Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Side 35
DV Sport föstudagur 26. október 2007 35
Tek næsTu keppni og svo sjáum við Til
nótunum. Viðhorfið til íþróttarinn-
ar og liðanna var allt annað. Það var
grunntónninn í mismuninum á Spáni
og Þýskalandi,“ segir Alfreð og bætir
við að ef til vill hafi það verið mistök
hjá sér að yfirgefa Bidasoa eftir aðeins
tveggja ára dvöl þar.
„Ég var 31 árs og hugsaði um að
drífa mig heim og hætta þessu. Þeir
vildu framlengja samning minn um
þrjú ár en ég ákvað að sleppa því og
fara frekar heim til Akureyrar. Ég
hugsa oft að sem leikmaður hafi þetta
vafalaust verið mistök. En það er
spurning hvort ég hefði einhvern tím-
ann farið út í þjálfun ef ég hefði hald-
ið áfram. Þannig að eftir allt saman
voru þetta kannski ekki mistök,“ seg-
ir Alfreð.
Helmingurinn hafði ekki áhuga
á að æfa
Eftir dvölina á Spáni kom Alfreð
aftur til Íslands og hóf að þjálfa KA,
auk þess sem hann spilaði með liðinu.
Alfreð segir að það hafi tekið drjúgan
tíma að gera KA-liðið sterkt.
„Það var mjög erfitt. Ég kom í KA-
liðið, sem var frekar gamalt lið og
hafði verið að rokka á milli deilda. Það
voru miklar væntingar. Svo kom í ljós
að helmingurinn af liðinu hafði ekk-
ert mikinn áhuga á að æfa.
Fyrstu árin hjá mér fóru meira og
minna í að losa mig við nokkra leik-
menn sem voru reyndir, en höfðu
hvorki tíma né áhuga á að standa í
þessu, og fara að taka inn yngri leik-
menn. Það tók þrjú ár að skila árangri.
Við byrjuðum ekki að spila virkilega
vel sem lið fyrr en 1994 eða 1995.
Það var gaman að koma heim og
ég hélt að allir hefðu sama viðhorfið
og maður sjálfur en ég komst svo að
því að helmingurinn af liðinu nennti
þessu ekki,“ segir Alfreð.
„Þetta var mjög skemmtilegur tími.
Við spiluðum alltaf betur og betur og
vorum komnir með mjög gott lið. Við
vorum í úrslitakeppnum og úrslitum
í bikarnum á hverju einasta ári liggur
við,“ segir Alfreð.
Frá KA lá leið Alfreðs aftur til
Þýskalands árið 1997, þar sem hann
tók við þjálfun Hameln. Þar var Alfreð
við störf í tvö ár. „Ég ætlaði upphaflega
ekkert að fara út í þetta aftur. Svo var
það ögrandi að prófa þetta í eitt eða
tvö ár, áður en maður hætti þessu al-
veg. Ég fór til Hameln, sem voru mik-
il mistök að fara í klúbb þar sem var
algjört kaos. Það var einn aðalstyrkt-
araðili sem lagði pening í félagið en
það var bara meira á yfirborðinu sem
áhuginn var á að gera það. Ég vildi nú
helst komast út úr því aftur,“ sagði Al-
freð.
Titlar hjá Magdeburg
Eftir tvö ár hjá Hameln tók Alfreð
við þjálfun Magdeburg. Hann segir að
það hafi verið allt öðruvísi umhverfi í
Magdeburg en í Hameln.
„Það var mjög vel að öllu staðið.
Mjög metnaðarfullur og mjög vel rek-
inn klúbbur að mörgu leyti. Það var
gott lið sem hafði engan veginn verið
að spila sem lið. Margir einstaklingar
og mjög lítil taktísk umgjörð. Það var
alveg tilvalið fyrir mig,“ segir Alfreð.
Undir stjórn Alfreðs varð Magde-
burg þýskur meistari og vann Evrópu-
keppni félagsliða árið 2001. Ári síðar
vann Magdeburg Meistaradeild Evr-
ópu. Í liðinu á þeim tíma var með-
al annars landsliðsfyrirliðinn Ólafur
Stefánsson.
„Óli var í tómu rugli og var mjög
ósáttur við þjálfarann sem var þarna
áður en ég kom. En síðan var hann
alveg í lykilhlutverki eftir að ég kom.
Á þessum árum sem við vorum að
vinna þessa titla stóð hann sig alveg
frábærlega og var einn af mikilvæg-
ustu mönnum liðsins,“ segir Alfreð.
Eftir gæfurík ár hjá Magdeburg
fór að bera á deilum milli Alfreðs og
framkvæmdastjóra félagsins. Þær
deilur enduðu með því að Alfreð var
sagt upp störfum árið 2006.
„Árið 2003 hefði ég líklega skrifað
undir 20 ára samning við Magdeburg.
Ég var mjög ánægður þarna og það
gekk vel. Það merkilega við flest í lífinu
er að það eru margir sem eiga mun
erfiðara með að höndla velgengni
en mótlæti og það byrjuðu vandræði
á milli mín og framkvæmdastjórans.
Valdabarátta sem var einhliða.
Ég leit aldrei á þetta sem neina
valdabaráttu, vegna þess að ég hafði
mínar skoðanir á hlutunum og hvern-
ig ég vildi hafa þetta. Við vorum í
ágætis sambandi framan af, honum
fannst gaman að láta mynda sig með
stóran vindil og að hann væri aðal-
kallinn og að þetta væri allt saman
honum að þakka.
En með velgengninni, þegar við
unnum þessa titla held ég, svona eft-
ir á að hyggja, að þetta hafi verið af-
brýðisemi sem olli þessum leiðindum
milli okkar. Honum fannst ég vera bú-
inn að fá of mikið af athyglinni og að
mér væri hampað of mikið vegna vel-
gengni liðsins á hans kostnað.
Ég varð alltaf meira og meira var
við að hann var að grafa undan mér.
Það varð til þess að það sauð upp úr
nokkrum sinnum á milli okkar. Við
lentum oft í rifrildum, meðal annars á
stjórnarfundum og það sem kom enn
verr við hann var að þegar við áttum í
þessum deilum tóku forseti félagsins
og stjórnarformaðurinn alltaf minn
málstað. Það varð til þess að hann fór
að grafa ennþá meira undan mér. Það
endaði með að ég sagði bara að ég
skyldi klára þetta tímabil og svo væri
ég farinn,“ segir Alfreð, sem átti eitt og
hálft ár eftir af samningi sínum þegar
honum var sagt upp hjá Magdeburg.
Hefur sett pressu á Gummers-
bach
Alfreð tók við liði Gummersbach
fyrir rúmu ári. Gummersbach er gam-
alt stórveldi í þýskum handbolta en
Alfreð á enn eftir að vinna sinn fyrsta
titil með liðið.
„Magdeburgar-liðið sem ég var
með 2003 var miklu öflugra en Gum-
mersbach-liðið sem ég er með núna.
En þegar ég skrifaði undir hjá Gum-
mersbach voru horfurnar hjá liðinu
allt aðrar en þær eru í dag.
Það kom upp viss krísa hálfu ári
eftir að ég skrifaði undir og félagið
missti tvo helstu styrktaraðilana og
við misstum nokkra mikilvæga leik-
menn. Ég var auðvitað ekkert ánægð-
ur með það, sem hefur orðið til þess
að ég hef verið að setja pressu á þá því
ég ætla ekki að sætta mig við að missa
bestu leikmennina á hverju einasta
ári og þurfa með ómældri vinnu að
redda því einhvern veginn.
Það þarf að gerast eitthvað í þess-
um málum, hvort sem það verður á
einu ári, tveimur eða jafnvel þremur,
þá verð ég að fá þrjá, fjóra leikmenn í
viðbót. Annars kem ég ekki til með að
vera þarna áfram.
Ég er að vissu leyti kominn í sömu
stöðu og ég var í hjá Magdeburg, en
samt aðrar forsendur. Það komu nýir
menn að stjórninni hjá okkur í síð-
ustu viku, sem mér líst mjög vel á. Þeir
báðu mig um að framlengja til ársins
2013, en ég sagði að ég myndi ekki
gera það, ég ætla að sjá til hvað gerist
hjá félaginu,“ segir Alfreð.
Ógleymanlegir Svía-leikir
Alfreð tók við landsliði Íslands í
apríl á síðasta ári eftir að Viggó Sig-
urðsson hætti með liðið. Fyrsta verk-
efni Alfreðs sem landsliðsþjálfari voru
tveir leikir við Svía í undankeppni
HM.
„Það var alveg ógleymanlegt. Báðir
leikirnir við Svía í rauninni. Það voru
mjög margir Íslendingar í höllinni í
Stokkhólmi. Það var alveg ótrúlegt.
Þessi stemning hérna í höllinni 17.
júní var alveg einstök. Þetta var eitt-
hvað sem enginn hafði upplifað áður
og var alveg stórkostlegt. Þjóðsöng-
urinn, allir með íslenska fánann og
syngjandi með. Það var alveg ógleym-
anlegt,“ segir Alfreð.
Fyrsta og eina stórmótið sem Al-
freð hefur stýrt íslenska landsliðinu í
hingað til var HM í Þýskalandi í byrj-
un þessa árs. Ísland komst í átta liða
úrslit og tapaði þar naumlega fyrir
Danmörku í framlengdum leik.
„Magdeburgar-riðillinn var í raun
frábær. Það var stórkostleg stemning
okkur í hag, þrátt fyrir að Úkraínu-
leikurinn hafi verið allt annað en stór-
kostlegur. Það var ótrúlegur stuðning-
ur sem við fengum og í raun eins og
við værum á heimavelli í Magdeburg.
Þær móttökur sem ég fékk voru
mjög kærkomnar. Ég neyddist til
að fara eitthvað annað eftir þessi ár
þarna. Það var stund sem jafnaðist
kannski á við höllina fyrir mig.
Síðan var milliriðillinn mjög góð-
ur hjá okkur. Það sem mér fannst auð-
vitað sorglegast af öllu var Danaleik-
urinn. Þar áttum við alla möguleika
á að vinna. Það munaði svo litlu að
við hefðum unnið og þá hefðum við
komist í undanúrslit. Mér fannst sorg-
legast fyrir strákana að það skyldi ekki
hafa tekist. En að öðru leyti var þetta
gott mót hjá okkur. Við spiluðum við
sterkar þjóðir og stóðum okkur mjög
vel,“ segir Alfreð.
Ísland tapaði illa fyrir Úrkaínu á
HM og þurfti nauðsynlega að vinna
Frakka til að komast í milliriðil. Kvöld-
ið fyrir leikinn var liðið boðað á fund
þar sem Alfreð notaði nokkuð sér-
staka aðferð til að ná fram rétta hug-
arfarinu hjá leikmönnum.
„Maður hefur stundum verið al-
veg brjálaður í því sem maður er að
gera en það eru oft bestu hugmynd-
irnar sem koma út úr því. Á HM voru
nokkrir vídeófundir og ef einhver ut-
anaðkomandi hefði séð hvað var að
gerast hefði hann haldið að sá sem
stæði að þessu væri ekki heill á geð-
smunum. Ég vil helst ekki lýsa þess-
um fundi. Hann snerist í raun ekki
mikið um handbolta. Ég sat alla nótt-
ina og ákvað að taka bara sénsinn. Ef
þetta hefði floppað hefði þetta verið
algjörlega út í hött,“ segir Alfreð.
Hef ekki átt mikinn frítíma
Ísland vann Serbíu í tveimur leikj-
um fyrr á þessu ári og tryggði sér þar
með sæti á EM í Noregi. Alfreð segir
að Ísland hefði vart getað fengið erfið-
ari andstæðinga.
„Fyrir utan Svía var þetta sterk-
asta liðið sem við gátum fengið. Mjög
öflugt lið. Það var mjög erfitt hérna á
heimavelli. Við áttum að vinna úti-
leikinn með fimm eða sex mörkum.
Við vorum mun betri en þeir þar og
vorum að spila þann leik miklu bet-
ur. Stemningin var kannski ekki al-
veg eins og á móti Svíum í höllinni en
þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Al-
freð.
Alfreð hugðist hætta sem lands-
liðþjálfari eftir leikina gegn Serbíu en
ákvað að fresta þeirri ákvörðun. Eft-
ir nokkrar vikur ákvað Alfreð að taka
slaginn og vera áfram með landsliðið
fram yfir EM, í það minnsta.
Hann segir að það fyrirkomulag að
vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari
þýsks úrvalsdeildarliðs gangi ágæt-
lega upp hjá öllum öðrum en honum
sjálfum.
„Það hefur gengið ágætlega fyr-
ir Gummersbach og ágætlega fyrir
landsliðið en það hefur ekkert gengið
voðalega vel fyrir mig, vegna þess að
þetta er bara of mikið.
Ég hef ekki átt mikinn frítíma eft-
ir að ég tók við hvoru tveggja. Ef það
væri allt í góðu gengi hjá Gummers-
bach væri þetta kannski ekkert mál.
En það er allt í brasi þar og ég er í of
mikilli vinnu sjálfur við að halda lið-
inu saman, reyna að ná árangri og svo
framvegis. Þetta hefur bara verið allt
of mikið og gengur ekki til lengdar,“
segir Alfreð. En ætlar hann endanlega
að hætta sem landsliðsþjálfari eftir
EM á næsta ári?
„Maður er að verða eins og Ragnar
Reykás. Ég ákvað að taka eina keppni
í viðbót. Ég var bara ekki nógu fljót-
ur að segja að ég væri hættur. Svo var
dregið í riðilinn og ég sagði, það er
enginn svo vitlaus að taka við liðinu í
þessum riðli,“ segir Alfreð og hlær, en
Ísland er í riðli með Svíþjóð, Frakk-
landi og Slóvakíu.
„Nú er ég búinn að vinna með
þessum strákum í landsliðinu og það
er draumurinn að komast til Pek-
ing. Það eru erfiðir hjallar á leiðinni
og jafnvel sá erfiðasti núna í Evrópu-
keppninni. Svo kemur undankeppni á
eftir því og það er ekki tími fyrir nýjan
þjálfara að taka við þessu og fá tveggja
vikna undirbúning. Hann á engan
möguleika á að breyta neinu og þetta
sem við erum að gera stendur nokk-
urn veginn á eigin fótum. Menn eru
vel samstilltir og það er mjög erfitt
fyrir nýjan þjálfara að koma að þessu
akkúrat núna.
Þess vegna samþykkti ég að taka
næstu keppni og svo sjáum við til.
Það er mjög erfitt að segja að ég verði
áfram með þýskt úrvalsdeildarlið og
landslið. Ég get ekki boðið Gummers-
bach upp á að ég verði allt sumarið í
burtu. Allur undirbúningur fer í Ól-
ympíuleikana. Svo kem ég og það eru
tvær vikur í tímabilið. Hvernig eiga
þeir (Gummersbach) að útskýra það
fyrir sínum styrktaraðilum að þjálfar-
inn sé aldrei á staðnum?“
Ætla að verða sendiherra í
Berlín
Alfreð, sem er 48 ára, er giftur og
á þrjú börn. Elsti sonur Alfreðs býr í
Danmörku en hin tvö börnin búa hjá
Alfreð og konu hans. „Fram að 20.
júní í fyrra og árið þar á undan held
ég að ég hafi verið tíu daga heima hjá
mér. Ég lofaði þeim á sínum tíma að
hætta eftir HM.
Það er hins vegar gaman að vinna
með HSÍ og með strákunum. Það er
alltaf þessi þjóðarrembingur, að gera
eitthvað fyrir Ísland,“ segir Alfreð.
En hvernig sér Alfreð framtíð-
ina fyrir sér? „Ég sagði það einhvern
tímann að það að þjálfa landsliðið
væri ekki nógu mikil vinna fyrir mig,
þannig að ég gæti gert það þegar ég
yrði sextugur. Ég ætla bara að vera í
þessu eins lengi og ég hef gaman af
því.
En ég verð að viðurkenna að síð-
asta sumar, þegar ég var búinn að
vera í endalausri keyrslu í deildinni,
taka svo landsliðið, klára þessa Ser-
ba-leiki og fara svo heim, hugsaði ég
í fyrsta skipti á ævinni um að hætta í
handbolta. Ég hugsaði að þetta væri
bara orðið gott. Ég á ekki von á því að
sú tilfinning komi upp á næstunni.
Ég er ennþá með metnað fyr-
ir þessu en ég ætla að setja pressu á
Gummersbach. Ég ætla ekki að fara
hægt og bítandi niður töfluna með
lélegra og lélegra lið. Annaðhvort
gera þeir eitthvað eða ég fer,“ segir
Alfreð.
„En ég ætla einhvern tímann að
verða sendiherra í Berlín og hrista
aðeins upp í utanríkisþjónustunni.
Það er ekki til betri maður til að halda
kokkteilveislur,“ segir Alfreð og hlær.
Fer til Noregs til að ná árangri
Landsliðið undirbýr sig nú fyrir EM
í Noregi og um helgina leikur liðið tvo
æfingaleiki við Ungverja. Fyrri leikur-
inn er í Laugardalshöllinni í kvöld og
sá síðari á Ásvöllum á morgun. Óvíst
er með þátttöku Guðjóns Vals Sig-
urðssonar á EM og Alfreð telur að lið-
ið verði að búa sig undir að hann verði
ekki með.
„Hann er mjög bjartsýnn á að ná
þessu en ég er ekki mjög bjartsýnn.
Það væri frábært ef hann næði því en
ég held að við verðum að búa okkur
undir að hann verði ekki með. Það
er líka það sem ég er að gera með því
að velja svona marga leikmenn fyr-
ir leikinn á móti Ungverjum. Ég þarf
að skoða hver getur tekið varnarhlut-
verkið hans,“ segir Alfreð.
„Ég er kannski öðruvísi en aðrir
landsliðsþjálfarar. Ég hef oft gert til-
raunir í þessum æfingaleikjum. Auð-
vitað viljum við vinna þessa leiki og
standa okkur vel en ég ætla samt að
prófa eitt og annað sem gæti nýst mér
á EM. Ég vil sjá þessa stráka sjálfur
frekar en að horfa bara á vídeó,“ seg-
ir Alfreð.
Hvernig sér hann EM fyrir sér?
„Erfiður riðill og opnunarleikur á móti
Svíum, mjög mikilvægur. Við ætlum
að fara þarna og ná sæti sem tryggir
okkur sæti á Ólympíuleikunum.
Ég ætla nú ekki að kynda undir
einhverjum væntingum hér heima
en eftir að hafa séð hvernig liðið get-
ur spilað, eins og á HM, vil ég fara til
Noregs til að ná árangri, ekki bara til
að vera með,“ segir Alfreð að lokum.
dagur@dv.is
LiFir SiG iNN í LeikiNN alfreð tekur
virkan þátt í leiknum og lætur vel í sér
heyra frá hliðarlínunni.