Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Side 40
Ættfræði DV
ættfræði
U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n
N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s
Í fréttum var þetta helst... 26. október 1937
Ljós og orka frá Ljósafossvirkjun
Áætlanir um Sogsvirkjanir
Fyrstu hugmyndir um virkjun
Sogsins fyrir Reykjavík komu fram
1906. Næstu árin þótti það álitamál
hvort ætti fremur að virkja Elliðaárn-
ar eða Sogið. En eftir lauslegar kostn-
aðaráætlanir þótti sýnt að virkjun í
Soginu yrði Reykvíkingum fjárhags-
lega ofviða og var því ráðist í virkjun
Elliðaánna sem færðu Reykvíkingum
rafmagn árið 1921.
En Reykvíkingar gleymdu ekki
Soginu. Bæjarstjórnin fór að bera sig
eftir vatnsréttindum þar árið 1917
enda ljóst að þangað myndi höfuð-
borgin sækja sína framtíðarorku.
Árið 1933 fékk Reykjavíkurbær einka-
rétt á virkjun Sogsins með lögum frá
Alþingi. Sogsvirkjun var þá stofnuð
sem sérstakt fyrirtæki Reykjavíkur-
bæjar, hafist var handa við virkjunar-
framkvæmdirnar 1935 og þeim lokið
árið 1937.
Ljósafossvirkjun er fyrsta stóra
vatnsaflsvirkjunin hér á landi þó þró-
unin í virkjanamálum hafi fyrir löngu
gert hugtökin „stór“ og „lítil“ afstæð.
Ljósafossvirkjun var síðan stækkuð á
næstu árum, Írafossvirkjun byggð á
árunum 1950-53 og Steingrímsstöð
vígð árið 1959.
Framkvæmdir við Ljósafossvirkj-
un fyrir sjötíu árum áttu fátt sameig-
inlegt með virkjunarframkvæmdum
nútímans enda var öll jarðvinna að
mestu unnin með hökum og skófl-
um en stórtækar vinnuvélar voru þá
óþekktar hér á landi. Það dró samt
ekki úr mikilvægi virkjunarinnar fyr-
ir Reykvíkinga, heimili þeirra og at-
vinnulíf.
Höft gegn hagkvæmni
Ljósafossvirkjun stórjók og gjör-
breytti raforkunotkun á höfuðborg-
arsvæðinu. Fram að þeim tíma hafði
rafmagn nánast eingöngu verið nýtt
til lýsingar og að nokkru til vélarekst-
urs í iðnaði. Gas var hins vegar mik-
ið notað til eldamennsku sem og
kolavélar. Nú fjórfaldaðist hins vegar
framleiðslan á rafmagni til Reykvík-
inga og það varð mun ódýrara. Bæj-
aryfirvöldum var bráðnauðsynlegt
að stórauka rafmagnsnotkun til að
standa í skilum með háar afborganir
af framkvæmdalánum. Bæjarstjórn-
in vildi einnig draga úr kolamengun
en á þessum árum var það alvanalegt
að kolaslæða yfir bænum byrgði fyrir
sól. Auk þess var rafmagnið öruggara
og það var deginum ljósara að það
var miklu hagkvæmara fyrir þjóðina
að nýta betur eigið rafmagn frem-
ur en að flytja inn kol eða framleiða
gas. En hér stóðu pólitískir fordóm-
ar haftastefnunnar í vegi fyrir slík-
um framförum. Allur innflutningur
á rafmagnstækjum til heimilisnota
var í höndum ríkisins, var meira og
minna bannaður, en þar fyrir utan
með mjög háum innflutningstollum.
Sama dag og Morgunblaðið
greindi frá því að hleypt hefði verið
rafmagni á Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur frá Sogsvirkjun, þann 26. október
1937, greindi blaðið frá því í annarri
frétt á sömu síðu að þrír alþingis-
menn, með Pétur Halldórsson borg-
arstjóra í broddi fylkingar, hefðu lagt
fram frumvarp á Alþingi um að bæj-
arstjórn Reykjavíkur yrði heimilað
að flytja inn heimilistæki fyrir bæjar-
búa og selja þau á kostnaðarverði, og
að háir tollar og innflutningsgjöld af
slíkum tækjum yrðu lögð af.
RAFHA-eldavélar
Stjórn hinna vinnandi stétta var
hins vegar ekki á því að eyða dýr-
mætum gjaldeyri í erlendar elda-
vélar. Haftastjórninni var þó ekki
alls varnað því hún tók þátt í því að
stofna Raftækjaverkstæði Hafnar-
fjarðar hf, árið 1936, ásamt tuttugu
og tveimur einstaklingum. Árið 1937
hafði fyrirtækið hafið framleiðslu
á eldavélum sem upphaflega voru
eftir norskri fyrirmynd og um mán-
aðamótin ágúst-september sá fyrsta
RAFHA-eldavélin dagsins ljós.
RAFHA-vélarnar komu því eins
og kallaðar og þóttu fljótlega afbragð
annarra eldavéla, vandaðar, öruggar
og ótrúlega endingargóðar. Reykvísk
eldamennska var því rafvædd, þrátt
fyrir höftin, og nokkrar kynslóð-
ir Íslendinga elduðu allan sinn mat
á RAFHA-vélum án þess að verða
meint af.
Borgarskáld frá bökkum
Sognsins
Þó ríkið hafi með tímanum eign-
ast sífellt stærri hlut í virkjununum
þremur við Sogið og þær síðan geng-
ið inn í Landsvirkjun, verður því ekki
á móti mælt að Sogið hefur reynst
Reykjavík hreinasta lífæð.
En Sogið á sér fleiri og skáldlegri
hliðar því það skáld tuttugustu ald-
ar sem öðrum fremur hefur ver-
ið nefndur skáld Reykjavíkur, kem-
ur einmitt frá bökkum Sogsins, eða
nánar tiltekið frá Efri-Brú í Gríms-
nesi. Þegar önnur skáld fundu
Reykjavík flest til foráttu varð Tómas
Guðmundsson málsvari Reykjavíkur
og mannlífsins þar með sinni angur-
væru fegurðardýrkun. Eins og fljótið
hans, Sogið, kveikti hann líka ljós í
Reykjavík á kreppuárunum með vin-
sælustu ljóðabók Íslandssögunnar,
Fögru veröld. Bókin seldist upp á ör-
fáum dögum er hún kom út árið 1933
og hún var tvisvar endurútgefin á
einu ári. Fyrir vikið varð Tómas
ástsælasta skáld Reykjavíkur.
Fljótið helga
Það vill stundum gleymast að
Tómas er ekki síður skáld tregans
en æsku og ástar. „Aldrei framar
kemur neitt sem er liðið“ – seg-
ir hann í Gömlu ljóði, sem og
„Tíminn er dauður á þeirri stund,
er hann fæðist“. Tómas gerir svo
fljótið að tákni tímans, – tákni
framvindunnar, fallvaltleikans og
breytinganna, samanber til dæm-
is Morgunljóð úr brekku. Eftir því
sem hann glímir lengur við hinar
áleitnu spurningar um tímann og
dauðann verður fljótið að Fljótinu
helga sem er auðvitað fljót æsku-
slóða hans, Sogið.
Síðasta ljóðið í ljóðabókinni
Fljótinu helga heitir Fljótið helga.
Það er tær snilld og ein af perlum
íslenskra bókmennta. Síðasta er-
indi þess er svona:
Og geiglausum huga ég held til móts
við haustið, sem allra bíður.
Og sefandi harmljóð hins helga fljóts
úr húminu til mín líður.
Eins veit ég og finn að það fylgir mér
um firð hinna bláu vega,
er hníg ég eitt síðkvöld að hjarta þér,
ó, haustfagra ættjörð míns trega.
Kristján Valur Ingólfsson
lektor og Þingvallaprestur
Kristján Valur fæddist í Dal í Greni-
vík og ólst þar upp og á Akureyri.
Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1968,
embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1974,
stundaði framhaldsnám í kennimann-
legri guðfræði við háskólann í Heidel-
berg 1977-85 og aftur við sama skóla til
doktorsverkefnis 1996-97 og 1998.
Kristján Valur var prestur á Rauf-
arhöfn 1974-77 og sumarið 1978,
þjónaði Sauðanesprestakalli af og til
1975-77, var farprestur í Ísafjarðar-
prestakalli 1985-86, sóknarprestur á
Grenjaðarstað 1986-92, rektor í Skál-
holti 1992-99, stundakennari í helgi-
siða- og sálmafræðum við orgeldeild
Tónlistarskólans á Akureyri 1989-
91, stundakennari í liturgiskri söng-
fræði við guðfræðideild HÍ 1992-93
og haustið 1997, lektor í liturgiskum
fræðum í hálfu starfi við sömu deild
frá árinu 2000. Frá sama ári verkefnis-
stjóri á Biskupsstofu og frá 2003 einn-
ig Þingvallaprestur. Kristján Valur hef-
ur ritað greinar í tímarit kirkjunnar
um guðsþjónustur og helgisiðafræði
og samið og þýtt yfir sextíu sálma og
kirkjusöngva. Hann á sæti í Bygginga-
og listanefnd Þjóðkirkjunnar, í nefnd-
um um endurskoðun sálmabókar og
handbókar Þjóðkirkjunnar, hefur átt
sæti í helgisiðanefnd Þjóðkirkjunnar
frá 1978 og verið formaður hennar frá
1997.
Kristján kvæntist 12.6. 1972 Mar-
gréti Bóasdóttur, f. 28.11. 1952, söng-
konu og viðskiptafræðingi. Hún er
dóttir Bóasar Gunnarssonar og Krist-
ínar Sigfúsdóttur.
Synir Kristjáns og Margrétar eru
Bóas f. 16.2. 1982, við nám í fatahönn-
un í Antwerpen, og Benedikt, f. 23.9.
1987, söngnemi við Tónlistarskólann í
Reykjavík, og nemi í bókmenntum við
HÍ.
Systkini Kristjáns Vals eru Sigríður
Inga, f. 5.12. 1934, húsfreyja að Hlíð-
arholti í Reykjadal; Ernst Hermann,
f. 12.1. 1936, verkamaður á Grenivík;
Jóhann Brynjar, f. 6.8. 1940, rafvirkja-
meistari á Akureyri; Ingólfur Steinar,
f. 7.5. 1944, rafvélavirkjameistari á Ak-
ureyri; Björn Andrés, f. 7.5. 1944, fyrr-
verandi skólastjóri á Grenivík; Anna
Steinlaug, f. 2.6. 1951, verslunarmaður
á Akureyri; Haukur Már, f. 16.7. 1952,
bifvélavirki og tónlistarmaður á Ak-
ureyri, Guðbjörg Ásdís, f. 21.2. 1954,
verslunarmaður í Reykjavík; Kristín
Árný, 28.6. 1955, húskona á Grenivík.
Foreldrar Kristjáns: Ingólfur Bene-
diktsson, f. 25.9. 1908, d. 6.5. 1990,
málarameistari í Dal í Höfðahverfi, og
Hólmfríður Halldóra Björnsdóttir, f.
8.4. 1912, d. 22.7.2004 húsmóðir.
Afmælisbarnið heldur upp á af-
mælið með messu í Friðrikskapellu kl.
9.30 á afmælisdaginn og málþingi um
kennimannlega guðfræði í suðursal
Hallgrímskirkju laugardaginn 27.10.
kl. 13-17.
Ættfræði DV
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir
þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið
í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt-
næma viðburði liðinna ára og minnist
horfinna merkra Íslendinga. Lesendur
geta sent inn tilkynningar um
stórafmæli á netfangið kgk�dv.is.
Rafmagni frá Ljósafoss-
virkjun í Soginu var hleypt
á Reykjavík þann 25.
október 1937. Þar með
fjórfaldaðist raforku-
framleiðsla til höfuðborg-
arsvæðisins, rafmagn
lækkaði í verði, kola- og
gaseldavélar viku fyrir raf-
magnsvélum og kolaský-
in yfir Reykjavík þynnt-
ust smám saman og hurfu
með tímanum. Ljósið og
orkan frá Ljósafossi í Sog-
inu árið 1937 voru því í
margvíslegum skilningi
ljós í myrkri langvarandi
kreppu, atvinnuleysis,
mengunar og haftastefnu.
föstudaGur 26. oKtóber 200740
60 ára á sunnudag
Hornsteinn lagður að Ljósafossvirkjun 1936 fremst sitja Kristján X og alexandría drottning en Pétur Halldórsson borgar-
stjóri heldur ræðu. baka til má greina Hermann Jónasson forsætisráðherra, dökkklæddan með svartan hatt.
Kolamistur yfir Reykjavíkurhöfn
á millistríðsárunum Húsin fyrir
neðan arnarhól eru Nordalsíshús,
Verkamannaskýlið við tryggvagötu
og Varðarhúsið við Kalkofnsveg.
Lengst til hægri sjást stórir kolabingir.