Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Blaðsíða 44
föstudagur 26. október 200744 Ferðir DV U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s Helgafell ofan Hafnarfjarðar gönguperla í næsta nágrenni. Helgafell ofan Hafnarfjarð- ar er allra. ganga frá kaldárseli og til baka tekur mest eina og hálfa klukkustund. alls þarf að ganga um 5 kílómetra og hækkunin er 260 metrar. fjölbreytt og létt ganga. fínt útsýni. Gönguleiðin á Grímannsfell hefst við Gljúfrastein þar sem geng- ið verður í gegnum garðinn þar sem Halldór heitinn Laxness sótti sér innblástur. Fáir hafa gengið leið- ina upp meðfram fjallinu oftar en nóbelsverðlaunaskáldið og er hún því kölluð skáldaleiðin. Á leið upp með Köldukvísl að Helgufossi eru þrjú upplýsingaskilti. Rétt neðan við Helgufoss er komið að klettaborg sem ýmist nefnist Hrafnaklettur eða Helguhóll. Munnmælasögur segja að þar sé álfakirkja. Ragnar Jóhann- esson, leiðsögumaður í ferðinni, seg- ir margt að sjá á þessu svæði. „Rétt austan við kirkjuna sjást enn leifar svitahofs sem starfrækt var þar fyrir um 20 árum. Þá voru eldheitir stein- ar fluttir inn í tjald og úr varð nokk- urs konar sauna og hreinsunarferill. Enginn þótti maður með mönnum nema hafa reynt þetta,“ segir Ragnar. Rétt við Hrafnaklett eru rústir Helg- usels. Ragnar segir allt of fáa vita af Helgufossi og nágrenni „Þetta svæði er falin perla.“ Gott útsýni „Rétt ofar er Helgufoss í allri sinni dýrð en því næst er haldið upp á Bringnaveg og komið við í bæj- arrústunum á Bringum. Árið 1857 urðu sex menn úti á þessum slóð- um á meðan átta komust við illan leik að Bringum,“ segir Ragnar en þaðan er stefnan tekin á hæsta hluta Grímannsfells, Háahnjúk. Hann er stundum kallaður Stórhóll. Af hon- um er stutt leið á Hjálm sem er lít- ið eitt lægri suðvestar á fjallinu Frá fjallinu getur verið mjög gott útsýni yfir Kjalarnesið, höfuðborgina, Mos- fellsheiðina, Þingvelli, Hengilinn og Vífilsfell og jafnvel langt inn á há- lendið ef vel viðrar.“ Leifar af vatnsmiðlun Grímannsfell er í laginu eins og „u“ en þessi ferð hefur þann ótví- ræða kost að gengið er frá einum stað til annars og því þarf ekki að ganga til baka. Þess ber reyndar að geta að skiptar skoðanir eru um nafn fellsins. Sums staðar er það kallað Grímmansfell, annars staðar Grím- arsfell en oftast er það skrifað Grím- annsfell. Þegar búið er að ganga á Kollhól, sem er annar áberandi hóll á fellinu, er gengið niður Torfadals- hrygg og komið að vatni sem heitir Bjarnarvatn. „Þar eru leifar af gam- alli vatnsmiðlun frá því ullarverk- smiðja Álafoss í Mosfellssveit var knúin með vatnsafli. Skammt frá er fallegt sel sem er kallað Nessel. Það var sel frá bænum Seltjarnar- nesi en vel getur verið að við lítum þar við á leiðinni. Á öðrum stað er grjótnám Reykjavíkurborgar en þar hefur komið í ljós fallegt og sérstakt stuðlaberg sem gaman er að sjá,“ segir Ragnar. Þaðan er gengið sem leið liggur við ofanvert Þverfell nið- ur í Þormóðsdal þaðan sem stutt er í Hafravatnsrétt, þar sem rútan tekur á móti göngugörpunum. Síðasta sunnudagsgangan Ferðin á Grímannsfell er síðasta sunnudagsganga ferðafélagsins Úti- vistar á árinu. Gangan tekur fjóra til fimm klukkutíma en lagt er af stað frá BSÍ klukkan hálf ellefu á sunnu- dagsmorgun. Þessi gönguferð er til- valin fyrir alla sem vilja njóta fallegs landslags og dyggrar leiðsagnar um þessa földu perlu í nágrenni höf- uðborgarinnar, en eins og mynd- irnar bera með sér er Grímannsfell mun nær borginni en flesta grunar. Gengnir verða um tólf kílómetrar en gjaldið fyrir rútuferðina báðar leið- ir og leiðsögn um svæðið er 3.000 krónur fyrir þá sem ekki eru með- limir í Útivist. Gjaldið fyrir félags- menn er 2.600 en rétt er að hvetja fólk til að fjölmenna í þessa síðustu sunnudagsgöngu ársins. Rjúpnaveiðar að hefjast rjúpnaveiðitímabilið hefst eftir sex daga, eða 1.nóvember. umhverfis- stofnun mælist til þess að ekki verði veiddar fleiri en 38 þúsund rjúpur í ár. Veiðidagarnir eru nú færri en í fyrra en þeir eru alls 18. Heimilt er að veiða á fimmtudög- um, föstudögum, laugardögum og sunnudögum en síðasti séns á að skjóta sér rjúpu í jólamatinn er 30. nóvember. Áfram ríkir sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum en viðvarandi lægð hefur verið í rjúpnastofninum síðustu ár, ef frá er talin tveggja ára uppsveifla sem þó var óvenjulega lítil. rjúpna- stofninn í ár er því talinn enn minni en í fyrra. á ferðinni Ferðafélagið Útivist stendur á sunnudaginn fyrir göngu á Grímannsfell. Gönguleið- in hæfir öllum en hæsti tindur fjallsins stendur í 482 metra hæð yfir sjávarmáli. Leiðsögumaður verður Ragnar Jóhannesson en ferðin er úrvals tækifæri fyrir úti- vistarunnendur sem vilja njóta góðs útsýnis yfir borgina og næsta nágrenni. Falin perla í nærsveit Grímannsfell Útsýnið í góðu veðri er afar gott þótt fjallið sé ekki ýkja hátt. Helgufoss Við rætur grímannsfells. Gamalt svitahof enginn þótti maður með mönnum fyrir 20 árum nema hafa prófað svona saunabað. Stofninn á niðurleið að mati Náttúrufræðistofnunar er áætlað að varpstofn rjúpunnar sé um 110 þúsund fuglar og er það fækkun um 70 þúsund frá því í fyrra. stærð veiðistofnsins er talin vera um 440 þúsund fuglar og því telur Náttúrufræðistofnun ekki æskilegt að veiddir verði fleiri en 38 þúsund fuglar. Þó stofninn sé lítill um þessar mundir er gert ráð fyrir enn minni stofni á komandi árum. ef fer sem horfir mun rjúpum fækka næstu þrjú til fjögur árin og veiðiþolið mun að sama skapi minnka. Veiðimenn eru hvattir til hófsamra veiða en eftirlit með veiðum verður mikið, bæði úr lofti og á landi. Þá er mikilvægt að minna á að áfram er 2.600 ferkílómetra svæði á suðvestur- landi friðað. Fálkinn lifir á rjúpu Á Íslandi eru á bilinu 250 til 300 varppör af fálka. fuglarnir verpa um allt land en aðallega þó á Norðausturlandi. Þar er mest af rjúpu sem er mikilvægasta fæða fálkans. fuglafræðingar telja að í íslenska fálkastofninum séu um 1.000 til 1.500 fuglar. fálkar lifa allt í kringum norðurheimskautið en þeir finnast ekki fyrir sunnan 60. breiddargráðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.