Newcastle Newcastle 3–2 Reading Newcastle 4–1 Reading Reading 3–3 Newcastle Newcastle 4–0 Reading Síðustu fimm viðureignir Sunderland 2–1 Fulham Fulham 2–1 Sunderland Fulham 1–0 Sunderland Sunderland 0–3 Fulham Sunderland 1–1 Fulham Síðustu fimm viðureignir West Ham 1–2 Portsmouth Portsmouth 2–0 West Ham West Ham 2–4 Portsmouth Portsmouth 1–1 West Ham West Ham 2–0 Portsmouth Síðustu fimm viðureignir Bolton 2–2 Aston Villa Aston Villa 0–1 Bolton Bolton 1–1 Aston Villa Aston Villa 2–2 Bolton Aston Villa 1–1 Bolton Síðustu fimm viðureignir Derby 3–4 Everton Everton 1–0 Derby Derby 1–0 Everton Everton 2–2 Derby Everton 2–1 Derby Síðustu fimm viðureignir Tottenham 1–1 Blackburn Blackburn 1–1 Tottenham Tottenham 3–2 Blackburn Blackburn 0–0 Tottenham Tottenham 0–0 Blackburn Síðustu fimm viðureignir Liverpool 4–1 Arsenal Liverpool 3–6 Arsenal Liverpool 1–3 Arsenal Arsenal 3–0 Liverpool Arsenal 2–1 Liverpool SÍÐUSTU LEIKIR SPÁ DV STAÐANFYLGSTU MEÐ ÞESSUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.